Blikar ekki í sóttkví í Noregi - Nýr þjálfari tekur við Rosenborg eftir leik Sindri Sverrisson skrifar 18. ágúst 2020 14:31 Höskuldur Gunnlaugsson og félagar í Breiðabliki eru velkomnir til Noregs en Åge Hareide mun ekki stýra Rosenborg gegn þeim. samsett/daníel/getty Norska knattspyrnufélagið Rosenborg kynnti í dag hinn reynslumikla Åge Hareide sem nýjan þjálfara liðsins. Hann mun þó ekki stýra liðinu gegn Breiðabliki. Breiðablik og Rosenborg mætast í Þrándheimi 27. ágúst, í forkeppni Evrópudeildar karla í fótbolta. Óvissa ríkti um það hvort staða Íslands á rauðum lista í Noregi, sem þýðir að íslenskir ferðamenn þurfa að fara í sóttkví við komu til Noregs, hefði áhrif á Blika. Þeirri óvissu hefur nú verið eytt og sleppa Blikar við sóttkví. Þetta staðfesti Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, við Vísi í dag. Breiðablik mun því ferðast eftir sinni áætlun, út til Noregs þann 25. ágúst og svo heim aftur eftir leik tveimur sólarhringum síðar. Þá verður væntanlega orðið ljóst hvort knattspyrnulið fái undanþágu frá reglum um sóttkví við komu til Íslands, vegna leikja á vegum UEFA þar sem gerðar eru strangar kröfur um sóttvarnir. Fyllti í skarðið í tvo mánuði og stýrir Rosenborg geng Blikum Hinn nýi þjálfari Rosenborg, Hareide, hefur stýrt liðum til meistaratitils í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, auk þess að þjálfa norska og danska landsliðið. Það er einmitt Rosenborg sem hann stýrði til meistaratitils í Noregi árið 2003. Hareide mun þó ekki hefja störf að nýju hjá Rosenborg fyrr en 1. september. Rosenborg hóf þjálfaraleit eftir að Eirik Horneland hætti hjá liðinu 26. júní síðastliðinn. Síðustu tvo mánuði hefur Trond Henriksen stýrt liðinu til bráðabirgða og hann verður við stjórnvölinn í leiknum við Breiðablik. Norski boltinn Breiðablik Evrópudeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Stefnt á að Blikar spili í Þrándheimi þó Ísland sé á rauðum lista Þrátt fyrir að Ísland sé nú komið á rauðan lista í Noregi er enn stefnt að því að Breiðablik mæti Rosenborg í Þrándheimi í forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta. 12. ágúst 2020 17:30 Ísland komið á rauðan lista í Noregi: Evrópuleikur Blika í hættu? Ísland er komið á rauðan lista hjá Norðmönnum og þar með er Evrópuleikur Breiðabliks og Rosenborg í hættu. 12. ágúst 2020 13:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Sjá meira
Norska knattspyrnufélagið Rosenborg kynnti í dag hinn reynslumikla Åge Hareide sem nýjan þjálfara liðsins. Hann mun þó ekki stýra liðinu gegn Breiðabliki. Breiðablik og Rosenborg mætast í Þrándheimi 27. ágúst, í forkeppni Evrópudeildar karla í fótbolta. Óvissa ríkti um það hvort staða Íslands á rauðum lista í Noregi, sem þýðir að íslenskir ferðamenn þurfa að fara í sóttkví við komu til Noregs, hefði áhrif á Blika. Þeirri óvissu hefur nú verið eytt og sleppa Blikar við sóttkví. Þetta staðfesti Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, við Vísi í dag. Breiðablik mun því ferðast eftir sinni áætlun, út til Noregs þann 25. ágúst og svo heim aftur eftir leik tveimur sólarhringum síðar. Þá verður væntanlega orðið ljóst hvort knattspyrnulið fái undanþágu frá reglum um sóttkví við komu til Íslands, vegna leikja á vegum UEFA þar sem gerðar eru strangar kröfur um sóttvarnir. Fyllti í skarðið í tvo mánuði og stýrir Rosenborg geng Blikum Hinn nýi þjálfari Rosenborg, Hareide, hefur stýrt liðum til meistaratitils í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, auk þess að þjálfa norska og danska landsliðið. Það er einmitt Rosenborg sem hann stýrði til meistaratitils í Noregi árið 2003. Hareide mun þó ekki hefja störf að nýju hjá Rosenborg fyrr en 1. september. Rosenborg hóf þjálfaraleit eftir að Eirik Horneland hætti hjá liðinu 26. júní síðastliðinn. Síðustu tvo mánuði hefur Trond Henriksen stýrt liðinu til bráðabirgða og hann verður við stjórnvölinn í leiknum við Breiðablik.
Norski boltinn Breiðablik Evrópudeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Stefnt á að Blikar spili í Þrándheimi þó Ísland sé á rauðum lista Þrátt fyrir að Ísland sé nú komið á rauðan lista í Noregi er enn stefnt að því að Breiðablik mæti Rosenborg í Þrándheimi í forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta. 12. ágúst 2020 17:30 Ísland komið á rauðan lista í Noregi: Evrópuleikur Blika í hættu? Ísland er komið á rauðan lista hjá Norðmönnum og þar með er Evrópuleikur Breiðabliks og Rosenborg í hættu. 12. ágúst 2020 13:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Sjá meira
Stefnt á að Blikar spili í Þrándheimi þó Ísland sé á rauðum lista Þrátt fyrir að Ísland sé nú komið á rauðan lista í Noregi er enn stefnt að því að Breiðablik mæti Rosenborg í Þrándheimi í forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta. 12. ágúst 2020 17:30
Ísland komið á rauðan lista í Noregi: Evrópuleikur Blika í hættu? Ísland er komið á rauðan lista hjá Norðmönnum og þar með er Evrópuleikur Breiðabliks og Rosenborg í hættu. 12. ágúst 2020 13:00