Handbolti

Teitur með átta og Ágúst fékk stig gegn toppliðinu

Sindri Sverrisson skrifar
Ágúst Elí Björgvinsson og Viktor Gísli Hallgrímsson í undankeppni EM í fyrra.
Ágúst Elí Björgvinsson og Viktor Gísli Hallgrímsson í undankeppni EM í fyrra. vísir/andri

Ágúst Elí Björgvinsson varði mark meistara Sävehof í kvöld þegar liðið gerði 31-31 jafntefli við topplið Alingsås á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Ágúst varði 8 skot af 33 sem hann fékk á sig og var með 24% markvörslu, samkvæmt heimasíðu deildarinnar. Sävehof er nú með 28 stig í 7. sæti, tólf stigum á eftir Alingsås. Aron Dagur Pálsson var á leikskýrslu hjá Alingsås en skoraði ekki úr sínu eina skoti í leiknum.

Kristianstad vann 33-25 sigur gegn Varberg á útivelli þar sem Teitur Örn Einarsson var næstmarkahæstur með 8 mörk úr tíu tilraunum. Kristianstad er án fyrirliðans Ólafs Guðmundssonar um þessar mundir en hann verður frá keppni næstu 2-3 vikurnar vegna tognunar í kálfa. Kristianstad er með 34 stig í 3. sæti, sex stigum á eftir Alingsås en með tvo leiki til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×