Hanna „League Pass“ þjónustu fyrir ensku úrvalsdeildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2020 09:00 Premflix gæti verið framtíðin fyrir áhugafólk um enska fótboltann. Hér á landi væri örugglega mikill áhugi. Samsett/Getty Áhugafólk um NBA og NFL deildirnar í Bandaríkjunum þekkja það að nota „League Pass“ eða „Game Pass“ þjónusturnar til að fylgjast með öllum leikjum deildanna í beinni útsendingu. Nú gæti svona þjónusta verið að fæðast fyrir ensku úrvalsdeildina. Sjónvarpsfyrirtækin hafa barist um sýningarrétt á ensku úrvalsdeildinni undanfarið og nú síðast fór sýningarrétturinn frá Sýn yfir á Símann. Sá samningur gildir frá 2019 til 2022. Enska úrvalsdeildin er vinsælt efni en um leið gríðarlega dýrt efni fyrir íslensku sjónvarpsstöðvarnar. Nýjustu fréttir innan forystusveitar ensku úrvalsdeildarinnar gæti haft mikið áhrif á framtíðarfyrirkomulag þessa mála sem og næsta samning hér á Íslandi. Enska úrvalsdeildin er nú fyrir alvöru að skoða möguleikana á því að búa til streymisveitu sem þeir líkja við Netflix en verður væntanlega mun líkari leikjaþjónustuveitum NFL og NBA deildanna. Enska úrvalsdeildin var að íhuga það að prófa slíkt kerfi á völdum mörkuðum í síðasta samningi en hætti við það. Ísland gæti verið kjörin tilraunastaður fyrir fyrstu útgáfu af PremFlix. Lítill markaður þar sem er mikill áhugi á ensku úrvalsdeildinni og hefð fyrir því að nýta sér þjónustu íþróttastreymisveitna eins og „League Pass“ hjá NBA og „Game Pass“ hjá NFL. Can watch every single Premier League match Shown live across 188 countries £10-per-month PremFlix and chill is coming https://t.co/k4jRhz3wDx— GiveMeSport (@GiveMeSport) February 9, 2020 Richard Masters, nýr framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar, hefur sagt frá þessum framtíðarplönum en þær myndu væntanlega þýða endalok fyrir hefðbundna útsendingaaðila. „Í síðustu samningagerð fyrir 2019-22 tímabilin þá eyddum við miklum tíma og lögðum mikið í það að auka okkar þekkingu og styrkja okkur í því að geta sent leiki beint til áhorfandans,“ sagði Richard Masters. „Við vorum að hugsa um að þá að prófa nokkra markaði en við ákváðum á endanum að gera það ekki. Við vorum tilbúin síðast og við verðum tilbúin seinna ef tækifærið gefst. Á endanum mun enska úrvalsdeildin fara í það að vera bæði í því að selja útsendingaréttinn til rétthafa sem og að senda sjálf leikina beint til áhorfenda,“ sagði Masters. Enska úrvalsdeildin fær yfir þrjá milljarða punda, yfir 489 milljarða íslenskra króna, á hverju ári fyrir sjónvarpsréttinn en yfir 200 milljónir heimila í 188 löndum heimsins kaupa sér aðgang að ensku úrvalsdeildinni. Verðhugmynd ensku úrvalsdeildarinnar er að það gæti kostað 10 pund á mánuði að kaupa sér aðgang að nýju veitunni og um leið möguleikanum á að horfa á alla leiki í beinni útsendingu. Tíu pund eru rúmlega 1600 krónur íslenskar sem er mun lægra verð en menn út í heimi eru að borga fyrir enska boltann. Með því að eyða út milliliðunum þá gæti enska úrvalsdeildin fengið inn mun meiri pening frá ákveðnum mörkuðum í gegnum þessa framtíðar efnisveitu sína. Milljarðarnir þrír gætu þá breyst í tíu eða jafnvel fimmtán milljarða punda á hverju ári. Hér fyrir neðan má sjá skemmtilega útskýringu á þessu öllu saman. Bíó og sjónvarp Enski boltinn Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Sjá meira
Áhugafólk um NBA og NFL deildirnar í Bandaríkjunum þekkja það að nota „League Pass“ eða „Game Pass“ þjónusturnar til að fylgjast með öllum leikjum deildanna í beinni útsendingu. Nú gæti svona þjónusta verið að fæðast fyrir ensku úrvalsdeildina. Sjónvarpsfyrirtækin hafa barist um sýningarrétt á ensku úrvalsdeildinni undanfarið og nú síðast fór sýningarrétturinn frá Sýn yfir á Símann. Sá samningur gildir frá 2019 til 2022. Enska úrvalsdeildin er vinsælt efni en um leið gríðarlega dýrt efni fyrir íslensku sjónvarpsstöðvarnar. Nýjustu fréttir innan forystusveitar ensku úrvalsdeildarinnar gæti haft mikið áhrif á framtíðarfyrirkomulag þessa mála sem og næsta samning hér á Íslandi. Enska úrvalsdeildin er nú fyrir alvöru að skoða möguleikana á því að búa til streymisveitu sem þeir líkja við Netflix en verður væntanlega mun líkari leikjaþjónustuveitum NFL og NBA deildanna. Enska úrvalsdeildin var að íhuga það að prófa slíkt kerfi á völdum mörkuðum í síðasta samningi en hætti við það. Ísland gæti verið kjörin tilraunastaður fyrir fyrstu útgáfu af PremFlix. Lítill markaður þar sem er mikill áhugi á ensku úrvalsdeildinni og hefð fyrir því að nýta sér þjónustu íþróttastreymisveitna eins og „League Pass“ hjá NBA og „Game Pass“ hjá NFL. Can watch every single Premier League match Shown live across 188 countries £10-per-month PremFlix and chill is coming https://t.co/k4jRhz3wDx— GiveMeSport (@GiveMeSport) February 9, 2020 Richard Masters, nýr framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar, hefur sagt frá þessum framtíðarplönum en þær myndu væntanlega þýða endalok fyrir hefðbundna útsendingaaðila. „Í síðustu samningagerð fyrir 2019-22 tímabilin þá eyddum við miklum tíma og lögðum mikið í það að auka okkar þekkingu og styrkja okkur í því að geta sent leiki beint til áhorfandans,“ sagði Richard Masters. „Við vorum að hugsa um að þá að prófa nokkra markaði en við ákváðum á endanum að gera það ekki. Við vorum tilbúin síðast og við verðum tilbúin seinna ef tækifærið gefst. Á endanum mun enska úrvalsdeildin fara í það að vera bæði í því að selja útsendingaréttinn til rétthafa sem og að senda sjálf leikina beint til áhorfenda,“ sagði Masters. Enska úrvalsdeildin fær yfir þrjá milljarða punda, yfir 489 milljarða íslenskra króna, á hverju ári fyrir sjónvarpsréttinn en yfir 200 milljónir heimila í 188 löndum heimsins kaupa sér aðgang að ensku úrvalsdeildinni. Verðhugmynd ensku úrvalsdeildarinnar er að það gæti kostað 10 pund á mánuði að kaupa sér aðgang að nýju veitunni og um leið möguleikanum á að horfa á alla leiki í beinni útsendingu. Tíu pund eru rúmlega 1600 krónur íslenskar sem er mun lægra verð en menn út í heimi eru að borga fyrir enska boltann. Með því að eyða út milliliðunum þá gæti enska úrvalsdeildin fengið inn mun meiri pening frá ákveðnum mörkuðum í gegnum þessa framtíðar efnisveitu sína. Milljarðarnir þrír gætu þá breyst í tíu eða jafnvel fimmtán milljarða punda á hverju ári. Hér fyrir neðan má sjá skemmtilega útskýringu á þessu öllu saman.
Bíó og sjónvarp Enski boltinn Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Sjá meira