Birta myndband af umdeildri handtöku sex ára stúlku í Flórída Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. febrúar 2020 08:52 Lögreglumaður sést hér leiða Kaiu handjárnaða út í lögreglubíl. Skjáskot Myndband sem sýnir lögreglumenn í Flórída handtaka sex ára stúlku í september síðastliðnum var birt í byrjun vikunnar. Í myndbandinu má sjá stúlkuna kalla á hjálp og grátbiðja lögreglumennina um að hafa sig ekki á brott úr skólanum. Málið vakti mikla athygli í fyrra en myndband af handtökunni hefur ekki verið gert opinbert fyrr en nú. Sjá einnig: Rekinn fyrir að handtaka tvö sex ára börn Stúlkan heitir Kaia Rolle en lögreglumenn voru kallaðir út að skóla hennar í Orlando í september síðastliðnum þegar kennarar náðu ekki að róa hana niður. Hún er sögð hafa tekið „æðiskast“ í skólanum og sparkað og lamið starfsmenn. Kaia var þó þegar orðin róleg þegar lögreglumennirnir mættu í skólann. Í myndbandinu, sem tekið er upp á myndavél sem fest var á einkennisbúning annars lögregluþjónsins, sést hvernig Kaia er leidd handjárnuð út úr skólanum á meðan hún hrópar á hjálp og hágrætur. Þá biður hún lögreglumennina að gefa sér annað tækifæri en þeir fara með hana upp í lögreglubíl. Dennis Turner, annar lögreglumannanna, var síðar rekinn vegna handtökunnar. Hann lét yfirmann ekki vita af handtökunni, líkt og honum er skylt að gera þegar barn yngra en tólf ára er handtekið, og gerðist því sekur um brot í starfi. Í myndbandinu sést Turner stæra sig af því að hann hafi oft handtekið börn, þar á meðal sjö ára barn fyrir búðarhnupl. Þegar hann fær að vita að Kaia sé sex ára segir hann hana hafa „slegið metið“. Turner handtók einnig sex ára dreng í öðrum skóla í Orlando sama dag. Drengurinn og Kaia voru upphaflega ákærð fyrir lítilvæga líkamsárás en ákærurnar voru báðar látnar niður falla. Málið vakti mikla reiði víðsvegar um Bandaríkin á sínum tíma. Fjölskylda Kaiu berst nú fyrir því að lágmarksaldur handtöku verði gerður 12 ára í Flórída. Enginn lágmarksaldur þess efnis er í gildi í ríkinu. Bandaríkin Tengdar fréttir Rekinn fyrir að handtaka tvö sex ára börn Lögreglan í Orlando hefur rekið fyrrverandi lögregluþjón sem starfaði sem öryggisvörður skóla og handtók tvö sex ára börn á sama degi í síðustu viku. 24. september 2019 11:19 Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Sjá meira
Myndband sem sýnir lögreglumenn í Flórída handtaka sex ára stúlku í september síðastliðnum var birt í byrjun vikunnar. Í myndbandinu má sjá stúlkuna kalla á hjálp og grátbiðja lögreglumennina um að hafa sig ekki á brott úr skólanum. Málið vakti mikla athygli í fyrra en myndband af handtökunni hefur ekki verið gert opinbert fyrr en nú. Sjá einnig: Rekinn fyrir að handtaka tvö sex ára börn Stúlkan heitir Kaia Rolle en lögreglumenn voru kallaðir út að skóla hennar í Orlando í september síðastliðnum þegar kennarar náðu ekki að róa hana niður. Hún er sögð hafa tekið „æðiskast“ í skólanum og sparkað og lamið starfsmenn. Kaia var þó þegar orðin róleg þegar lögreglumennirnir mættu í skólann. Í myndbandinu, sem tekið er upp á myndavél sem fest var á einkennisbúning annars lögregluþjónsins, sést hvernig Kaia er leidd handjárnuð út úr skólanum á meðan hún hrópar á hjálp og hágrætur. Þá biður hún lögreglumennina að gefa sér annað tækifæri en þeir fara með hana upp í lögreglubíl. Dennis Turner, annar lögreglumannanna, var síðar rekinn vegna handtökunnar. Hann lét yfirmann ekki vita af handtökunni, líkt og honum er skylt að gera þegar barn yngra en tólf ára er handtekið, og gerðist því sekur um brot í starfi. Í myndbandinu sést Turner stæra sig af því að hann hafi oft handtekið börn, þar á meðal sjö ára barn fyrir búðarhnupl. Þegar hann fær að vita að Kaia sé sex ára segir hann hana hafa „slegið metið“. Turner handtók einnig sex ára dreng í öðrum skóla í Orlando sama dag. Drengurinn og Kaia voru upphaflega ákærð fyrir lítilvæga líkamsárás en ákærurnar voru báðar látnar niður falla. Málið vakti mikla reiði víðsvegar um Bandaríkin á sínum tíma. Fjölskylda Kaiu berst nú fyrir því að lágmarksaldur handtöku verði gerður 12 ára í Flórída. Enginn lágmarksaldur þess efnis er í gildi í ríkinu.
Bandaríkin Tengdar fréttir Rekinn fyrir að handtaka tvö sex ára börn Lögreglan í Orlando hefur rekið fyrrverandi lögregluþjón sem starfaði sem öryggisvörður skóla og handtók tvö sex ára börn á sama degi í síðustu viku. 24. september 2019 11:19 Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Sjá meira
Rekinn fyrir að handtaka tvö sex ára börn Lögreglan í Orlando hefur rekið fyrrverandi lögregluþjón sem starfaði sem öryggisvörður skóla og handtók tvö sex ára börn á sama degi í síðustu viku. 24. september 2019 11:19