Erdogan hótar stjórnarher Assad Samúel Karl Ólason skrifar 12. febrúar 2020 11:08 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/AP Tyrkir munu gera árásir á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, víðsvegar um Sýrland, verði tyrkneskir hermenn fyrir frekari árásum í Idlib-héraði í Sýrlandi. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í morgun og sagði hann meðal annars koma til greina að gera loftárásir á stjórnarherinn. Erdogan sagði ríkisstjórn sína staðráðna í að reka stjórnarherinn aftur í Idlib en stjórnarherinn og aðrir Assad-liðar hafa sótt fram þar gegn víga- og uppreisnarhópum sem halda til í héraðinu. Minnst þrettán tyrkneskir hermenn hafa fallið á undanförnum dögum. Tyrkir segjast hafa fellt um 200 hermenn stjórnarhersins í hefndarárásum. Stjórnarherinn, studdur af Rússum og Íran, hóf sókn sína fyrir nokkrum vikum og hafa hundruð þúsundir almennra borgara flúið heimili sín vegna sóknarinnar og reynt að komast til Tyrklands. Tyrkir styðja við bakið á mörgum þeirra hópa sem eru starfræktir í Idlib. Þá hafa Tyrkir notað einhverja þeirra til að herja á sýrlenska Kúrda. Sjá einnig: Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgast Tyrkir gerðu árið 2018 samkomulag við Rússa um landamæri Idlib og að þar yrði skapað nokkurs konar „herlaust svæði“. Einn af skilmálum þessa samkomulags er að hryðjuverkamenn yfirgefi svæðið. Rússar segja það ekki hafa gerst. Fregnir hafa borist af ýmsum ódæðum stjórnarhersins í Idlib. Meðal annars hafa birst myndbönd af hermönnum vanvirða grafir. Erdogan hefur sakað stjórnarherinn um fjöldamorð á almennum borgurum. Rússland Sýrland Tyrkland Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Tyrkir munu gera árásir á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, víðsvegar um Sýrland, verði tyrkneskir hermenn fyrir frekari árásum í Idlib-héraði í Sýrlandi. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í morgun og sagði hann meðal annars koma til greina að gera loftárásir á stjórnarherinn. Erdogan sagði ríkisstjórn sína staðráðna í að reka stjórnarherinn aftur í Idlib en stjórnarherinn og aðrir Assad-liðar hafa sótt fram þar gegn víga- og uppreisnarhópum sem halda til í héraðinu. Minnst þrettán tyrkneskir hermenn hafa fallið á undanförnum dögum. Tyrkir segjast hafa fellt um 200 hermenn stjórnarhersins í hefndarárásum. Stjórnarherinn, studdur af Rússum og Íran, hóf sókn sína fyrir nokkrum vikum og hafa hundruð þúsundir almennra borgara flúið heimili sín vegna sóknarinnar og reynt að komast til Tyrklands. Tyrkir styðja við bakið á mörgum þeirra hópa sem eru starfræktir í Idlib. Þá hafa Tyrkir notað einhverja þeirra til að herja á sýrlenska Kúrda. Sjá einnig: Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgast Tyrkir gerðu árið 2018 samkomulag við Rússa um landamæri Idlib og að þar yrði skapað nokkurs konar „herlaust svæði“. Einn af skilmálum þessa samkomulags er að hryðjuverkamenn yfirgefi svæðið. Rússar segja það ekki hafa gerst. Fregnir hafa borist af ýmsum ódæðum stjórnarhersins í Idlib. Meðal annars hafa birst myndbönd af hermönnum vanvirða grafir. Erdogan hefur sakað stjórnarherinn um fjöldamorð á almennum borgurum.
Rússland Sýrland Tyrkland Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira