Jóhanna Júlía náði ekki að fylgja eftir frábærri byrjun á Norwegian CrossFit mótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2020 13:30 Jóhanna Júlía Júlíusdóttir var í fyrsta sæti eftir fyrsta daginn en endaði í áttunda sæti. Mynd/Instagram/johannajuliusdottir Þrír Íslendingar tóku þátt í Norwegian CrossFit Championship sem fór fram í Storefjell fjallabænum um helgina. Í boði voru sæti á heimsleikunum í haust fyrir sigurvegarana eða þá sem enduðu hæst af þeim voru ekki búin að tryggja sig inn. Haraldur Holgersson og Ingimar Jónsson tóku þátt í karlakeppninni en Jóhanna Júlía Júlíusdóttir í kvennakeppninni. Haraldur Holgersson náði bestum árangri íslensku keppendanna með því að enda í fimmta sæti. Jóhanna Júlía Júlíusdóttir byrjaði mótið hins vegar frábærlega og var í fyrsta sæti eftir fyrsta daginn. Hún náði ekki alveg að fylgja því eftir, datt niður í fjórða sæti eftir annan daginn og endaði síðan í áttunda sæti. View this post on Instagram My first competition of the year is over Great weekend and some crazy strong girls out there Some things went well but always something to improve On to the next one . . . @norwegiancrossfitchampionship @prepared.programming #crossfitxy @crossfitxy #cfsudurnes @cfsudurnes #hleðsla @hledsla #sportvorur @sportvorur A post shared by Jóhanna Júlía Júlíusdóttir (@johannajuliusdottir) on Feb 16, 2020 at 10:40am PST Jóhanna Júlía náði öðru sætinu í fyrstu grein og varð síðan í þriðja sæti í grein tvö. Hún byrjaði síðan dag tvö með því að ná fimmta sætinu í grein þrjú. Jóhanna Júlía gaf síðan aðeins eftir á lokasprettinum og datt á endanum niður í áttunda sætið. Jóhanna Júlía var samt aðeins átta stigum frá fimmta sætinu en keppendur í fimmta til áttunda sætinu voru með á bilinu 632 til 640 stig. Haraldur Holgersson endaði í fimmta sæti í karlaflokki eftir að hafa náð 90 stigum í lokagreininni með því að verða þar þriðji. Það var besta greinin hans en hann náð fimmta sætinu í þremur greinum. Haraldur var aðeins fjórum stigum á undan sjötta sætinu en það var mun lengra upp í fjórða sætið eða 47 stig. Haraldur var 63 stigum frá því að komast á pall. Ingimar Jónsson endaði í ellefta sæti en hans besta grein var sú númer tvö þar sem Ingimar náði öðru sætinu. Ingimar var fimmti eftir fyrsta daginn Bandaríkjamaðurinn Griffin Roelle vann mótið í karlaflokki og tryggði sér um leið þátttökurétt á heimsleikunum í CrossFit í haust. Hjá konunum enduðu þær Gabriela Migala frá Póllandi og Andrea Solberg frá Noregi í tveimur efstu sætunum en þær voru þegar búnar að tryggja sig inn á heimsleikana. Sætið á heimsleikunum fór því til hinnar finnsku Sönnu Venäläinen. View this post on Instagram Final leaderboards from the Norwegian CrossFit Championship. Denotes Games invite. Our @norwegiancrossfitchampionship leaderboard is brought to you by @iceagemeals. Use the code "ICEAGENORWAY" for 35% off your order. (LINK IN BIO) - #crossfit #cfgames2020 #sanctionals #morningchalkup b A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Feb 16, 2020 at 11:22am PST CrossFit Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Sjá meira
Þrír Íslendingar tóku þátt í Norwegian CrossFit Championship sem fór fram í Storefjell fjallabænum um helgina. Í boði voru sæti á heimsleikunum í haust fyrir sigurvegarana eða þá sem enduðu hæst af þeim voru ekki búin að tryggja sig inn. Haraldur Holgersson og Ingimar Jónsson tóku þátt í karlakeppninni en Jóhanna Júlía Júlíusdóttir í kvennakeppninni. Haraldur Holgersson náði bestum árangri íslensku keppendanna með því að enda í fimmta sæti. Jóhanna Júlía Júlíusdóttir byrjaði mótið hins vegar frábærlega og var í fyrsta sæti eftir fyrsta daginn. Hún náði ekki alveg að fylgja því eftir, datt niður í fjórða sæti eftir annan daginn og endaði síðan í áttunda sæti. View this post on Instagram My first competition of the year is over Great weekend and some crazy strong girls out there Some things went well but always something to improve On to the next one . . . @norwegiancrossfitchampionship @prepared.programming #crossfitxy @crossfitxy #cfsudurnes @cfsudurnes #hleðsla @hledsla #sportvorur @sportvorur A post shared by Jóhanna Júlía Júlíusdóttir (@johannajuliusdottir) on Feb 16, 2020 at 10:40am PST Jóhanna Júlía náði öðru sætinu í fyrstu grein og varð síðan í þriðja sæti í grein tvö. Hún byrjaði síðan dag tvö með því að ná fimmta sætinu í grein þrjú. Jóhanna Júlía gaf síðan aðeins eftir á lokasprettinum og datt á endanum niður í áttunda sætið. Jóhanna Júlía var samt aðeins átta stigum frá fimmta sætinu en keppendur í fimmta til áttunda sætinu voru með á bilinu 632 til 640 stig. Haraldur Holgersson endaði í fimmta sæti í karlaflokki eftir að hafa náð 90 stigum í lokagreininni með því að verða þar þriðji. Það var besta greinin hans en hann náð fimmta sætinu í þremur greinum. Haraldur var aðeins fjórum stigum á undan sjötta sætinu en það var mun lengra upp í fjórða sætið eða 47 stig. Haraldur var 63 stigum frá því að komast á pall. Ingimar Jónsson endaði í ellefta sæti en hans besta grein var sú númer tvö þar sem Ingimar náði öðru sætinu. Ingimar var fimmti eftir fyrsta daginn Bandaríkjamaðurinn Griffin Roelle vann mótið í karlaflokki og tryggði sér um leið þátttökurétt á heimsleikunum í CrossFit í haust. Hjá konunum enduðu þær Gabriela Migala frá Póllandi og Andrea Solberg frá Noregi í tveimur efstu sætunum en þær voru þegar búnar að tryggja sig inn á heimsleikana. Sætið á heimsleikunum fór því til hinnar finnsku Sönnu Venäläinen. View this post on Instagram Final leaderboards from the Norwegian CrossFit Championship. Denotes Games invite. Our @norwegiancrossfitchampionship leaderboard is brought to you by @iceagemeals. Use the code "ICEAGENORWAY" for 35% off your order. (LINK IN BIO) - #crossfit #cfgames2020 #sanctionals #morningchalkup b A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Feb 16, 2020 at 11:22am PST
CrossFit Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Sjá meira