Afsanna rætnar samsæriskenningar um aldur drengsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2020 23:35 Viðbrögðin við myndbandinu af Quaden hafa verið gífurleg. Fjölmiðlar hafa í gær og í dag afsannað rætnar samsæriskenningar um aldur Quaden Bayles, níu ára þolanda eineltis sem hlotið hefur gríðarlegan stuðning eftir að myndband af honum fór eins og eldur í sinu um netheima. Móðir Quadens birti myndbandið á Facebook-síðu sinni í vikunni. Þar má heyra Quaden segja að hann vilji deyja sökum eineltis sem hann hefur þurft að þola um árabil. Quaden er með brjóskkyrkingu (anchondroplasia), algengustu tegund dvergvaxtar. Eftir að myndbandið birtist fór Quaden að berast stuðningur úr öllum áttum. Skilaboðum hefur rignt yfir fjölskylduna, úr röðum almennra netverja sem og Hollywood-stjarna, og myllumerkið #StopBullying varð vinsælt á Twitter. Sjá einnig: Gífurlegur stuðningur við ungan þolanda skelfilegs eineltis Strax sama dag og myndbandið fór í dreifingu hófu að birtast færslur á samfélagsmiðlum, þar sem Quaden var sagður hafa blekkt netheima. Hann væri í raun átján ára, vel efnuð Instagram-stjarna. Því til sönnunar var m.a. bent á myndir úr afmælisveislu, sem birtar höfðu verið á Instagram-reikningi Quadens, þar sem átján ára afmæli virtist fagnað. Quaden reyndist þó aðeins gestur í þeirri veislu, ekki afmælisbarnið. wtf is this ? hes 18? and an actor? #QuadenBayles pic.twitter.com/301MlLdTma— shanrrr (@shanohni) February 21, 2020 Fjölmiðlar og aðrir samfélagsmiðlanotendur afsönnuðu fljótt umræddar samsæriskenningar. Þannig var vísað í myndir á Facebook-síðu móður hans sem teknar voru árið 2011, þar sem sést vel að Quaden var aðeins nokkurra mánaða. Þá hefur einnig verið bent á ýmiss konar fjölmiðlaumfjöllun um Quaden í gegnum árin. Quaden var þannig sagður fjögurra ára þegar tekið var viðtal við hann á áströlsku sjónvarpsstöðinni Network 10 árið 2015. Það kemur heim og saman við aldur hans nú. “Don't believe everything you read on the internet” says the people who believe #QuadenBayles is 18 because of some Facebook post with no actual proof. Just search a bit deeper and you'll find the truth. Stop spreading lies. He's 9. pic.twitter.com/ovQezLvv4t— (@Trashnaldo) February 21, 2020 Quaden fékk í dag að leiða ruðningslið Indigenous All Stars inn á leikvanginn í leik liðsins gegn New Zealand Maoris. Leikmenn Indigenous All Stars voru einmitt á meðal þeirra sem lýstu yfir stuðningi við hann í gær. Quaden virtist hæstánægður með hlutskipti sitt á leikvanginum í dag; hélt í hönd fyrirliðans á leið inn á völlinn og stillti sér upp á ljósmyndum með liðinu. Ástralía Nýja-Sjáland Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Gífurlegur stuðningur við ungan þolanda skelfilegs eineltis Myndband sem móðir ungs drengs með dvergvöxt birti í vikunni hefur farið eins og eldur um sinu og vakið gífurlega athygli. 21. febrúar 2020 11:00 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Fjölmiðlar hafa í gær og í dag afsannað rætnar samsæriskenningar um aldur Quaden Bayles, níu ára þolanda eineltis sem hlotið hefur gríðarlegan stuðning eftir að myndband af honum fór eins og eldur í sinu um netheima. Móðir Quadens birti myndbandið á Facebook-síðu sinni í vikunni. Þar má heyra Quaden segja að hann vilji deyja sökum eineltis sem hann hefur þurft að þola um árabil. Quaden er með brjóskkyrkingu (anchondroplasia), algengustu tegund dvergvaxtar. Eftir að myndbandið birtist fór Quaden að berast stuðningur úr öllum áttum. Skilaboðum hefur rignt yfir fjölskylduna, úr röðum almennra netverja sem og Hollywood-stjarna, og myllumerkið #StopBullying varð vinsælt á Twitter. Sjá einnig: Gífurlegur stuðningur við ungan þolanda skelfilegs eineltis Strax sama dag og myndbandið fór í dreifingu hófu að birtast færslur á samfélagsmiðlum, þar sem Quaden var sagður hafa blekkt netheima. Hann væri í raun átján ára, vel efnuð Instagram-stjarna. Því til sönnunar var m.a. bent á myndir úr afmælisveislu, sem birtar höfðu verið á Instagram-reikningi Quadens, þar sem átján ára afmæli virtist fagnað. Quaden reyndist þó aðeins gestur í þeirri veislu, ekki afmælisbarnið. wtf is this ? hes 18? and an actor? #QuadenBayles pic.twitter.com/301MlLdTma— shanrrr (@shanohni) February 21, 2020 Fjölmiðlar og aðrir samfélagsmiðlanotendur afsönnuðu fljótt umræddar samsæriskenningar. Þannig var vísað í myndir á Facebook-síðu móður hans sem teknar voru árið 2011, þar sem sést vel að Quaden var aðeins nokkurra mánaða. Þá hefur einnig verið bent á ýmiss konar fjölmiðlaumfjöllun um Quaden í gegnum árin. Quaden var þannig sagður fjögurra ára þegar tekið var viðtal við hann á áströlsku sjónvarpsstöðinni Network 10 árið 2015. Það kemur heim og saman við aldur hans nú. “Don't believe everything you read on the internet” says the people who believe #QuadenBayles is 18 because of some Facebook post with no actual proof. Just search a bit deeper and you'll find the truth. Stop spreading lies. He's 9. pic.twitter.com/ovQezLvv4t— (@Trashnaldo) February 21, 2020 Quaden fékk í dag að leiða ruðningslið Indigenous All Stars inn á leikvanginn í leik liðsins gegn New Zealand Maoris. Leikmenn Indigenous All Stars voru einmitt á meðal þeirra sem lýstu yfir stuðningi við hann í gær. Quaden virtist hæstánægður með hlutskipti sitt á leikvanginum í dag; hélt í hönd fyrirliðans á leið inn á völlinn og stillti sér upp á ljósmyndum með liðinu.
Ástralía Nýja-Sjáland Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Gífurlegur stuðningur við ungan þolanda skelfilegs eineltis Myndband sem móðir ungs drengs með dvergvöxt birti í vikunni hefur farið eins og eldur um sinu og vakið gífurlega athygli. 21. febrúar 2020 11:00 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Gífurlegur stuðningur við ungan þolanda skelfilegs eineltis Myndband sem móðir ungs drengs með dvergvöxt birti í vikunni hefur farið eins og eldur um sinu og vakið gífurlega athygli. 21. febrúar 2020 11:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent