Hættuspil hungurmarkanna Drífa Snædal skrifar 28. febrúar 2020 13:00 Verkfall Eflingar er okkur öll áminning um mikilvægi þeirra starfa sem unnin eru á vegum Reykjarvíkurborgar. Ruslafötur sem áður tæmdust án þess að nokkur gæfi því frekari gaum eru nú yfir fullar af rusli.Hjóla- og göngustígar sem hægt var að treysta á að yrðu ruddir eru nú ófærir og foreldrar leikskólabarna eru í miklum vandræðum, sérstaklega fólk sem hefur ekki tengslanet til að redda sér. Meðal þeirra sem eru í verkfalli er fólk sem lifir við fátækt og hefur jafnvel skammast sín fyrir launin sín. Fólk sem fengið hefur þau skilaboð frá samfélaginu að það sé einfaldlega ekki meira virði en launaseðillinn gefur til kynna. Því fylgir skömm. Að beita verkfallsvopninu er krafa um betri kjör en líka krafa um áheyrn og virðingu. Að halda starfsfólki við hungurmörk er hættuspil. Ekki einungis er það fullkomin vanvirðing heldur mun það leiða til þess að fólk fyllist örvæntingu og grípi til sinna aðgerða. Við höfum í áratugi talað um að leiðrétta launamun kynjanna, að leiðrétta kvennastörf sérstaklega. Allir sem hafa verið í almannasamtökum hafa kvittað uppá fjölda ályktana í þá veru, sérstaklega fólk sem hefur tekið þátt í stjórnmálum. Verkfallið er orðið langt og strangt og komið að þanþolum borgarinnar og borgaranna. Það fer hins vegar enginn í verkfall að gamni sínu, hvað þá að forystufólk geti með handafli fengið samþykkta verkfallsboðun meðal félagsmanna. Þeir sem tala svo sýna félagsmönnum Eflingar vanvirðingu og það verður sannanlega ekki til að leysa deiluna. Þrátt fyrir fullar rusalfötur og illfæra stíga í höfuðborginni óska ég öllum ánægjulegrar helgar með von um bjarta og árangursríka viku framundan. Drífa Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Verkfall Eflingar er okkur öll áminning um mikilvægi þeirra starfa sem unnin eru á vegum Reykjarvíkurborgar. Ruslafötur sem áður tæmdust án þess að nokkur gæfi því frekari gaum eru nú yfir fullar af rusli.Hjóla- og göngustígar sem hægt var að treysta á að yrðu ruddir eru nú ófærir og foreldrar leikskólabarna eru í miklum vandræðum, sérstaklega fólk sem hefur ekki tengslanet til að redda sér. Meðal þeirra sem eru í verkfalli er fólk sem lifir við fátækt og hefur jafnvel skammast sín fyrir launin sín. Fólk sem fengið hefur þau skilaboð frá samfélaginu að það sé einfaldlega ekki meira virði en launaseðillinn gefur til kynna. Því fylgir skömm. Að beita verkfallsvopninu er krafa um betri kjör en líka krafa um áheyrn og virðingu. Að halda starfsfólki við hungurmörk er hættuspil. Ekki einungis er það fullkomin vanvirðing heldur mun það leiða til þess að fólk fyllist örvæntingu og grípi til sinna aðgerða. Við höfum í áratugi talað um að leiðrétta launamun kynjanna, að leiðrétta kvennastörf sérstaklega. Allir sem hafa verið í almannasamtökum hafa kvittað uppá fjölda ályktana í þá veru, sérstaklega fólk sem hefur tekið þátt í stjórnmálum. Verkfallið er orðið langt og strangt og komið að þanþolum borgarinnar og borgaranna. Það fer hins vegar enginn í verkfall að gamni sínu, hvað þá að forystufólk geti með handafli fengið samþykkta verkfallsboðun meðal félagsmanna. Þeir sem tala svo sýna félagsmönnum Eflingar vanvirðingu og það verður sannanlega ekki til að leysa deiluna. Þrátt fyrir fullar rusalfötur og illfæra stíga í höfuðborginni óska ég öllum ánægjulegrar helgar með von um bjarta og árangursríka viku framundan. Drífa
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar