Óttast að engisprettufaraldur valdi hungursneyð í Austur-Afríku Kjartan Kjartansson skrifar 14. febrúar 2020 12:14 Kenískur bóndi glímir við engisprettusveim í janúar. Vísir/EPA Sameinuðu þjóðirnar telja að nokkur lönd í Austur-Afríku gæti verið á barmi hungursneyðar nái menn ekki tökum á ógurlegum engisprettusveimi sem hefur lagst á akra og beitarland fljótlega. Tilraunir til að hafa hemil á plágunni hafa reynst árangurslausar fram að þessu. Hundruð milljarðar engisprettna tæta nú í sig allt ætilegt í Eþíópíu, Sómalíu, Kenía, Tansaníu og Úganda. Óttast er að engispretturnar eigi eftir að fjölga sér enn frekar. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) varar við því að þær fjölgi sér svo hratt að fjöldinn gæti hafa fimmhundruðfaldast í júní. Stofnun hefur óskað eftir því að alþjóðasamfélagið leggi til um 76 milljónir dollara, jafnvirði um 9,7 milljarða íslenskra króna, til þess að úða skordýraeitri yfir sveimina úr lofti. Það er talin árangursríkasta leiðin til að glíma við pláguna en ríkin skortir búnað og fjármuni til þess, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Verði útbreiðsla engisprettanna ekki takmörkuð þurfi alþjóðasamfélagið að öðrum kosti að leggja til umfangsmikla matvælaaðstoð í mannúðarástandi sem gæti farið úr böndunum, að sögn Dominique Burgeon, forstöðumanns neyðarmála hjá FAO. Engisprettufaraldurinn nú er talinn sá versti í Kenía í 70 ár og sá versti í Eþíópíu og Sómalíu í aldarfjórðung. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í allri Sómalíu vegna hans. Talið er að engispretturnar hafi komið frá Jemen fyrir um þremur mánuðum. Eþíópía Kenía Sameinuðu þjóðirnar Sómalía Tansanía Úganda Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar telja að nokkur lönd í Austur-Afríku gæti verið á barmi hungursneyðar nái menn ekki tökum á ógurlegum engisprettusveimi sem hefur lagst á akra og beitarland fljótlega. Tilraunir til að hafa hemil á plágunni hafa reynst árangurslausar fram að þessu. Hundruð milljarðar engisprettna tæta nú í sig allt ætilegt í Eþíópíu, Sómalíu, Kenía, Tansaníu og Úganda. Óttast er að engispretturnar eigi eftir að fjölga sér enn frekar. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) varar við því að þær fjölgi sér svo hratt að fjöldinn gæti hafa fimmhundruðfaldast í júní. Stofnun hefur óskað eftir því að alþjóðasamfélagið leggi til um 76 milljónir dollara, jafnvirði um 9,7 milljarða íslenskra króna, til þess að úða skordýraeitri yfir sveimina úr lofti. Það er talin árangursríkasta leiðin til að glíma við pláguna en ríkin skortir búnað og fjármuni til þess, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Verði útbreiðsla engisprettanna ekki takmörkuð þurfi alþjóðasamfélagið að öðrum kosti að leggja til umfangsmikla matvælaaðstoð í mannúðarástandi sem gæti farið úr böndunum, að sögn Dominique Burgeon, forstöðumanns neyðarmála hjá FAO. Engisprettufaraldurinn nú er talinn sá versti í Kenía í 70 ár og sá versti í Eþíópíu og Sómalíu í aldarfjórðung. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í allri Sómalíu vegna hans. Talið er að engispretturnar hafi komið frá Jemen fyrir um þremur mánuðum.
Eþíópía Kenía Sameinuðu þjóðirnar Sómalía Tansanía Úganda Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira