Ísland áfram á gráa listanum Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. febrúar 2020 14:29 Ísland rataði í október á gráan lista samtakanna FATF. Þar eru lönd sem hafa heitið úrbótum í baráttunni gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem samtökin ætlað að fylgjast náið með. GETTY/CASPAR BENSON Ísland verður áfram á gráum peningaþvættislista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) fram í júní hið minnsta. Þetta varð ljóst eftir að fundi aðildarríkja samtakanna lauk í lok síðustu viku, án þess að staða Íslands á listanum breyttist. Kjarninn greindi fyrst frá niðurstöðum fundarins, en ýmis fylgigögn honum tengdum má nálgast hér.Ísland var í október sett á gráan lista FATF yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Grái listinn nær yfir ríki sem eru af hinu opinbera sögð „samvinnufús og aðgerðaáætlun um endurbætur eru í farvegi.“ FATF-hópurinn fundar þrisvar á ári; í febrúar, júní og október. Stjórnvöld höfðu áður bundið vonir við að Ísland kæmist af listanum strax í febrúar. Dómsmálaráðherra sló þó á þær væntingar í lok janúar, þegar hún sagði að horft væri til þess að losna af listanum í október. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hafði einnig áður sagt að febrúar væri óraunhæft viðmið.Í fyrrnefndum fylgigögnum má sjá að 18 ríki eru á gráa lista FATF að febrúarfundinum loknum. Tvö Evrópuríki eru á listanum, Ísland og Albanía, en meðal annarra landa má nefna Kambódíu, Jemen, Sýrland, Zimbabwe og Bahamaeyjar. Þar má jafnframt nálgast rökstuðning FATF fyrir áframhaldandi veru Íslands á listanum. Í honum er drepið á þeim vilyrðum sem borist hafa frá íslenskum stjórnvöldum og aðgerðum sem þau hafa gripið til, eins og að fjölga í starfsliði eftirlitsstofnanna sem hafa með varnir gegn peningaþvætti að gera. Í rökstuðningnum er Íslendingum ráðlagt að halda áfram innleiðingu aðgerðaráætlunar sinnar um að sníða hnökrana af vörnum sínum í þessum efnum. Til að mynda að koma skráningu á raunverulegum eigendum íslenskra félaga í æskilegt horf. Félög hafa til 1. mars næstkomandi til að ganga frá þessari skráningu ellegar gætu þau átt von á sektum. Greining FATF á stöðu Íslands að loknum febrúarfundinum.fatf Alþingi Efnahagsmál Ísland á gráum lista FATF Stjórnsýsla Tengdar fréttir Gætu sætt sektum ef skráningu raunverulegra eigenda er ekki lokið fyrir mánaðamót Viðunandi skráning raunverulegra eigenda er ein af forsendum þess að Ísland komist af gráum lista. 5. febrúar 2020 11:47 Vonar að Ísland komist af gráum lista í október Vera Íslands á gráa listanum hefur að sögn Seðlabanka Íslands enn sem komið er ekki haft áhrif á starfsemi aðila á borð við tryggingafélög og lífeyrissjóði á Íslandi. 29. janúar 2020 11:39 Forstjóri FME segir peningaþvættisvarnir bankanna geta orðið betri Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir athugun á peningaþvættisvörnum stóru bankanna ekki hafa komið gífurlega illa út fyrir þá. 23. desember 2019 19:00 Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Ísland verður áfram á gráum peningaþvættislista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) fram í júní hið minnsta. Þetta varð ljóst eftir að fundi aðildarríkja samtakanna lauk í lok síðustu viku, án þess að staða Íslands á listanum breyttist. Kjarninn greindi fyrst frá niðurstöðum fundarins, en ýmis fylgigögn honum tengdum má nálgast hér.Ísland var í október sett á gráan lista FATF yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Grái listinn nær yfir ríki sem eru af hinu opinbera sögð „samvinnufús og aðgerðaáætlun um endurbætur eru í farvegi.“ FATF-hópurinn fundar þrisvar á ári; í febrúar, júní og október. Stjórnvöld höfðu áður bundið vonir við að Ísland kæmist af listanum strax í febrúar. Dómsmálaráðherra sló þó á þær væntingar í lok janúar, þegar hún sagði að horft væri til þess að losna af listanum í október. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hafði einnig áður sagt að febrúar væri óraunhæft viðmið.Í fyrrnefndum fylgigögnum má sjá að 18 ríki eru á gráa lista FATF að febrúarfundinum loknum. Tvö Evrópuríki eru á listanum, Ísland og Albanía, en meðal annarra landa má nefna Kambódíu, Jemen, Sýrland, Zimbabwe og Bahamaeyjar. Þar má jafnframt nálgast rökstuðning FATF fyrir áframhaldandi veru Íslands á listanum. Í honum er drepið á þeim vilyrðum sem borist hafa frá íslenskum stjórnvöldum og aðgerðum sem þau hafa gripið til, eins og að fjölga í starfsliði eftirlitsstofnanna sem hafa með varnir gegn peningaþvætti að gera. Í rökstuðningnum er Íslendingum ráðlagt að halda áfram innleiðingu aðgerðaráætlunar sinnar um að sníða hnökrana af vörnum sínum í þessum efnum. Til að mynda að koma skráningu á raunverulegum eigendum íslenskra félaga í æskilegt horf. Félög hafa til 1. mars næstkomandi til að ganga frá þessari skráningu ellegar gætu þau átt von á sektum. Greining FATF á stöðu Íslands að loknum febrúarfundinum.fatf
Alþingi Efnahagsmál Ísland á gráum lista FATF Stjórnsýsla Tengdar fréttir Gætu sætt sektum ef skráningu raunverulegra eigenda er ekki lokið fyrir mánaðamót Viðunandi skráning raunverulegra eigenda er ein af forsendum þess að Ísland komist af gráum lista. 5. febrúar 2020 11:47 Vonar að Ísland komist af gráum lista í október Vera Íslands á gráa listanum hefur að sögn Seðlabanka Íslands enn sem komið er ekki haft áhrif á starfsemi aðila á borð við tryggingafélög og lífeyrissjóði á Íslandi. 29. janúar 2020 11:39 Forstjóri FME segir peningaþvættisvarnir bankanna geta orðið betri Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir athugun á peningaþvættisvörnum stóru bankanna ekki hafa komið gífurlega illa út fyrir þá. 23. desember 2019 19:00 Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Gætu sætt sektum ef skráningu raunverulegra eigenda er ekki lokið fyrir mánaðamót Viðunandi skráning raunverulegra eigenda er ein af forsendum þess að Ísland komist af gráum lista. 5. febrúar 2020 11:47
Vonar að Ísland komist af gráum lista í október Vera Íslands á gráa listanum hefur að sögn Seðlabanka Íslands enn sem komið er ekki haft áhrif á starfsemi aðila á borð við tryggingafélög og lífeyrissjóði á Íslandi. 29. janúar 2020 11:39
Forstjóri FME segir peningaþvættisvarnir bankanna geta orðið betri Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir athugun á peningaþvættisvörnum stóru bankanna ekki hafa komið gífurlega illa út fyrir þá. 23. desember 2019 19:00