Keane valdi aðeins tvo leikmenn Liverpool | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. febrúar 2020 11:30 Carragher og Keane börðust oft inn á vellinum hér áður fyrr. Vísir/Football365 Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United, og Jaime Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, voru saman í stúdíóinu hjá Sky Sports í Monday Night Football í gær þegar leikur Chelsea og Manchester United var sýndur. Reyndu þeir að setja saman sameiginlegt lið Manchester United frá 1999 og Liverpool í dag. Roy Keane valdi á endanum aðeins tvo leikmenn Liverpool í sitt lið. Raunar eftir langa umhugsun var hann kominn niður í einn. Sameiginlegt lið Roy Keane Það fór því eðlilega allt í háaloft í kjölfarið. Gallinn við samanburðinn er að sjálfsögðu sá að Manchester United liðið spilaði nær eingöngu 4-4-2 á meðan Liverpool leikur 4-3-3. Skemmtileg umræða myndaðist í kringum hægri bakvarðarstöðuna en Gary Neville er að sjálfsögðu venjulega með Carragher í Monday Night Football.Carragher vildi þó meina að Trent Alexander-Arnold hefði vinninginn einfaldlega vegna þess hve gífurlega mikilvægur hann er Liverpool liðinu í dag og hversu mikil áhrif hann hefur á spilamennsku liðsins. Keane var á endanum sammála, en samt ekki. Miðverðirnir völdu sig nánast sjálfir og var Virgil van Dijk eini leikmaður Liverpool sem Keane var viss um að kæmist í Man Utd liðið frá 1999. Hann var þó ekki sammála að Van Dijk væri betri en Jaap Stam. Þá voru þeir báðir sammála um að setja Keane sjálfan inn í liðið en Carragher sagði að fjögurra manna miðja Man Utd á þessum tíma (1999) líklega þá bestu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Carragher vildi þó stilla liðinu upp í 4-3-3 á meðan Keane valdi miðjuna eins og hún lagði sig í sitt lið. Carragher valdi á endanum aðeins fjóra leikmenn Liverpool í sitt lið. „Ég veit bara ekki hvar við komum hinum Man Utd leikmönnunum fyrir. Til dæmis Ryan Giggs,“ sagði Keane eftir að hafa fyllt miðjuna af leikmönnum sem spiluðu 1999. „Ryan Giggs kemst ekki í mitt lið,“ svaraði Carragher snögglega. Þá fyrst fór að hitna í kolunum. Keane vildi halda Dwight Yorke og Andy Cole saman frammi og notaði rökin að ef það væri bara verið að dæma leikmenn yfir þetta staka tímabil þá yrðu þeir að vera saman frammi. Írinn sagði að ef Liverpool myndi vinna þrennuna, líkt og United gerði, þá myndi hann mögulega íhuga að skipta um skoðun. Hann sagði þó að hann myndi aðeins bæta við tveimur Liverpool mönnum ef þeim tækist að vinna alla þrjá bikarana sem eru í boði. Að lokum var stigafjöldi liðanna ræddur en Man Utd endaði með 79 stig þegar tímabilinu lauk, Liverpool er með 76 núna og fer nánast örugglega yfir 100 stiga múrinn. „Þegar þú vinnur deildina færðu eina medalíu, þú snýrð henni ekki við og það stendur hvað þú vannst deildina með mörgum stigum,“ var svar Keane við þeim ummælum. Þetta skemmtilega innslag má sjá hér að neðan. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Todd Cantwell eftirsóttur | Liverpool líklegast Talið er að ríkjandi Evrópu- og verðandi Englandsmeistarar Liverpool séu líklegasti áfangastaður hins unga Todd Cantwell þegar félagaskiptagluggi ensku úrvalsdeildarinnar opnar aftur í sumar. 17. febrúar 2020 17:00 Liverpool mætti tapa síðustu þrettán leikjum sínum en United gæti samt ekki náð þeim Þótt að Liverpool fengi ekki stig í viðbót í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili þá yrði liðið samt fyrir ofan Manchester United. Það eru liðin 29 ár síðan að Liverpool endaði ofar en United á tveimur tímabilum í röð. 17. febrúar 2020 15:30 Segja að De Bruyne ætti að fara til Liverpool ef það verður brunaútsala há City Manchester City gæti misst sínar stærstu stjörnur í sumar standi harður dómur Knattspyrnusambands Evrópu um tveggja ára bann frá Meistaradeildinni. Mörg félög gætu haft áhuga á að næla í þessa leikmenn. 17. febrúar 2020 08:00 Solskjær saknar þess enn að spila Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, fór yfir víðan völl í viðtal við Sky Sports á dögunum. 17. febrúar 2020 06:30 Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjá meira
Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United, og Jaime Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, voru saman í stúdíóinu hjá Sky Sports í Monday Night Football í gær þegar leikur Chelsea og Manchester United var sýndur. Reyndu þeir að setja saman sameiginlegt lið Manchester United frá 1999 og Liverpool í dag. Roy Keane valdi á endanum aðeins tvo leikmenn Liverpool í sitt lið. Raunar eftir langa umhugsun var hann kominn niður í einn. Sameiginlegt lið Roy Keane Það fór því eðlilega allt í háaloft í kjölfarið. Gallinn við samanburðinn er að sjálfsögðu sá að Manchester United liðið spilaði nær eingöngu 4-4-2 á meðan Liverpool leikur 4-3-3. Skemmtileg umræða myndaðist í kringum hægri bakvarðarstöðuna en Gary Neville er að sjálfsögðu venjulega með Carragher í Monday Night Football.Carragher vildi þó meina að Trent Alexander-Arnold hefði vinninginn einfaldlega vegna þess hve gífurlega mikilvægur hann er Liverpool liðinu í dag og hversu mikil áhrif hann hefur á spilamennsku liðsins. Keane var á endanum sammála, en samt ekki. Miðverðirnir völdu sig nánast sjálfir og var Virgil van Dijk eini leikmaður Liverpool sem Keane var viss um að kæmist í Man Utd liðið frá 1999. Hann var þó ekki sammála að Van Dijk væri betri en Jaap Stam. Þá voru þeir báðir sammála um að setja Keane sjálfan inn í liðið en Carragher sagði að fjögurra manna miðja Man Utd á þessum tíma (1999) líklega þá bestu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Carragher vildi þó stilla liðinu upp í 4-3-3 á meðan Keane valdi miðjuna eins og hún lagði sig í sitt lið. Carragher valdi á endanum aðeins fjóra leikmenn Liverpool í sitt lið. „Ég veit bara ekki hvar við komum hinum Man Utd leikmönnunum fyrir. Til dæmis Ryan Giggs,“ sagði Keane eftir að hafa fyllt miðjuna af leikmönnum sem spiluðu 1999. „Ryan Giggs kemst ekki í mitt lið,“ svaraði Carragher snögglega. Þá fyrst fór að hitna í kolunum. Keane vildi halda Dwight Yorke og Andy Cole saman frammi og notaði rökin að ef það væri bara verið að dæma leikmenn yfir þetta staka tímabil þá yrðu þeir að vera saman frammi. Írinn sagði að ef Liverpool myndi vinna þrennuna, líkt og United gerði, þá myndi hann mögulega íhuga að skipta um skoðun. Hann sagði þó að hann myndi aðeins bæta við tveimur Liverpool mönnum ef þeim tækist að vinna alla þrjá bikarana sem eru í boði. Að lokum var stigafjöldi liðanna ræddur en Man Utd endaði með 79 stig þegar tímabilinu lauk, Liverpool er með 76 núna og fer nánast örugglega yfir 100 stiga múrinn. „Þegar þú vinnur deildina færðu eina medalíu, þú snýrð henni ekki við og það stendur hvað þú vannst deildina með mörgum stigum,“ var svar Keane við þeim ummælum. Þetta skemmtilega innslag má sjá hér að neðan.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Todd Cantwell eftirsóttur | Liverpool líklegast Talið er að ríkjandi Evrópu- og verðandi Englandsmeistarar Liverpool séu líklegasti áfangastaður hins unga Todd Cantwell þegar félagaskiptagluggi ensku úrvalsdeildarinnar opnar aftur í sumar. 17. febrúar 2020 17:00 Liverpool mætti tapa síðustu þrettán leikjum sínum en United gæti samt ekki náð þeim Þótt að Liverpool fengi ekki stig í viðbót í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili þá yrði liðið samt fyrir ofan Manchester United. Það eru liðin 29 ár síðan að Liverpool endaði ofar en United á tveimur tímabilum í röð. 17. febrúar 2020 15:30 Segja að De Bruyne ætti að fara til Liverpool ef það verður brunaútsala há City Manchester City gæti misst sínar stærstu stjörnur í sumar standi harður dómur Knattspyrnusambands Evrópu um tveggja ára bann frá Meistaradeildinni. Mörg félög gætu haft áhuga á að næla í þessa leikmenn. 17. febrúar 2020 08:00 Solskjær saknar þess enn að spila Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, fór yfir víðan völl í viðtal við Sky Sports á dögunum. 17. febrúar 2020 06:30 Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjá meira
Todd Cantwell eftirsóttur | Liverpool líklegast Talið er að ríkjandi Evrópu- og verðandi Englandsmeistarar Liverpool séu líklegasti áfangastaður hins unga Todd Cantwell þegar félagaskiptagluggi ensku úrvalsdeildarinnar opnar aftur í sumar. 17. febrúar 2020 17:00
Liverpool mætti tapa síðustu þrettán leikjum sínum en United gæti samt ekki náð þeim Þótt að Liverpool fengi ekki stig í viðbót í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili þá yrði liðið samt fyrir ofan Manchester United. Það eru liðin 29 ár síðan að Liverpool endaði ofar en United á tveimur tímabilum í röð. 17. febrúar 2020 15:30
Segja að De Bruyne ætti að fara til Liverpool ef það verður brunaútsala há City Manchester City gæti misst sínar stærstu stjörnur í sumar standi harður dómur Knattspyrnusambands Evrópu um tveggja ára bann frá Meistaradeildinni. Mörg félög gætu haft áhuga á að næla í þessa leikmenn. 17. febrúar 2020 08:00
Solskjær saknar þess enn að spila Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, fór yfir víðan völl í viðtal við Sky Sports á dögunum. 17. febrúar 2020 06:30