Fólk hlaupi í allar áttir þegar einhver hnerrar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. febrúar 2020 17:38 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm „Ég velti fyrir mér hvernig í ósköpunum eigum við að vita það hvort að við erum smituð og eigum að hafa samband við einhvern?“ sagði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, þegar hún spurði forsætisráðherra um viðbrögð stjórnvalda og öryggi almennings vegna COVID-19 kórónaveirunnar á Alþingi í dag. „Það er þó að minnsta kosti vitað að við getum gengið með þessa veiru, smitandi sem smitberar í allt að tvær vikur án þess að finna fyrir einkennum. Fyrirspurnin kemur líka ekki bara í kjölfarið á þessum skelfilegu fréttum sem eru að berast frá Norður-Ítalíu heldur bara af því að fara í IKEA í gær, heldur bara að vera innan um þúsundir manna og um leið og einhver hnerrar verður maður var við það að fólk hleypur bara í allar áttir,“ sagði Inga ennfremur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði meðal annars með því að fara yfir þær áætlanir og upplýsingar sem liggja fyrir frá hinu opinbera og sóttvarnarlækni og hvernig staðið er að upplýsingagjöf. Nú sé meðal annars unnið að því að koma upp aðstöðu fyrir einangrun eða sóttkví fyrir einstaklinga sem ekki búa hér á landi. „Heilbrigðisstofnanir og viðbragðsaðilar hafa verið að vinna og fara yfir sínar viðbragðsáætlanir, fara yfir aðstöðu, hlífðar- og tækjabúnað þannig að það má segja að allir viðbragðsaðilar séu á tánum,“ sagði Katrín. Mikilvægt sé að byggja á gagnreyndum aðferðum sem hafi gefist vel. Málið hafi meðal annars verið tekið fyrir á vettvangi þjóðaröryggisráðs. „Þó að það hljómi nú heldur óspennandi að hvetja fólk til að þvo sér um hendurnar og vera ekki hóstandi í allar áttir í IKEA, eins og háttvirtur þingmaður lýsir hér, þá verðum við líka að horfa til þess hvað hefur gefist vel í þeim fyrri faröldrum sem hafa gengið yfir heimsbyggðina. Og þjóðir heims hafa reynt ýmsar aðferðir, til að mynda að byggja upp skimanir á alþjóðaflugvöllum og annað slíkt, sem ekki komu í veg fyrir útbreiðslu veirusýkinga,“ sagði Katrín. Alþingi Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Sjá meira
„Ég velti fyrir mér hvernig í ósköpunum eigum við að vita það hvort að við erum smituð og eigum að hafa samband við einhvern?“ sagði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, þegar hún spurði forsætisráðherra um viðbrögð stjórnvalda og öryggi almennings vegna COVID-19 kórónaveirunnar á Alþingi í dag. „Það er þó að minnsta kosti vitað að við getum gengið með þessa veiru, smitandi sem smitberar í allt að tvær vikur án þess að finna fyrir einkennum. Fyrirspurnin kemur líka ekki bara í kjölfarið á þessum skelfilegu fréttum sem eru að berast frá Norður-Ítalíu heldur bara af því að fara í IKEA í gær, heldur bara að vera innan um þúsundir manna og um leið og einhver hnerrar verður maður var við það að fólk hleypur bara í allar áttir,“ sagði Inga ennfremur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði meðal annars með því að fara yfir þær áætlanir og upplýsingar sem liggja fyrir frá hinu opinbera og sóttvarnarlækni og hvernig staðið er að upplýsingagjöf. Nú sé meðal annars unnið að því að koma upp aðstöðu fyrir einangrun eða sóttkví fyrir einstaklinga sem ekki búa hér á landi. „Heilbrigðisstofnanir og viðbragðsaðilar hafa verið að vinna og fara yfir sínar viðbragðsáætlanir, fara yfir aðstöðu, hlífðar- og tækjabúnað þannig að það má segja að allir viðbragðsaðilar séu á tánum,“ sagði Katrín. Mikilvægt sé að byggja á gagnreyndum aðferðum sem hafi gefist vel. Málið hafi meðal annars verið tekið fyrir á vettvangi þjóðaröryggisráðs. „Þó að það hljómi nú heldur óspennandi að hvetja fólk til að þvo sér um hendurnar og vera ekki hóstandi í allar áttir í IKEA, eins og háttvirtur þingmaður lýsir hér, þá verðum við líka að horfa til þess hvað hefur gefist vel í þeim fyrri faröldrum sem hafa gengið yfir heimsbyggðina. Og þjóðir heims hafa reynt ýmsar aðferðir, til að mynda að byggja upp skimanir á alþjóðaflugvöllum og annað slíkt, sem ekki komu í veg fyrir útbreiðslu veirusýkinga,“ sagði Katrín.
Alþingi Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Sjá meira