Lærbrotnaði í svifflugi á Kirkjufelli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. febrúar 2020 20:06 Siggmaður hjá Landhelgisgæslunni á leið upp í þyrlu með lærbrotna karlmanninn. Guðjón Ottó Bjarnason Ungur karlmaður við svifflug brotnaði á læri og var fluttur með þyrlu úr suðurhlíðum Kirkjufells við Grundarfjörð eftir hádegi í dag. Björgunaraðgerðir gengu með besta móti en um fimmtíu manns komu að þeim. Ægir Þór Þórsson, björgunarsveitarmaður hjá Lífsbjörg í Snæfellsbæ, segir unga manninn líklega hafa lent í ógöngum skömmu eftir að hann fór fram af fjallinu. Hann hafi ekki verið mjög hátt uppi í fjallinu og um 45 mínútur hafi liðið frá útkalli og þar til fyrstu menn komust til hans. Hann segir um að ræða nokkuð vinsælan stað til að stunda svifflug. Björgunarsveitarmenn, sjúkraflutningamenn og læknir hafi komið að manninum sem hafi reynst lærbrotinn eftir að hafa lent frekar illa á grjóti. Var hann nokkuð kvalinn en læknir gaf honum verkjastillandi á meðan flutningur var undirbúinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom á vettvang og voru aðstæður nógu góðar til þess að þyrlan gat staðsett sig vel fyrir ofan fólkið. Var ungi maðurinn því undirbúinn fyrir hífingu og fluttur með þyrlunni á Landspítalann í Reykjavík. Ægir Þór segir líklega um fimmtíu manns hafa komið að aðgerðum með einum eða öðrum hætti. Björgunarsveitarfólk úr Klakki á Grundarfirði, Lífsbjörg í Snæfellsbæ og Berserkjum í Stykkishólmi. Veður hafi verið með besta móti en nokkuð snjóþungt. Því hafi komið sér vel að geta híft manninn um borð í þyrluna í stað þess að setja upp fjallabjörgunarkerfi og taka manninn landleiðina niður. Páll Jökull Pétursson ljósmyndari fylgidst með björgunaraðgerðum og náði myndum sem sjá má að neðan. Björgunarsveitir Grundarfjörður Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Þyrla kölluð til vegna slyss í Kirkjufelli Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð vestur á Snæfellsnes að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi. 29. febrúar 2020 16:09 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ungur karlmaður við svifflug brotnaði á læri og var fluttur með þyrlu úr suðurhlíðum Kirkjufells við Grundarfjörð eftir hádegi í dag. Björgunaraðgerðir gengu með besta móti en um fimmtíu manns komu að þeim. Ægir Þór Þórsson, björgunarsveitarmaður hjá Lífsbjörg í Snæfellsbæ, segir unga manninn líklega hafa lent í ógöngum skömmu eftir að hann fór fram af fjallinu. Hann hafi ekki verið mjög hátt uppi í fjallinu og um 45 mínútur hafi liðið frá útkalli og þar til fyrstu menn komust til hans. Hann segir um að ræða nokkuð vinsælan stað til að stunda svifflug. Björgunarsveitarmenn, sjúkraflutningamenn og læknir hafi komið að manninum sem hafi reynst lærbrotinn eftir að hafa lent frekar illa á grjóti. Var hann nokkuð kvalinn en læknir gaf honum verkjastillandi á meðan flutningur var undirbúinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom á vettvang og voru aðstæður nógu góðar til þess að þyrlan gat staðsett sig vel fyrir ofan fólkið. Var ungi maðurinn því undirbúinn fyrir hífingu og fluttur með þyrlunni á Landspítalann í Reykjavík. Ægir Þór segir líklega um fimmtíu manns hafa komið að aðgerðum með einum eða öðrum hætti. Björgunarsveitarfólk úr Klakki á Grundarfirði, Lífsbjörg í Snæfellsbæ og Berserkjum í Stykkishólmi. Veður hafi verið með besta móti en nokkuð snjóþungt. Því hafi komið sér vel að geta híft manninn um borð í þyrluna í stað þess að setja upp fjallabjörgunarkerfi og taka manninn landleiðina niður. Páll Jökull Pétursson ljósmyndari fylgidst með björgunaraðgerðum og náði myndum sem sjá má að neðan.
Björgunarsveitir Grundarfjörður Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Þyrla kölluð til vegna slyss í Kirkjufelli Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð vestur á Snæfellsnes að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi. 29. febrúar 2020 16:09 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þyrla kölluð til vegna slyss í Kirkjufelli Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð vestur á Snæfellsnes að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi. 29. febrúar 2020 16:09