Hjörvar snýr aftur á Stöð 2 Sport Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2020 12:45 Hjörvar Hafliðason mun fara yfir leiki kvöldsins í Meistaradeildinni. Mynd/S2 Sport Hjörvar Hafliðason mun verða hluti af sérfræðingateymi Stöðvar 2 Sports um knattspyrnu á ný eftir stutt hlé frá skjánum og mun koma að umfjöllun um meðal annars Meistaradeild Evrópu og Pepsi Max deild karla. Hjörvar hóf fyrst störf fyrir Stöð 2 Sport árið 2010 og starfaði að margskonar dagskrárgerð fyrir Stöð 2 Sport, allra helst um íslenska fótboltann, Meistaradeild Evrópu og ensku úrvalsdeildina. „Við erum virkilega ánægð að fá Hjörvar til baka enda einhver mesti spekingur um fótbolta sem við eigum. Til viðbótar við það er hann fantagóður sjónvarpsmaður,“ sagði Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn. „Það er afskaplega ánægjulegt að vera kominn aftur,“ sagði Hjörvar Hafliðason. „Ég mæti extra frískur aftur til leiks eftir smá frí. Ég mun gera mitt allra besta við að gera það sem ég hef alltaf gert - að reyna að segja fólkinu heima í stofu eitthvað sem það vissi ekki fyrir.“ Hjörvar verður í Meistaradeildarsettinu í fyrsta sinn í kvöld en þá fara fram tveir flottir leikir. Real Madrid tekur á móti Manchester City og Lyon tekur á móti Juventus. „Það er afar þétt dagskrá fram undan hjá okkur. Auk Meistaradeildar Evrópu er stutt í að boltinn fari að rúlla á íslensku grasi á nýjan leik. Enn fremur munu augu þjóðarinnar beinast að strákunum okkar í íslenska landsliðinu sem berst um sæti á EM 2020 í lok mars - í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson, forstöðumaður Stöðvar 2 Sports. „Sumarið verður svo risastórt hjá okkur á Stöð 2 Sport þar sem að Evrópumeistaramótið verður í aðalhlutverki frá 12. júní til 12. júlí. Það er því mikil fótboltaveisla á döfinni og ég fagna því að fá Hjörvar aftur inn í afar öflugt teymi sérfræðinga okkar, sem sjá um að koma öllu þessu frábæra efni til okkar áskrifenda eins og best verður á kosið.“ Upphitun fyrir Meistaradeildarleiki kvöldsins hefst klukkan 19.15 og þar verður Hjörvar Hafliðason mættur ásamt Reyni Léossyni og umsjónarmanninum Kjartani Atla Kjartanssyni. Meistaradeild Evrópu Vistaskipti Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira
Hjörvar Hafliðason mun verða hluti af sérfræðingateymi Stöðvar 2 Sports um knattspyrnu á ný eftir stutt hlé frá skjánum og mun koma að umfjöllun um meðal annars Meistaradeild Evrópu og Pepsi Max deild karla. Hjörvar hóf fyrst störf fyrir Stöð 2 Sport árið 2010 og starfaði að margskonar dagskrárgerð fyrir Stöð 2 Sport, allra helst um íslenska fótboltann, Meistaradeild Evrópu og ensku úrvalsdeildina. „Við erum virkilega ánægð að fá Hjörvar til baka enda einhver mesti spekingur um fótbolta sem við eigum. Til viðbótar við það er hann fantagóður sjónvarpsmaður,“ sagði Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn. „Það er afskaplega ánægjulegt að vera kominn aftur,“ sagði Hjörvar Hafliðason. „Ég mæti extra frískur aftur til leiks eftir smá frí. Ég mun gera mitt allra besta við að gera það sem ég hef alltaf gert - að reyna að segja fólkinu heima í stofu eitthvað sem það vissi ekki fyrir.“ Hjörvar verður í Meistaradeildarsettinu í fyrsta sinn í kvöld en þá fara fram tveir flottir leikir. Real Madrid tekur á móti Manchester City og Lyon tekur á móti Juventus. „Það er afar þétt dagskrá fram undan hjá okkur. Auk Meistaradeildar Evrópu er stutt í að boltinn fari að rúlla á íslensku grasi á nýjan leik. Enn fremur munu augu þjóðarinnar beinast að strákunum okkar í íslenska landsliðinu sem berst um sæti á EM 2020 í lok mars - í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson, forstöðumaður Stöðvar 2 Sports. „Sumarið verður svo risastórt hjá okkur á Stöð 2 Sport þar sem að Evrópumeistaramótið verður í aðalhlutverki frá 12. júní til 12. júlí. Það er því mikil fótboltaveisla á döfinni og ég fagna því að fá Hjörvar aftur inn í afar öflugt teymi sérfræðinga okkar, sem sjá um að koma öllu þessu frábæra efni til okkar áskrifenda eins og best verður á kosið.“ Upphitun fyrir Meistaradeildarleiki kvöldsins hefst klukkan 19.15 og þar verður Hjörvar Hafliðason mættur ásamt Reyni Léossyni og umsjónarmanninum Kjartani Atla Kjartanssyni.
Meistaradeild Evrópu Vistaskipti Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira