Óveðrið í dag mildaði höggið af „Denna dæmalausa“ á morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. febrúar 2020 23:34 Veðurofsinn við höfnina í Reykjavík í dag. Vísir/Vilhelm Óveðrið sem gekk yfir í dag lækkaði þrýstinginn yfir landinu, og gerir það að verkum að veður sem fylgir lægð morgundagsins verður skárra en ella, að sögn veðurfræðings. Það lægir í nótt en á morgun hvessir aftur og gular viðvaranir taka í gildi í nokkrum landshlutum. Lægðin sem nú er á leiðinni er afar djúp, ef til vill sögulega djúp líkt og áður hefur komið fram, en henni fylgir þó alls ekki jafnvont veður og í dag. „Sem betur fer,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Gular stormviðvaranir taka gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi um hádegisbil á morgun og verða í gildi fram eftir degi. Búast má við vindi 18-25 m/s og hviðum allt að 40 m/s við fjöll. Síðdegis og fram á aðfaranótt sunnudags verður svo mjög hvasst á Vestfjörðum og þar mun einnig snjóa. Þar tekur gul hríðarviðvörum gildi skömmu eftir hádegi. Sjá einnig: Föstudagslægðin er ekki „Denni dæmalausi“ sem kemur á laugardaginn Lægðin sem væntanleg er á morgun er annáluð lægð sem hlotið hefur nafnið Dennis víða í Evrópu – og fjölmiðlar hafa kallað Denna dæmalausa (e. Dennis the Menace), í höfuðið á vinsælli teiknimyndafígúru. „Hún [lægðin] er að stjórna veðrinu yfir öllu Norður-Atlantshafi og er að valda vandræðum í Bretlandi, Írlandi og Evrópu,“ segir Birgir. „Það sem við vorum með í dag var ekki hann [Denni], hann kemur núna í kjölfarið. Það má í rauninni segja að þetta veður í dag, eins slæmt og það var, geri það að verkum að þrýstingurinn hérna hafi lækkað svo mikið, og það hjálpar til við að gera þetta skárra.“ Viðvaranir morgundagsins.Skjáskot/veðurstofan Birgir segir að á morgun megi búast við töluvert skárra veðri á morgun en var í dag. Það lægir í nótt en í fyrramálið brestur á „venjulegt leiðindaveður“, með gulum viðvörunum á áðurnefndum stöðum og norðaustanstrekkingi, 10-18 m/s, á höfuðborgarsvæðinu. Í höfuðborginni verður jafnframt þurrt að mestu. Þá lægir aðfaranótt sunnudags og búast má við hæglætisveðri yfir daginn. Síðdegis hvessir þó aftur og þá fer að snjóa fyrir norðan. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á sunnudag: Austlæg átt, víða 3-10 m/s. Skýjað austanlands og dálítil él með suðurströndinni, en bjartviðri á vestanverðu landinu. Vaxandi norðaustanátt síðdegis, 13-20 norðantil um kvöldið með snjókomu. Frost 1 til 8 stig, en hiti nálægt frostmarki við ströndina. Á mánudag: Norðan og norðaustan 10-18, snjókoma norðan- og austanlands en léttskýjað sunnantil. Dregur úr vindi og ofankomu síðdegis. Hiti breytist lítið. Á þriðjudag: Fremur hæg suðlæg átt með éljum sunnan- og vestanlands, en léttir til um landið norðan- og austanvert. Frost 0 til 9 stig, kaldast norðanlands. Á miðvikudag: Vaxandi austlæg átt með snjókomu eða slyddu, einkum sunnanlands. Hlýnandi veður. Á fimmtudag: Suðvestlæg eða breytileg átt með slyddu eða snjókomu, en þurrviðri norðaustanlands. Hiti nálægt frostmarki. Á föstudag: Útlit fyrir breytilega átt með snjókomu eða éljum og kólnandi veðri. Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Líkleg heimsmetalægð nálgast landið Lægðin mun líklegast ekki valda miklum glundroða á Íslandi en dýpt hennar gæti þó orðið söguleg. 14. febrúar 2020 18:10 Föstudagslægðin er ekki „Denni dæmalausi“ sem kemur á laugardaginn Óveðrið sem von er á á föstudaginn er ekki lægðin "Denni dæmalausi“ eins og sagt hefur verið frá í fjölmiðlum. Denni mætir á svæðið á laugardaginn og mun hafa meiri áhrif á Bretlandi en hér við land. 12. febrúar 2020 18:30 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Sjá meira
Óveðrið sem gekk yfir í dag lækkaði þrýstinginn yfir landinu, og gerir það að verkum að veður sem fylgir lægð morgundagsins verður skárra en ella, að sögn veðurfræðings. Það lægir í nótt en á morgun hvessir aftur og gular viðvaranir taka í gildi í nokkrum landshlutum. Lægðin sem nú er á leiðinni er afar djúp, ef til vill sögulega djúp líkt og áður hefur komið fram, en henni fylgir þó alls ekki jafnvont veður og í dag. „Sem betur fer,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Gular stormviðvaranir taka gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi um hádegisbil á morgun og verða í gildi fram eftir degi. Búast má við vindi 18-25 m/s og hviðum allt að 40 m/s við fjöll. Síðdegis og fram á aðfaranótt sunnudags verður svo mjög hvasst á Vestfjörðum og þar mun einnig snjóa. Þar tekur gul hríðarviðvörum gildi skömmu eftir hádegi. Sjá einnig: Föstudagslægðin er ekki „Denni dæmalausi“ sem kemur á laugardaginn Lægðin sem væntanleg er á morgun er annáluð lægð sem hlotið hefur nafnið Dennis víða í Evrópu – og fjölmiðlar hafa kallað Denna dæmalausa (e. Dennis the Menace), í höfuðið á vinsælli teiknimyndafígúru. „Hún [lægðin] er að stjórna veðrinu yfir öllu Norður-Atlantshafi og er að valda vandræðum í Bretlandi, Írlandi og Evrópu,“ segir Birgir. „Það sem við vorum með í dag var ekki hann [Denni], hann kemur núna í kjölfarið. Það má í rauninni segja að þetta veður í dag, eins slæmt og það var, geri það að verkum að þrýstingurinn hérna hafi lækkað svo mikið, og það hjálpar til við að gera þetta skárra.“ Viðvaranir morgundagsins.Skjáskot/veðurstofan Birgir segir að á morgun megi búast við töluvert skárra veðri á morgun en var í dag. Það lægir í nótt en í fyrramálið brestur á „venjulegt leiðindaveður“, með gulum viðvörunum á áðurnefndum stöðum og norðaustanstrekkingi, 10-18 m/s, á höfuðborgarsvæðinu. Í höfuðborginni verður jafnframt þurrt að mestu. Þá lægir aðfaranótt sunnudags og búast má við hæglætisveðri yfir daginn. Síðdegis hvessir þó aftur og þá fer að snjóa fyrir norðan. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á sunnudag: Austlæg átt, víða 3-10 m/s. Skýjað austanlands og dálítil él með suðurströndinni, en bjartviðri á vestanverðu landinu. Vaxandi norðaustanátt síðdegis, 13-20 norðantil um kvöldið með snjókomu. Frost 1 til 8 stig, en hiti nálægt frostmarki við ströndina. Á mánudag: Norðan og norðaustan 10-18, snjókoma norðan- og austanlands en léttskýjað sunnantil. Dregur úr vindi og ofankomu síðdegis. Hiti breytist lítið. Á þriðjudag: Fremur hæg suðlæg átt með éljum sunnan- og vestanlands, en léttir til um landið norðan- og austanvert. Frost 0 til 9 stig, kaldast norðanlands. Á miðvikudag: Vaxandi austlæg átt með snjókomu eða slyddu, einkum sunnanlands. Hlýnandi veður. Á fimmtudag: Suðvestlæg eða breytileg átt með slyddu eða snjókomu, en þurrviðri norðaustanlands. Hiti nálægt frostmarki. Á föstudag: Útlit fyrir breytilega átt með snjókomu eða éljum og kólnandi veðri.
Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Líkleg heimsmetalægð nálgast landið Lægðin mun líklegast ekki valda miklum glundroða á Íslandi en dýpt hennar gæti þó orðið söguleg. 14. febrúar 2020 18:10 Föstudagslægðin er ekki „Denni dæmalausi“ sem kemur á laugardaginn Óveðrið sem von er á á föstudaginn er ekki lægðin "Denni dæmalausi“ eins og sagt hefur verið frá í fjölmiðlum. Denni mætir á svæðið á laugardaginn og mun hafa meiri áhrif á Bretlandi en hér við land. 12. febrúar 2020 18:30 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Sjá meira
Líkleg heimsmetalægð nálgast landið Lægðin mun líklegast ekki valda miklum glundroða á Íslandi en dýpt hennar gæti þó orðið söguleg. 14. febrúar 2020 18:10
Föstudagslægðin er ekki „Denni dæmalausi“ sem kemur á laugardaginn Óveðrið sem von er á á föstudaginn er ekki lægðin "Denni dæmalausi“ eins og sagt hefur verið frá í fjölmiðlum. Denni mætir á svæðið á laugardaginn og mun hafa meiri áhrif á Bretlandi en hér við land. 12. febrúar 2020 18:30