Enginn sleppur alveg undan sprengilægðinni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. febrúar 2020 12:10 Búast má við margvíslegum samgöngutruflunum á föstudag. Vísir/vilhelm Mikið kuldakast skellur á rétt áður en djúp lægð kemur inn til landsins á föstudag. Útlit er fyrir að Veðurstofa Íslands muni innan tíðar virkja appelsínugula veðurviðvörun fyrir allstórt landsvæði fyrir föstudag. Enginn landshluti sleppur við sprengilægðina en líklegt að Norðausturland og Austurland sleppi einna best. „Það er harðnandi frost í dag, við erum að spá -20 á norðaustuanverðu landinu í nótt. Það er nú þegar nokkuð kalt á landinu, frost víða þrjú til átta stig. Svo nálgast djúp lægð á morgun með vaxandi austanátt, þá fer að draga úr frostinu,“ segir Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands um lægðina á föstudag, sem verður ansi djúp. „Það verður alveg rúmlega þrjátíu metra á sekúndu sum staðar, þannig að það er mjög hvasst. Svo hvessir líka fyrir norðan síðdegis á föstudag og lægðinni fylgir úrkoma, snjókoma í fyrstu og svo slydda og jafnvel rigning syðst og austast,“ segir Þorsteinn.Sjá einnig: Kuldakast meðan djúpu lægðarinnar er beðiðSeinna í dag verða veðurviðvaranir Veðurstofunnar uppfærðar og nýjar gefnar út. „Þær verða nokkrar appelsínugular, þetta er það slæmt veður.“ Enginn landshluti sleppur við sprengilægðina þrátt fyrir að Norðausturland og Austurland sleppi best. Þorsteinn á von á að appelsínugular viðvaranir verði gefnar út fyrir stærstan hluta landsins fyrir föstudag. Hann á von á að toppurinn í óveðrinu verði um hádegisbil. „Það er vaxandi veðurhæð alla nóttina, nær hámarki undir hádegi syðst en það verður áfram hvasst frameftir degi. Svo fer að draga úr vindi um kvöldið sunnan- og austanlands en þá er jafnframt að hvessa norðvestantil. Þar verður komið vonskuveður seinni partinn. Það er enginn landshluti sem sleppur alveg; bæði þessi mikli vindur og svo úrkoma sunnan- og austanlands og á Vestfjörðum. Það verður varað við ýmsu á eftir,“ segir Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur sem á von á að mikil röskun verði á flugi og samgöngum. Rétt sé að endurskoða ferðaáætlanir um helgina því vonskuveður er einnig í kortunum fyrir föstudag og þá sé gott að huga vel að eigum sínum utandyra og fara að öllu með gát. Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Kuldakast meðan djúpu lægðarinnar er beðið Það herðir enn á frosti í kvöld, en í nótt og fyrramálið gæti 20 stiga frost eða meira mælst á einhverjum stöðum. 12. febrúar 2020 07:08 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Mikið kuldakast skellur á rétt áður en djúp lægð kemur inn til landsins á föstudag. Útlit er fyrir að Veðurstofa Íslands muni innan tíðar virkja appelsínugula veðurviðvörun fyrir allstórt landsvæði fyrir föstudag. Enginn landshluti sleppur við sprengilægðina en líklegt að Norðausturland og Austurland sleppi einna best. „Það er harðnandi frost í dag, við erum að spá -20 á norðaustuanverðu landinu í nótt. Það er nú þegar nokkuð kalt á landinu, frost víða þrjú til átta stig. Svo nálgast djúp lægð á morgun með vaxandi austanátt, þá fer að draga úr frostinu,“ segir Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands um lægðina á föstudag, sem verður ansi djúp. „Það verður alveg rúmlega þrjátíu metra á sekúndu sum staðar, þannig að það er mjög hvasst. Svo hvessir líka fyrir norðan síðdegis á föstudag og lægðinni fylgir úrkoma, snjókoma í fyrstu og svo slydda og jafnvel rigning syðst og austast,“ segir Þorsteinn.Sjá einnig: Kuldakast meðan djúpu lægðarinnar er beðiðSeinna í dag verða veðurviðvaranir Veðurstofunnar uppfærðar og nýjar gefnar út. „Þær verða nokkrar appelsínugular, þetta er það slæmt veður.“ Enginn landshluti sleppur við sprengilægðina þrátt fyrir að Norðausturland og Austurland sleppi best. Þorsteinn á von á að appelsínugular viðvaranir verði gefnar út fyrir stærstan hluta landsins fyrir föstudag. Hann á von á að toppurinn í óveðrinu verði um hádegisbil. „Það er vaxandi veðurhæð alla nóttina, nær hámarki undir hádegi syðst en það verður áfram hvasst frameftir degi. Svo fer að draga úr vindi um kvöldið sunnan- og austanlands en þá er jafnframt að hvessa norðvestantil. Þar verður komið vonskuveður seinni partinn. Það er enginn landshluti sem sleppur alveg; bæði þessi mikli vindur og svo úrkoma sunnan- og austanlands og á Vestfjörðum. Það verður varað við ýmsu á eftir,“ segir Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur sem á von á að mikil röskun verði á flugi og samgöngum. Rétt sé að endurskoða ferðaáætlanir um helgina því vonskuveður er einnig í kortunum fyrir föstudag og þá sé gott að huga vel að eigum sínum utandyra og fara að öllu með gát.
Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Kuldakast meðan djúpu lægðarinnar er beðið Það herðir enn á frosti í kvöld, en í nótt og fyrramálið gæti 20 stiga frost eða meira mælst á einhverjum stöðum. 12. febrúar 2020 07:08 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Kuldakast meðan djúpu lægðarinnar er beðið Það herðir enn á frosti í kvöld, en í nótt og fyrramálið gæti 20 stiga frost eða meira mælst á einhverjum stöðum. 12. febrúar 2020 07:08