Meirihlutinn segir Guðmund hafa ákveðið að hætta Sylvía Hall skrifar 28. febrúar 2020 18:07 Guðmundur Gunnarsson lét af störfum sem bæjarstjóri í janúar. Vísir/Egill Meirihlutinn í Ísafjarðarbæ segir að Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóra Ísafjarðar, hafi sjálfur ákveðið að hætta. Það hafi hann gert þegar „þörfin var hvað mest fyrir samstöðu“ hjá sveitarfélaginu líkt og segir í yfirlýsingu meirihlutans. Guðmundur Gunnarsson lét af störfum í lok janúar, aðeins tveimur vikum eftir að snjóflóð féllu á Flateyri. Tæplega mánuði síðar greindi Guðmundur frá því að fjölskyldunni liði ekki vel í sveitarfélaginu og hefðu þau ákveðið að flytja frá Ísafirði. Sjá einnig: Upplifa fantabrögð og flýja Ísafjörð Mál Guðmundar hefur jafnframt vakið mikla athygli í fjölmiðlum, enda komu starfslok hans mörgum á óvart. Í dag lýsti Guðmundur því í viðtali við Mannlíf að meirihlutinn væri líkt og plantan í „Litlu hryllingsbúðinni“ - hún væri aldrei ánægð og fengi aldrei nóg. Meirihlutinn hefur ekki tjáð sig um stafslok Guðmundar fyrr en nú. „Á undanförnum vikum hefur talsverð fjölmiðlaumræða farið fram um starfslok Guðmundar Gunnarssonar sem bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Ekki síst hefur þessi fjölmiðlaumræða verið að frumkvæði Guðmundar sjálfs,“ segir í yfirlýsingu meirihlutans á vef Bæjarins Bestu. Guðmundur hafi óskað eftir trúnaði Í yfirlýsingunni segir að Guðmundur hafi óskað eftir því að trúnaður skyldi ríkja um ástæður starfslokanna sem hafi verið samþykkt. Meirihlutinn hafi samþykkt það og virt fram að þessu en nú finni meirihlutinn sig knúinn til þess að leiðrétta nokkrar sögusagnir eins og komist er að orði. „Þrátt fyrir margvíslegar sögusagnir, ekki síst frá Guðmundi sjálfum, er því rétt að leiðrétta nokkrar yfirlýsingar. Það er rangt sem haldið er fram að starfslokin tengist snjóflóðunum á Flateyri og Súgandafirði og það er rangt að bæjarstjóri hafi átt að vera strengjabrúða bæjarstjórnar.“ Þá telur meirihlutinn að Guðmundur hafi ekki gert sér ljóst hvert stjórnsýslulegt eðli starf bæjarstjóra er og að það hafi ekki uppfyllt væntingar hans miðað við frásagnir hans eftir starfslok. „Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar hefur verið samstíga í störfum sínum frá upphafi kjörtímabilsins. Það á einnig við um þá ákvörðun að ráða ópólitískan bæjarstjóra. Öllum ummælum um annað er vísað til föðurhúsanna,“ segir í yfirlýsingunni. Meirihlutinn segist jafnframt harma fjölmiðlaumfjöllun um málið og ummæli Guðmundar um bæði sveitarfélagið og samfélagið sjálft. Ísafjarðarbær Vistaskipti Tengdar fréttir Segir að framganga sín í tengslum við snjóflóðin hafi valdið ágreiningi Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að eftir á að hyggja hefði verið betra að leggja öll spilin og segja frá því hvað nákvæmlega gerðist í aðdraganda þess að hann hætti sem bæjarstjóri. 21. febrúar 2020 11:00 „Ég er örugglega frekur karl“ Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði, segir að eftirsjá verði af Guðmundi Gunnarssyni, fyrrverandi bæjarstjóra, og fjölskyldu hans á Ísafirði. Vilji fólk hins vegar ekki búa á svæðinu þá eigi það að fara í friði. 20. febrúar 2020 12:23 Segist ekki hafa mátt taka ákvarðanir án leyfis og lýsir „skrýtnu“ símtali frá Noregi Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, lýsir meirihlutanum í bæjarstjórn sem "plöntunni í Litlu hryllingsbúðinni“; aldrei ánægð og fær aldrei nóg. 28. febrúar 2020 08:25 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Fleiri fréttir Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira
Meirihlutinn í Ísafjarðarbæ segir að Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóra Ísafjarðar, hafi sjálfur ákveðið að hætta. Það hafi hann gert þegar „þörfin var hvað mest fyrir samstöðu“ hjá sveitarfélaginu líkt og segir í yfirlýsingu meirihlutans. Guðmundur Gunnarsson lét af störfum í lok janúar, aðeins tveimur vikum eftir að snjóflóð féllu á Flateyri. Tæplega mánuði síðar greindi Guðmundur frá því að fjölskyldunni liði ekki vel í sveitarfélaginu og hefðu þau ákveðið að flytja frá Ísafirði. Sjá einnig: Upplifa fantabrögð og flýja Ísafjörð Mál Guðmundar hefur jafnframt vakið mikla athygli í fjölmiðlum, enda komu starfslok hans mörgum á óvart. Í dag lýsti Guðmundur því í viðtali við Mannlíf að meirihlutinn væri líkt og plantan í „Litlu hryllingsbúðinni“ - hún væri aldrei ánægð og fengi aldrei nóg. Meirihlutinn hefur ekki tjáð sig um stafslok Guðmundar fyrr en nú. „Á undanförnum vikum hefur talsverð fjölmiðlaumræða farið fram um starfslok Guðmundar Gunnarssonar sem bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Ekki síst hefur þessi fjölmiðlaumræða verið að frumkvæði Guðmundar sjálfs,“ segir í yfirlýsingu meirihlutans á vef Bæjarins Bestu. Guðmundur hafi óskað eftir trúnaði Í yfirlýsingunni segir að Guðmundur hafi óskað eftir því að trúnaður skyldi ríkja um ástæður starfslokanna sem hafi verið samþykkt. Meirihlutinn hafi samþykkt það og virt fram að þessu en nú finni meirihlutinn sig knúinn til þess að leiðrétta nokkrar sögusagnir eins og komist er að orði. „Þrátt fyrir margvíslegar sögusagnir, ekki síst frá Guðmundi sjálfum, er því rétt að leiðrétta nokkrar yfirlýsingar. Það er rangt sem haldið er fram að starfslokin tengist snjóflóðunum á Flateyri og Súgandafirði og það er rangt að bæjarstjóri hafi átt að vera strengjabrúða bæjarstjórnar.“ Þá telur meirihlutinn að Guðmundur hafi ekki gert sér ljóst hvert stjórnsýslulegt eðli starf bæjarstjóra er og að það hafi ekki uppfyllt væntingar hans miðað við frásagnir hans eftir starfslok. „Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar hefur verið samstíga í störfum sínum frá upphafi kjörtímabilsins. Það á einnig við um þá ákvörðun að ráða ópólitískan bæjarstjóra. Öllum ummælum um annað er vísað til föðurhúsanna,“ segir í yfirlýsingunni. Meirihlutinn segist jafnframt harma fjölmiðlaumfjöllun um málið og ummæli Guðmundar um bæði sveitarfélagið og samfélagið sjálft.
Ísafjarðarbær Vistaskipti Tengdar fréttir Segir að framganga sín í tengslum við snjóflóðin hafi valdið ágreiningi Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að eftir á að hyggja hefði verið betra að leggja öll spilin og segja frá því hvað nákvæmlega gerðist í aðdraganda þess að hann hætti sem bæjarstjóri. 21. febrúar 2020 11:00 „Ég er örugglega frekur karl“ Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði, segir að eftirsjá verði af Guðmundi Gunnarssyni, fyrrverandi bæjarstjóra, og fjölskyldu hans á Ísafirði. Vilji fólk hins vegar ekki búa á svæðinu þá eigi það að fara í friði. 20. febrúar 2020 12:23 Segist ekki hafa mátt taka ákvarðanir án leyfis og lýsir „skrýtnu“ símtali frá Noregi Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, lýsir meirihlutanum í bæjarstjórn sem "plöntunni í Litlu hryllingsbúðinni“; aldrei ánægð og fær aldrei nóg. 28. febrúar 2020 08:25 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Fleiri fréttir Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira
Segir að framganga sín í tengslum við snjóflóðin hafi valdið ágreiningi Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að eftir á að hyggja hefði verið betra að leggja öll spilin og segja frá því hvað nákvæmlega gerðist í aðdraganda þess að hann hætti sem bæjarstjóri. 21. febrúar 2020 11:00
„Ég er örugglega frekur karl“ Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði, segir að eftirsjá verði af Guðmundi Gunnarssyni, fyrrverandi bæjarstjóra, og fjölskyldu hans á Ísafirði. Vilji fólk hins vegar ekki búa á svæðinu þá eigi það að fara í friði. 20. febrúar 2020 12:23
Segist ekki hafa mátt taka ákvarðanir án leyfis og lýsir „skrýtnu“ símtali frá Noregi Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, lýsir meirihlutanum í bæjarstjórn sem "plöntunni í Litlu hryllingsbúðinni“; aldrei ánægð og fær aldrei nóg. 28. febrúar 2020 08:25