Fastur með 800 rafmagnshlaupahjól í tollinum Jakob Bjarnar skrifar 24. febrúar 2020 13:59 Guðni getur vart lýst því hversu feginn hann er að vera loksins búinn að fá hjólin úr tolli. En það kostaði sitt. visir/vilhelm Guðni Kristjánsson framkvæmdastjóri hjá Actus fékk loksins, eftir langvinna baráttu sína við kerfið, að leysa 800 rafhlaupahjól sín út úr tollinum. Þegar Vísir heyrði í honum skömmu fyrir síðustu helgi var hann nýkominn af fundi hjá tollinum og hafði þá fengið úrlausn sinna mála eftir mikið stapp, japl, jaml og fuður. Og fjárhagslegt tjón. Guðni var í tilfinningalegu uppnámi þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann. „Ég er svo feginn að þetta sé að leysast að ég er til í að fyrirgefa allt. En, það þurfa allir aðilar að reyna að læra af þessu,“ segir Guðni. 800 rafhlaupahjól föst í tollinum Guðni keypti og flutti inn 800 rafhlaupahjól fyrir áramót. Hann ætlaði að koma þeim á markað fyrir jól en þá kom babb í bátinn. Hann fékk gáminn ekki úr tollinum. Guðni segir að ekki hafi verið við tollayfirvöld að sakast heldur setti vinnueftirlitið niður fótinn. Guðni finnur þeim allt til foráttu. Hann segist vera með CE-vottun fyrir hjólunum, sem er viðurkenndur evrópskir staðall auk þess sem Guðni var með alla tilskylda pappíra tilbúna, eða svo hélt hann, fyrir hjólunum. En það dugði þeim í vinnueftirlitinu ekki. „Yfirleitt flytur þú eitthvað inn, sýnir vörureikning og reiknar með því að það dugi. Stundum eru teknar stykkprufur. Flott. Engin vandamál hér. En, ef þú ert með rafhjól þá fer allt í lás.“ Allt tortryggt Guðni segir að vinnueftirlitið hafi kallað eftir upprunavottorði og véfengt alla pappíra. „Það var allt tortryggt. Allt þurfti að koma beint frá framleiðanda sem ekki var auðvelt því framleiðandinn er úti í Kína. Þar er allt hálflamað,“ segir Guðni sem þurfti örvæntingarfullur að fara milli Heródesar og Pílatusar í leit að gögnum sem vinnueftirlitið sætti sig við. Guðni loksins kominn með gáminn í hendurnar. Víst er að þessi töf sem orðið hefur á afgreiðslu gámsins hefur tekið á Guðna og kostað hann verulega fjármuni.visir/Vilhelm „Þetta getur verið stórtjón, hefur þegar valdið mér stórtjóni, sem hefði getað verið enn verra, ef verksmiðjan hefði verið erfið í samstarfi, þá hefði ég örugglega aldrei fengið þetta. Tapað mál og ég hefði getað skellt í lás, misst allt og fundið mér annað heimili … á leigumarkaði.“ Guðni segist hafa fyrir því heimildir að mál sem þessi séu að hrannast upp og hann vill vara menn og fyrirtæki sem vilja flytja rafhjól til landsins við. Að vera með alla pappíra á hreinu. Hann hafi aldrei lent í öðru eins. „Ég hef aldrei verið með vöru sem er tekin svona fyrir að pappírar sem fylgja vörunni eru ekki teknir gildir.“ Stórtjón fyrirliggjandi Að sögn Guðna var hrikalegt að lenda í þessu og hann getur vart lýst feginleikanum sem því fylgdi að fá þetta loks í gegn. Hann greip til þess að ráða sér lögfræðing og þá fyrst fóru hjólin að snúast. „En þetta hefur tekið mjög á okkur fjölskylduna. Bara að sitja uppi með gáminn fastan í tolli kostar 600 þúsund krónur á mánuði. Það er komið upp í 1,2 milljón. Ég er með hátt í 20 milljónir bundnar í þessu. Ég fyrirframgreiddi vöruna. Hræðilegt uppá allt peningastreymi í fyrirtækinu. Og svo töpuð sala. Þetta átti að vera jólasala. Svo ferming og sumarið. Ég var byrjaður að auglýsa. Ég þori ekki að taka þetta saman. Reyni bara að standa þetta af mér,“ segir Guðni sem er byrjaður að taka hjólin út úr gámi sínum. Samgöngur Tollgæslan Rafhlaupahjól Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Guðni Kristjánsson framkvæmdastjóri hjá Actus fékk loksins, eftir langvinna baráttu sína við kerfið, að leysa 800 rafhlaupahjól sín út úr tollinum. Þegar Vísir heyrði í honum skömmu fyrir síðustu helgi var hann nýkominn af fundi hjá tollinum og hafði þá fengið úrlausn sinna mála eftir mikið stapp, japl, jaml og fuður. Og fjárhagslegt tjón. Guðni var í tilfinningalegu uppnámi þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann. „Ég er svo feginn að þetta sé að leysast að ég er til í að fyrirgefa allt. En, það þurfa allir aðilar að reyna að læra af þessu,“ segir Guðni. 800 rafhlaupahjól föst í tollinum Guðni keypti og flutti inn 800 rafhlaupahjól fyrir áramót. Hann ætlaði að koma þeim á markað fyrir jól en þá kom babb í bátinn. Hann fékk gáminn ekki úr tollinum. Guðni segir að ekki hafi verið við tollayfirvöld að sakast heldur setti vinnueftirlitið niður fótinn. Guðni finnur þeim allt til foráttu. Hann segist vera með CE-vottun fyrir hjólunum, sem er viðurkenndur evrópskir staðall auk þess sem Guðni var með alla tilskylda pappíra tilbúna, eða svo hélt hann, fyrir hjólunum. En það dugði þeim í vinnueftirlitinu ekki. „Yfirleitt flytur þú eitthvað inn, sýnir vörureikning og reiknar með því að það dugi. Stundum eru teknar stykkprufur. Flott. Engin vandamál hér. En, ef þú ert með rafhjól þá fer allt í lás.“ Allt tortryggt Guðni segir að vinnueftirlitið hafi kallað eftir upprunavottorði og véfengt alla pappíra. „Það var allt tortryggt. Allt þurfti að koma beint frá framleiðanda sem ekki var auðvelt því framleiðandinn er úti í Kína. Þar er allt hálflamað,“ segir Guðni sem þurfti örvæntingarfullur að fara milli Heródesar og Pílatusar í leit að gögnum sem vinnueftirlitið sætti sig við. Guðni loksins kominn með gáminn í hendurnar. Víst er að þessi töf sem orðið hefur á afgreiðslu gámsins hefur tekið á Guðna og kostað hann verulega fjármuni.visir/Vilhelm „Þetta getur verið stórtjón, hefur þegar valdið mér stórtjóni, sem hefði getað verið enn verra, ef verksmiðjan hefði verið erfið í samstarfi, þá hefði ég örugglega aldrei fengið þetta. Tapað mál og ég hefði getað skellt í lás, misst allt og fundið mér annað heimili … á leigumarkaði.“ Guðni segist hafa fyrir því heimildir að mál sem þessi séu að hrannast upp og hann vill vara menn og fyrirtæki sem vilja flytja rafhjól til landsins við. Að vera með alla pappíra á hreinu. Hann hafi aldrei lent í öðru eins. „Ég hef aldrei verið með vöru sem er tekin svona fyrir að pappírar sem fylgja vörunni eru ekki teknir gildir.“ Stórtjón fyrirliggjandi Að sögn Guðna var hrikalegt að lenda í þessu og hann getur vart lýst feginleikanum sem því fylgdi að fá þetta loks í gegn. Hann greip til þess að ráða sér lögfræðing og þá fyrst fóru hjólin að snúast. „En þetta hefur tekið mjög á okkur fjölskylduna. Bara að sitja uppi með gáminn fastan í tolli kostar 600 þúsund krónur á mánuði. Það er komið upp í 1,2 milljón. Ég er með hátt í 20 milljónir bundnar í þessu. Ég fyrirframgreiddi vöruna. Hræðilegt uppá allt peningastreymi í fyrirtækinu. Og svo töpuð sala. Þetta átti að vera jólasala. Svo ferming og sumarið. Ég var byrjaður að auglýsa. Ég þori ekki að taka þetta saman. Reyni bara að standa þetta af mér,“ segir Guðni sem er byrjaður að taka hjólin út úr gámi sínum.
Samgöngur Tollgæslan Rafhlaupahjól Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira