Seinni bylgjan: Jóhann Gunnar brast í söng þegar hann sjá mömmumyndirnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2020 10:00 Hvítu Riddararnir með myndir af mömmum sínum í leiknum á móti Haukum. Mynd/S2 Sport Eyjamenn hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu og mömmu útspil stuðningsmanna félagsins í bikarleiknum á móti FH fór ekki alltof vel ofan í fólk. Strákarnir í Hvítu Riddurunum mættu til leiks með nýja taktík í leikinn á móti Haukum. Þeir héldu sig við mömmurnar en núna voru þeir komnir með sínar eigin mömmur. „Þeir virðast reyndar ekki alveg kunna að skrifa mömmur, sem er eitthvað fyrir íslensku kennara að skoða. Þarna mættu þeir með sínar mömmur og stilltu þeim síðan upp,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson í Seinni bylgjunni og um leið mátti sjá myndbrot af Hvítu Riddurunum með mömmumyndirnar sínar. „Hvað finnst ykkur um þetta?,“ spurði Henry Birgir sérfræðinga sína í þættinum. Jóhann Gunnar Einarsson brast þá í söng: „Ég á gamlar myndir og geymi meira að segja nokkur gömul bréf frá þér,“ söng Jóhann Gunnar og Logi Geirsson tók undir en þetta er að sjálfsögðu vel þekkt Skítamóralslag. „Þeir eru heldur betur búnir að vera í umræðunni. Ég veit ekki alveg hvað er satt í þessu FH máli þar sem allt sprakk upp,“ sagði Jóhann Gunnar en Henry Birgir vildi svör: „Gengu þeir of langt eða ekki?,“ spurði Henry Birgir. „Ég vinn mikið með unglingum og hef lúmskt gaman af þessu. Vissulega ekki einhverjum dónaskap. Ég fór að hugsa þetta. Ef ég hefði mætt á völl og einhver krakki væri með mynd af mömmu minni þá hefði það alveg verið óþægilegt. Þetta er ógeðslega sniðugt,“ sagði Jóhann Gunnar. „Ef þeir eru að kalla þær einhverjum ljótum nöfnum eða að gera grína af þeim þá er það ekki í lagi. Mér finnst þessar myndir mjög skemmtilegar. Mér finnst þetta bara krydda,“ sagði Jóhann Gunnar. „Þetta er ekkert nýtt en þetta er rosalega þunn lína. Ég er búinn að heyra sögur héðan og þaðan. Þetta er ekkert stórmál. Fólk vill hafa ákveðinn klassa yfir þessu. Ég held að við séum alveg á sömu línu í þessu. Við fílum banterinn, lætin og stemmninguna en það verður að vera virðing í þessu líka,“ sagði Logi Geirsson. „Ég gæti ekki hugsað mér Olís deildina án þess að vera með Hvítu Riddarana í deildinni,“ sagði Jóhann Gunnar en það má finna alla umræðuna um mömmumyndirnar í Seinni bylgjunni í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Gæti ekki hugsað mér Olís deildina án þess að vera með Hvítu Riddarana í deildinni Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira
Eyjamenn hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu og mömmu útspil stuðningsmanna félagsins í bikarleiknum á móti FH fór ekki alltof vel ofan í fólk. Strákarnir í Hvítu Riddurunum mættu til leiks með nýja taktík í leikinn á móti Haukum. Þeir héldu sig við mömmurnar en núna voru þeir komnir með sínar eigin mömmur. „Þeir virðast reyndar ekki alveg kunna að skrifa mömmur, sem er eitthvað fyrir íslensku kennara að skoða. Þarna mættu þeir með sínar mömmur og stilltu þeim síðan upp,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson í Seinni bylgjunni og um leið mátti sjá myndbrot af Hvítu Riddurunum með mömmumyndirnar sínar. „Hvað finnst ykkur um þetta?,“ spurði Henry Birgir sérfræðinga sína í þættinum. Jóhann Gunnar Einarsson brast þá í söng: „Ég á gamlar myndir og geymi meira að segja nokkur gömul bréf frá þér,“ söng Jóhann Gunnar og Logi Geirsson tók undir en þetta er að sjálfsögðu vel þekkt Skítamóralslag. „Þeir eru heldur betur búnir að vera í umræðunni. Ég veit ekki alveg hvað er satt í þessu FH máli þar sem allt sprakk upp,“ sagði Jóhann Gunnar en Henry Birgir vildi svör: „Gengu þeir of langt eða ekki?,“ spurði Henry Birgir. „Ég vinn mikið með unglingum og hef lúmskt gaman af þessu. Vissulega ekki einhverjum dónaskap. Ég fór að hugsa þetta. Ef ég hefði mætt á völl og einhver krakki væri með mynd af mömmu minni þá hefði það alveg verið óþægilegt. Þetta er ógeðslega sniðugt,“ sagði Jóhann Gunnar. „Ef þeir eru að kalla þær einhverjum ljótum nöfnum eða að gera grína af þeim þá er það ekki í lagi. Mér finnst þessar myndir mjög skemmtilegar. Mér finnst þetta bara krydda,“ sagði Jóhann Gunnar. „Þetta er ekkert nýtt en þetta er rosalega þunn lína. Ég er búinn að heyra sögur héðan og þaðan. Þetta er ekkert stórmál. Fólk vill hafa ákveðinn klassa yfir þessu. Ég held að við séum alveg á sömu línu í þessu. Við fílum banterinn, lætin og stemmninguna en það verður að vera virðing í þessu líka,“ sagði Logi Geirsson. „Ég gæti ekki hugsað mér Olís deildina án þess að vera með Hvítu Riddarana í deildinni,“ sagði Jóhann Gunnar en það má finna alla umræðuna um mömmumyndirnar í Seinni bylgjunni í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Gæti ekki hugsað mér Olís deildina án þess að vera með Hvítu Riddarana í deildinni
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira