Handbolti

Þorgrímur Smári: Kveikti í Lalla bróður með hrauni í hálfleik

Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke skrifar
Þorgrímur Smári Ólafsson reyndist Fram dýrmætur í kvöld.
Þorgrímur Smári Ólafsson reyndist Fram dýrmætur í kvöld. Vísir/bára

„Þetta vannst á frábærri varnarvinnu sem var extra góð í seinni hálfleik,“ sagði Þorgrímur Smári Ólafsson, leikmaður Fram eftir 28-24 sigur á ÍR í Olís-deild karla í kvöld. Toggi, eins og hann er oft kallaður, sagði leikinn hafa verið kaflaskiptan. Liðin skiptust á áhlaupum og Fram átti síðasta áhlaupið.

Toggi var næst spurður út í frammistöðu Lárusar Helga, bróður síns, í seinni hálfleik. „Ég hraunaði smá yfir hann í hálfleik og hann labbaði út úr klefanum. Ég gerði það af því ég var drullulélegur undir lok fyrri hálfleiksins. Ég veit ekki hvort það hjálpaði til í dag en hann stóð sig frábærlega.“

„We are on a run,“ bætti Þorgrímur við og vonaðist eftir fleiri sigrum. Að lokum var Toggi spurður út í Ólaf Jóhann Magnússon sem gekk í raðir Fram í janúar.

„Hann Óli er frábær í liði og frábært að fá þennan óheiðarlega mann inn í klefa.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×