Vernd og varðveisla skipa Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 26. febrúar 2020 14:00 Ég tel það vera mjög mikilvægt að opinberir aðilar í samstarfi við t.d. einkaaðila taki höndum saman um varðveislu og viðhald gamalla skipa og báta og haldi þannig til haga mikilvægum þætti í atvinnusögu okkar landsmanna. Við höfum því miður dregið lappirnar allt of lengi og hætta er á að mörg söguleg skipsfley verði ónýt og heyri sögunni til. Á síðasta ári óskaði bæjarráð Akraneskaupstaðar eftir leyfi frá Minjastofnun að fá að farga kútter Sigurfara sem hefur staðið lengi við Byggðasafnið í Görðum á Akranesi í áratugi. Skipið var smíðað 1885 í Englandi og keypt til Íslands upphaflega 1897. Taldi bæjarráð að búið væri að rannsaka það nægjanlega til þess að óhætt væri að farga því en áður en því væri fargað væri hægt að gefa áhugasömum kost á að eignast skipið. Mig langar líka að vekja athygli á björgunarskipinu Maríu Júlíu sem liggur nú frekar hnípin við hafnarkantinn í Ísafjarðarhöfn en nú stendur til að setja skipið upp á Suðurtanga til viðgerðar ef allt gengur eftir. María Júlía er merkilegt skip sem á sér merka sögu en því miður hefur ekki fengist nægilegt fjármagn til að halda henni við og sýna henni þann sóma sem hennar merkilega saga á skilið og halda þannig til haga okkar menningararfi. Björgunarskipið María Júlía verður 70 ára á þessu ári. Á síðustu árum hefur Byggðasafn Vestfjarða verið að berjast við að varðveita skipið og tók við því af safninu að Hnjóti og María Júlía hefur þegið ýmsa styrki frá því að hún kom í fang þessara safna, fyrst að Hnjóti og síðan Byggðasafnsins á Vestfjörðum 2003. Forsaga þess er að þá um sumarið barst eigendum skipsins, Þórsbergi á Tálknafirði, kauptilboð frá Suður-Afríku. Þegar það spurðist út til safnanna var ákveðið að sameinast og freista þess að ganga inn í það kauptilboð með einhverjum ráðum og tryggja að skipið færi ekki úr landi, enda um að ræða skip með mikið og einstakt sögulegt gildi að mati beggja þessara safna. Það tókst með hjálp þingmanna úr kjördæminu á þeim tíma, gagnvart eigendum skipsins, að söfnin fengu opinbera aðstoð til að ganga inn í kauptilboðið, en síðan hefur kannski ekki það fjármagn fylgt því sem hefði þurft að gera og er það mjög miður. Bátar sem voru byggðir fyrir árið 1950 teljast sem fornminjar. Hér á landi eru 190 bátar sem falla undir þá skilgreiningu að vera aldursfriðaðir. Það er hins vegar hætt á því að skip sem geymd eru uppi á landi verði ónýt, að þau fúni. Þeim er ætlað að vera í sjó, þannig geymast þau best. Það er að sjálfsögðu best þegar hægt er að gera þessa gömlu báta upp og hægt að nýta þá eins og t.d. í hvalaskoðun sem hefur verið gert með góðum árangri. Það er hið besta mál. Stöndum vörð um atvinnusögu þjóðarinnar Styrkir til verndunar báta og skipa eru því miður hverfandi miðað við þörfina á fjárfestingum í varðveislu þeirra og við höfum ekki bátafriðunarsjóð en hann hefur lengi verið áhugamál aðildarfélaga Sambands íslenskra sjóminjasafna. Framlög úr fornminjasjóði frá árinu 2013 til ársins 2019 hafa verið um 13,5 milljónir en á sama tíma hefur húsafriðunarsjóður veitt styrki til verkefna tengdum verndun húsa og kirkna að upphæð 1,4 milljörðum kr., svo það er mikill munur þar á. Ég tel að við verðum að gera betur og sýna atvinnusögu þjóðarinnar þá virðingu sem hún á skilið en án uppbyggingu skipaflotans í gegnum tíðina værum við ekki stödd eins vel efnahagslega og við erum í dag. Fyrir Alþingi liggja nú fyrir 2 tillögur um vernd og varðveislu skipa og báta og er ég meðflutningsmaður á annarri þeirra sem Sigurður Páll Jónsson er fyrsti flutningsmaður að um að skipaður verði starfshópur sem geri úttekt á því hvernig staðið er að verndun og varðveislu skipa og báta og geri tillögur að úrbótum. Starfshópurinn taki saman m.a. yfirlit yfir skip og báta sem hafa menningarlegt og atvinnusögulegt gildi, óháð aldri, og endurskoði aldursmörk skipa og báta samkvæmt lögum um menningarminjar og skili tillögum til mennta og menningarmálaráðherra innan árs. Höfundur er þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akranes Fornminjar Lilja Rafney Magnúsdóttir Sjávarútvegur Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég tel það vera mjög mikilvægt að opinberir aðilar í samstarfi við t.d. einkaaðila taki höndum saman um varðveislu og viðhald gamalla skipa og báta og haldi þannig til haga mikilvægum þætti í atvinnusögu okkar landsmanna. Við höfum því miður dregið lappirnar allt of lengi og hætta er á að mörg söguleg skipsfley verði ónýt og heyri sögunni til. Á síðasta ári óskaði bæjarráð Akraneskaupstaðar eftir leyfi frá Minjastofnun að fá að farga kútter Sigurfara sem hefur staðið lengi við Byggðasafnið í Görðum á Akranesi í áratugi. Skipið var smíðað 1885 í Englandi og keypt til Íslands upphaflega 1897. Taldi bæjarráð að búið væri að rannsaka það nægjanlega til þess að óhætt væri að farga því en áður en því væri fargað væri hægt að gefa áhugasömum kost á að eignast skipið. Mig langar líka að vekja athygli á björgunarskipinu Maríu Júlíu sem liggur nú frekar hnípin við hafnarkantinn í Ísafjarðarhöfn en nú stendur til að setja skipið upp á Suðurtanga til viðgerðar ef allt gengur eftir. María Júlía er merkilegt skip sem á sér merka sögu en því miður hefur ekki fengist nægilegt fjármagn til að halda henni við og sýna henni þann sóma sem hennar merkilega saga á skilið og halda þannig til haga okkar menningararfi. Björgunarskipið María Júlía verður 70 ára á þessu ári. Á síðustu árum hefur Byggðasafn Vestfjarða verið að berjast við að varðveita skipið og tók við því af safninu að Hnjóti og María Júlía hefur þegið ýmsa styrki frá því að hún kom í fang þessara safna, fyrst að Hnjóti og síðan Byggðasafnsins á Vestfjörðum 2003. Forsaga þess er að þá um sumarið barst eigendum skipsins, Þórsbergi á Tálknafirði, kauptilboð frá Suður-Afríku. Þegar það spurðist út til safnanna var ákveðið að sameinast og freista þess að ganga inn í það kauptilboð með einhverjum ráðum og tryggja að skipið færi ekki úr landi, enda um að ræða skip með mikið og einstakt sögulegt gildi að mati beggja þessara safna. Það tókst með hjálp þingmanna úr kjördæminu á þeim tíma, gagnvart eigendum skipsins, að söfnin fengu opinbera aðstoð til að ganga inn í kauptilboðið, en síðan hefur kannski ekki það fjármagn fylgt því sem hefði þurft að gera og er það mjög miður. Bátar sem voru byggðir fyrir árið 1950 teljast sem fornminjar. Hér á landi eru 190 bátar sem falla undir þá skilgreiningu að vera aldursfriðaðir. Það er hins vegar hætt á því að skip sem geymd eru uppi á landi verði ónýt, að þau fúni. Þeim er ætlað að vera í sjó, þannig geymast þau best. Það er að sjálfsögðu best þegar hægt er að gera þessa gömlu báta upp og hægt að nýta þá eins og t.d. í hvalaskoðun sem hefur verið gert með góðum árangri. Það er hið besta mál. Stöndum vörð um atvinnusögu þjóðarinnar Styrkir til verndunar báta og skipa eru því miður hverfandi miðað við þörfina á fjárfestingum í varðveislu þeirra og við höfum ekki bátafriðunarsjóð en hann hefur lengi verið áhugamál aðildarfélaga Sambands íslenskra sjóminjasafna. Framlög úr fornminjasjóði frá árinu 2013 til ársins 2019 hafa verið um 13,5 milljónir en á sama tíma hefur húsafriðunarsjóður veitt styrki til verkefna tengdum verndun húsa og kirkna að upphæð 1,4 milljörðum kr., svo það er mikill munur þar á. Ég tel að við verðum að gera betur og sýna atvinnusögu þjóðarinnar þá virðingu sem hún á skilið en án uppbyggingu skipaflotans í gegnum tíðina værum við ekki stödd eins vel efnahagslega og við erum í dag. Fyrir Alþingi liggja nú fyrir 2 tillögur um vernd og varðveislu skipa og báta og er ég meðflutningsmaður á annarri þeirra sem Sigurður Páll Jónsson er fyrsti flutningsmaður að um að skipaður verði starfshópur sem geri úttekt á því hvernig staðið er að verndun og varðveislu skipa og báta og geri tillögur að úrbótum. Starfshópurinn taki saman m.a. yfirlit yfir skip og báta sem hafa menningarlegt og atvinnusögulegt gildi, óháð aldri, og endurskoði aldursmörk skipa og báta samkvæmt lögum um menningarminjar og skili tillögum til mennta og menningarmálaráðherra innan árs. Höfundur er þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun