„Tom, ertu tilbúinn að semja?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. febrúar 2020 11:08 Tom Hagen og Anne-Elisabeth Hagen. Vísir/AP Tom Hagen, eiginmaður Anne-Elisabeth Hagen sem hvarf frá heimili þeirra hjóna í Noregi haustið 2018, fór á svig við ráðleggingar lögreglu og greiddi meintum mannræningjum konu sinnar 1,3 milljónir evra í fyrra. Þetta gerði hann eftir að honum barst bréf í júlí síðastliðnum, þar sem ræningjarnir skerptu á kröfum sínum og upplýstu hann um heilsufar Anne-Elisabeth. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan 31. október 2018. Rannsókn á hvarfi hennar er ein sú umfangsmesta í sögu norskrar lögreglu. Í upphafi var gengið frá því að Anne-Elisabeth hefði verið rænt og talið að henni væri haldið í gíslingu. Í janúar var hvarf hennar hins vegar formlega skráð sem óupplýst morðmál og Anne-Elisabeth þannig skráð myrt daginn sem hún hvarf í kerfum lögreglu. Komu víða við Norska dagblaðið VG greinir nú fyrir helgi frá efnistökum skeytis, sem barst Hagen-fjölskyldunni stafrænt þann 8. júlí í fyrra. Á þeim tímapunkti hafði ekkert heyrst í hinum meintu mannræningjum í fimm mánuði. VG birtir skilaboðin ekki orðrétt, og virðist raunar ekki hafa þau undir höndum, en kveðst hafa rætt við fólk sem hefur lesið þau. Í frétt blaðsins segir að skilaboðin séu rituð á illlæsilegri samsuðu mismunandi tungumála en megininntak þeirra sé eftirfarandi: Tom, ertu tilbúinn að semja? Það væru mistök að svíkja okkur, skilurðu það? Mannræningjarnir ávarpa þar Tom Hagen, eiginmann Anne-Elisabeth, með nafni. Þá virðist sem þeir geri honum ljóst að það yrðu mistök af hans hálfu að svíkja þá. Þeir upplýsa Tom Hagen jafnframt um heilsufar Anne-Elisabeth; honum er tjáð að Anne-Elisabeth sé á lífi og hafi beðið lengi eftir honum. Þá er hann upplýstur um hvað það myndi kosta að fá sönnun fyrir því að Anne-Elisabeth sé á lífi. Tommy Brøske yfirmaður rannsóknardeildar hjá norsku lögreglunni á blaðamannafundi vegna hvarfs Anne-Elisabeth.Vísir/EPA Tommy Brøske, yfirlögregluþjónn sem stýrt hefur rannsókninni á hvarfi Anne-Elisabeth, staðfestir í samtali við VG að ræningjarnir hafi komið víða við í skilaboðunum sem bárust þann 8. júlí. Hann geti þó ekki tjáð sig frekar um efni þeirra á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Tímasetningin grunsamleg Þá greinir VG frá því að fram að þessu hafi Tom Hagen fylgt fyrirmælum lögreglu í samskiptum við mannræningjana. Hann hafi reitt fram nokkrar greiðslur í rafmynt, allar tiltölulega lágar, líkt og ræningjarnir fóru fram á í kröfubréfinu sem skilið var eftir á heimili Hagen-hjónanna daginn sem Anne-Elisabeth hvarf. Heildarkrafa þeirra var þó um hundrað milljónir Bandaríkjadalir í rafmyntinni Monero. Eftir að skilaboðin bárust 8. júlí fór Tom Hagen hins vegar á svig við ráðleggingar lögreglu og sendi ræningjunum 1,3 milljónir evra, um 180 milljónir íslenskra króna. Sú upphæð var samkvæmt nýjum kröfum ræningjanna sem útlistaðar voru í skilaboðunum Ekkert hefur heyrst frá ræningjunum síðan en lögreglu hefur reynst ómögulegt að rekja skilaboðin. Þá segir Brøske tímasetningu þeirra grunsamlega, í ljósi þess sem á undan var gengið. Ein kenning lögreglu er sú að mannræningjarnir hafi sett sig í samband við fjölskylduna 8. júlí vegna þess að rúmri viku áður hafði lögregla tilkynnt að gengið væri út frá því að Anne-Elisabeth hefði verið ráðinn bani. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Lögregla leitar svara hjá skókaupendum Lögregla í Noregi beinir nú sjónum sínum að sporum sem fundust á heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, sem var rænt af heimili sínu í Lørenskógi í lok október í fyrra. 17. desember 2019 23:55 Settu sig í samband við meinta mannræningja fyrr í mánuðinum Fjölskylda Anne-Elisabeth Hagen sendi fyrr í þessum mánuði skilaboð til þeirra sem grunaðir eru um að hafa annað hvort myrt hana eða rænt henni í október í fyrra. 30. október 2019 16:36 Anne-Elisabeth nú skráð myrt daginn sem hún hvarf Mál Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem hvarf af heimili sínu í Lørenskógi í nágrenni Óslóar í Noregi, telst nú óupplýst morðmál. 22. janúar 2020 13:08 Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Tom Hagen, eiginmaður Anne-Elisabeth Hagen sem hvarf frá heimili þeirra hjóna í Noregi haustið 2018, fór á svig við ráðleggingar lögreglu og greiddi meintum mannræningjum konu sinnar 1,3 milljónir evra í fyrra. Þetta gerði hann eftir að honum barst bréf í júlí síðastliðnum, þar sem ræningjarnir skerptu á kröfum sínum og upplýstu hann um heilsufar Anne-Elisabeth. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan 31. október 2018. Rannsókn á hvarfi hennar er ein sú umfangsmesta í sögu norskrar lögreglu. Í upphafi var gengið frá því að Anne-Elisabeth hefði verið rænt og talið að henni væri haldið í gíslingu. Í janúar var hvarf hennar hins vegar formlega skráð sem óupplýst morðmál og Anne-Elisabeth þannig skráð myrt daginn sem hún hvarf í kerfum lögreglu. Komu víða við Norska dagblaðið VG greinir nú fyrir helgi frá efnistökum skeytis, sem barst Hagen-fjölskyldunni stafrænt þann 8. júlí í fyrra. Á þeim tímapunkti hafði ekkert heyrst í hinum meintu mannræningjum í fimm mánuði. VG birtir skilaboðin ekki orðrétt, og virðist raunar ekki hafa þau undir höndum, en kveðst hafa rætt við fólk sem hefur lesið þau. Í frétt blaðsins segir að skilaboðin séu rituð á illlæsilegri samsuðu mismunandi tungumála en megininntak þeirra sé eftirfarandi: Tom, ertu tilbúinn að semja? Það væru mistök að svíkja okkur, skilurðu það? Mannræningjarnir ávarpa þar Tom Hagen, eiginmann Anne-Elisabeth, með nafni. Þá virðist sem þeir geri honum ljóst að það yrðu mistök af hans hálfu að svíkja þá. Þeir upplýsa Tom Hagen jafnframt um heilsufar Anne-Elisabeth; honum er tjáð að Anne-Elisabeth sé á lífi og hafi beðið lengi eftir honum. Þá er hann upplýstur um hvað það myndi kosta að fá sönnun fyrir því að Anne-Elisabeth sé á lífi. Tommy Brøske yfirmaður rannsóknardeildar hjá norsku lögreglunni á blaðamannafundi vegna hvarfs Anne-Elisabeth.Vísir/EPA Tommy Brøske, yfirlögregluþjónn sem stýrt hefur rannsókninni á hvarfi Anne-Elisabeth, staðfestir í samtali við VG að ræningjarnir hafi komið víða við í skilaboðunum sem bárust þann 8. júlí. Hann geti þó ekki tjáð sig frekar um efni þeirra á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Tímasetningin grunsamleg Þá greinir VG frá því að fram að þessu hafi Tom Hagen fylgt fyrirmælum lögreglu í samskiptum við mannræningjana. Hann hafi reitt fram nokkrar greiðslur í rafmynt, allar tiltölulega lágar, líkt og ræningjarnir fóru fram á í kröfubréfinu sem skilið var eftir á heimili Hagen-hjónanna daginn sem Anne-Elisabeth hvarf. Heildarkrafa þeirra var þó um hundrað milljónir Bandaríkjadalir í rafmyntinni Monero. Eftir að skilaboðin bárust 8. júlí fór Tom Hagen hins vegar á svig við ráðleggingar lögreglu og sendi ræningjunum 1,3 milljónir evra, um 180 milljónir íslenskra króna. Sú upphæð var samkvæmt nýjum kröfum ræningjanna sem útlistaðar voru í skilaboðunum Ekkert hefur heyrst frá ræningjunum síðan en lögreglu hefur reynst ómögulegt að rekja skilaboðin. Þá segir Brøske tímasetningu þeirra grunsamlega, í ljósi þess sem á undan var gengið. Ein kenning lögreglu er sú að mannræningjarnir hafi sett sig í samband við fjölskylduna 8. júlí vegna þess að rúmri viku áður hafði lögregla tilkynnt að gengið væri út frá því að Anne-Elisabeth hefði verið ráðinn bani.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Lögregla leitar svara hjá skókaupendum Lögregla í Noregi beinir nú sjónum sínum að sporum sem fundust á heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, sem var rænt af heimili sínu í Lørenskógi í lok október í fyrra. 17. desember 2019 23:55 Settu sig í samband við meinta mannræningja fyrr í mánuðinum Fjölskylda Anne-Elisabeth Hagen sendi fyrr í þessum mánuði skilaboð til þeirra sem grunaðir eru um að hafa annað hvort myrt hana eða rænt henni í október í fyrra. 30. október 2019 16:36 Anne-Elisabeth nú skráð myrt daginn sem hún hvarf Mál Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem hvarf af heimili sínu í Lørenskógi í nágrenni Óslóar í Noregi, telst nú óupplýst morðmál. 22. janúar 2020 13:08 Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Lögregla leitar svara hjá skókaupendum Lögregla í Noregi beinir nú sjónum sínum að sporum sem fundust á heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, sem var rænt af heimili sínu í Lørenskógi í lok október í fyrra. 17. desember 2019 23:55
Settu sig í samband við meinta mannræningja fyrr í mánuðinum Fjölskylda Anne-Elisabeth Hagen sendi fyrr í þessum mánuði skilaboð til þeirra sem grunaðir eru um að hafa annað hvort myrt hana eða rænt henni í október í fyrra. 30. október 2019 16:36
Anne-Elisabeth nú skráð myrt daginn sem hún hvarf Mál Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem hvarf af heimili sínu í Lørenskógi í nágrenni Óslóar í Noregi, telst nú óupplýst morðmál. 22. janúar 2020 13:08