Áhyggjufull og minna á mikilvægi þess að reglum um sóttkví sé fylgt á Ísafirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. febrúar 2020 19:00 Aðstandendur langveikra barna eru áhyggjufullir um stöðu mála. Vísir/Sammi Nokkur reiði hefur blossað upp á Ísafirði í kjölfar þess að vakin var athygli á því á samfélagsmiðlum að einstaklingar í bænum sem væru í sóttkví hefðu ekki allir farið að fyrirmælum sóttvarnalæknis. Fólkið var á skíðum á Ítalíu og fóru tveir í einangrun en sýni hjá báðum reyndust neikvæð. Sjö eru í sóttkví sem stendur í bænum. Foreldrar langveiks barns voru meðal þeirra sem höfðu áhyggjur af því að ekki væri farið að ráðleggingum sóttvarnalæknis varðandi sóttkví. Vöktu þau athygli á áhyggjum sínum á samfélagsmiðlum þar sem fleiri aðstandendur langveikra barna tóku undir áhyggjurnar. Foreldrarnir vildu ekki ræða málið við Vísi og greinilegt að málið er nokkuð viðkvæmt í bænum. Segjast fá misvísandi skilaboð Fleiri hafa vakið athygli og hvatt fólk til að fara eftir leiðbeiningum og sinna samfélagsskyldu. Sóttkví sé til að verja aðra, ekki sjálfa sig. Fólk með undirliggjandi sjúkdóma virðist viðkvæmara en aðrir fyrir kórónuveirunni. Samkvæmt heimildum Vísis segjast sumir þeirra sem eru í sóttkví fara í einu og öllu eftir ráðleggingum og tóku athugasemdunum því ekki vel. Einhverjir hafa þó borið fyrir sig að hafa fengið misvísandi skilaboð um hvernig standa eigi að sóttkví. Ítarlegar leiðbeiningar um heimasóttkví er að finna á heimasíðu Landlæknis en um er að ræða nokkuð íþyngjandi úrræði. Sóttkví stendur yfir í fjórtán daga frá síðustu mögulegu smitun. Einstaklingur í sóttkví á að halda sig heima við og hafa bein samskipti við sem fæsta einstaklinga. Hann má ekki fara út af heimilinu nema brýna nauðsyn beri til og hann má ekki fara til vinnu eða skóla þar sem aðrir eru. Þá má einstaklingur í sóttkví ekki fara á mannamót eða út í búð en hann má fara í bíltúr á sínum einkabíl. Hann má þó ekki eiga samskipti við aðra í návígi í bíltúrnum, svo sem við bílalúgur veitingastaða. Göngutúr í lagi en halda sig frá fólki Þá má hann fara út á svalir eða í garð á heimili sínu en halda sig í 1-2 metra fjarlægð frá öðru fólki þar. Þá má hann fara í gönguferðir en halda sig í sömu fjarlægð frá fólki. Fólk á sama heimili sem var útsett fyrir sama smiti má vera saman í sóttkví. Hins vegar er æskilegt að aðilar á heimilinu sem hafa ekki verið útsettir fyrir smiti séu ekki á sama stað og þeir sem eru í sóttkví. Ef hjá því verður ekki komist á að koma í veg fyrir snertingu svo sem að sá í sóttkví noti sér baðherbergi og sofi í öðru herbergi. Ef sá sem er í sóttkví veikist þá þurfa hinir á heimilinu líka að fara í sóttkví. Hér má lesa ítarlegar leiðbeiningar varðandi heimasóttkví. Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51 Tvö sýni reyndust neikvæð á Ísafirði Fimm einstaklingar eru í sóttkví á Ísafirði og voru tveir settir í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Sýni úr báðum reyndust neikvæð og hefur þeim verið sleppt úr einangrun. 27. febrúar 2020 19:27 Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira
Nokkur reiði hefur blossað upp á Ísafirði í kjölfar þess að vakin var athygli á því á samfélagsmiðlum að einstaklingar í bænum sem væru í sóttkví hefðu ekki allir farið að fyrirmælum sóttvarnalæknis. Fólkið var á skíðum á Ítalíu og fóru tveir í einangrun en sýni hjá báðum reyndust neikvæð. Sjö eru í sóttkví sem stendur í bænum. Foreldrar langveiks barns voru meðal þeirra sem höfðu áhyggjur af því að ekki væri farið að ráðleggingum sóttvarnalæknis varðandi sóttkví. Vöktu þau athygli á áhyggjum sínum á samfélagsmiðlum þar sem fleiri aðstandendur langveikra barna tóku undir áhyggjurnar. Foreldrarnir vildu ekki ræða málið við Vísi og greinilegt að málið er nokkuð viðkvæmt í bænum. Segjast fá misvísandi skilaboð Fleiri hafa vakið athygli og hvatt fólk til að fara eftir leiðbeiningum og sinna samfélagsskyldu. Sóttkví sé til að verja aðra, ekki sjálfa sig. Fólk með undirliggjandi sjúkdóma virðist viðkvæmara en aðrir fyrir kórónuveirunni. Samkvæmt heimildum Vísis segjast sumir þeirra sem eru í sóttkví fara í einu og öllu eftir ráðleggingum og tóku athugasemdunum því ekki vel. Einhverjir hafa þó borið fyrir sig að hafa fengið misvísandi skilaboð um hvernig standa eigi að sóttkví. Ítarlegar leiðbeiningar um heimasóttkví er að finna á heimasíðu Landlæknis en um er að ræða nokkuð íþyngjandi úrræði. Sóttkví stendur yfir í fjórtán daga frá síðustu mögulegu smitun. Einstaklingur í sóttkví á að halda sig heima við og hafa bein samskipti við sem fæsta einstaklinga. Hann má ekki fara út af heimilinu nema brýna nauðsyn beri til og hann má ekki fara til vinnu eða skóla þar sem aðrir eru. Þá má einstaklingur í sóttkví ekki fara á mannamót eða út í búð en hann má fara í bíltúr á sínum einkabíl. Hann má þó ekki eiga samskipti við aðra í návígi í bíltúrnum, svo sem við bílalúgur veitingastaða. Göngutúr í lagi en halda sig frá fólki Þá má hann fara út á svalir eða í garð á heimili sínu en halda sig í 1-2 metra fjarlægð frá öðru fólki þar. Þá má hann fara í gönguferðir en halda sig í sömu fjarlægð frá fólki. Fólk á sama heimili sem var útsett fyrir sama smiti má vera saman í sóttkví. Hins vegar er æskilegt að aðilar á heimilinu sem hafa ekki verið útsettir fyrir smiti séu ekki á sama stað og þeir sem eru í sóttkví. Ef hjá því verður ekki komist á að koma í veg fyrir snertingu svo sem að sá í sóttkví noti sér baðherbergi og sofi í öðru herbergi. Ef sá sem er í sóttkví veikist þá þurfa hinir á heimilinu líka að fara í sóttkví. Hér má lesa ítarlegar leiðbeiningar varðandi heimasóttkví.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51 Tvö sýni reyndust neikvæð á Ísafirði Fimm einstaklingar eru í sóttkví á Ísafirði og voru tveir settir í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Sýni úr báðum reyndust neikvæð og hefur þeim verið sleppt úr einangrun. 27. febrúar 2020 19:27 Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira
Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51
Tvö sýni reyndust neikvæð á Ísafirði Fimm einstaklingar eru í sóttkví á Ísafirði og voru tveir settir í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Sýni úr báðum reyndust neikvæð og hefur þeim verið sleppt úr einangrun. 27. febrúar 2020 19:27
Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30