Laudrup um nýja Danann í Barca: Hann vann í lottóinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2020 18:30 Martin Braithwaite er kominn í Barcelona búninginn. Getty/Marc Gonzalez 28 ára Dani verður í framlínusveit Barcelona fram á vor og er ætlað að fylla í skörð stjarna eins og Luis Suárez og Ousmane Dembélé sem eru meiddir. Þessi kaup Barcelona á Martin Braithwaite hafa vakið mikla athygli og ekki síst í Danmörku. Danir hafa vissulega átt leikmenn í Barcelona en á þeim tíma voru Allan Simonsen og Michael Laudrup súperstjörnur í evrópska fótboltanum. Það vissu ekki margir mikið um Martin Braithwaite. „Ég vil bara óska honum til hamingju. Nýttu tækifærið. Hann hefur unnið í fótboltalottóinu með því að komast að hjá þessum frábæra klúbb,“ sagði Michael Laudrup við dönsku sjónvarpsstöðina TV3+. Verdens Gang sagði frá. Það gera sér allir grein fyrir því að Martin Braithwaite fær ekki langan tíma hjá Barcelona því félagið mun endurheimta Luis Suárez og Ousmane Dembélé úr meiðslum og jafnvel kaupa eitt stykki Neymar í sumar. Laudrup om den nye Barca-angriperen: – Han har vunnet i lotteriet https://t.co/cIhu4zxXF0— VG Sporten (@vgsporten) February 21, 2020 „Ef hann stendur sig vel þá kemst hann að hjá liði á næsta tímabili, kannski ekki liði á sama stalli og Barcelona, en liði sem er um miðja deild á Spáni. Þar gæti hann fengið góðan samning sem væri frábært fyrir hann,“ sagði Laudrup. Martin Braithwaite verður fimmti Daninn til að spila fyrir Barcelona en hinir eru Allan Simonsen (1979-1983), Michael Laudrup (1989-1994), Ronnie Ekelund (1992-1994) og Thomas Christiansen (1992-1994). Ronnie Ekelund náði bara að spila einn leik fyrir Barcelona sem lánaði hann í fjórgang og Thomas Christiansen spilaði aldrei fyrir spænska félagið þrátt fyrir að vera leikmaður þess í tvö ár. Þeir voru hjá Barcelona á sama tíma og Michael Laudrup. Michael Laudrup átti flott ár hjá Barcelona, skoraði 40 mörk í 167 leikjum fyrir félagið og vann níu titla þar á meðal spænsku deildina fjórum sinnum og Evrópukeppni meistaraliða 1992. Laudrup fór frá Barcelona til Real Madrid. Allan Simonsen skoraði 31 mark í 98 leikjum með Barcelona en náði ekki að verða spænskur meistari með félaginu. Danmörk Spænski boltinn Tengdar fréttir Nýi Daninn í Barcelona réð lítið við boltann á kynningu sinni á Nývangi Martin Braithwaite var ekki nógu góður fyrir Middlesbrough en hann er orðinn leikmaður spænska stórliðsins Barcelona í dag. Það kemur mörgum á óvart. 21. febrúar 2020 16:00 Neyddist til að segja konunni þegar tíðindin rötuðu í fjölmiðla "Ég heyrði af þessu fyrir viku og hef svo bara beðið. Ég sagði engum frá þessu en ég neyddist til að segja konunni minni þetta þegar fjölmiðlar fóru að fjalla um þetta,“ segir Martin Braithwaite sem þakkar Guði fyrir það að hann skuli öllum að óvörum vera orðinn leikmaður hins eina sanna Barcelona. 20. febrúar 2020 23:30 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Crystal Palace - Manchester City | Heimsækja bikarmeistarana Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Sjá meira
28 ára Dani verður í framlínusveit Barcelona fram á vor og er ætlað að fylla í skörð stjarna eins og Luis Suárez og Ousmane Dembélé sem eru meiddir. Þessi kaup Barcelona á Martin Braithwaite hafa vakið mikla athygli og ekki síst í Danmörku. Danir hafa vissulega átt leikmenn í Barcelona en á þeim tíma voru Allan Simonsen og Michael Laudrup súperstjörnur í evrópska fótboltanum. Það vissu ekki margir mikið um Martin Braithwaite. „Ég vil bara óska honum til hamingju. Nýttu tækifærið. Hann hefur unnið í fótboltalottóinu með því að komast að hjá þessum frábæra klúbb,“ sagði Michael Laudrup við dönsku sjónvarpsstöðina TV3+. Verdens Gang sagði frá. Það gera sér allir grein fyrir því að Martin Braithwaite fær ekki langan tíma hjá Barcelona því félagið mun endurheimta Luis Suárez og Ousmane Dembélé úr meiðslum og jafnvel kaupa eitt stykki Neymar í sumar. Laudrup om den nye Barca-angriperen: – Han har vunnet i lotteriet https://t.co/cIhu4zxXF0— VG Sporten (@vgsporten) February 21, 2020 „Ef hann stendur sig vel þá kemst hann að hjá liði á næsta tímabili, kannski ekki liði á sama stalli og Barcelona, en liði sem er um miðja deild á Spáni. Þar gæti hann fengið góðan samning sem væri frábært fyrir hann,“ sagði Laudrup. Martin Braithwaite verður fimmti Daninn til að spila fyrir Barcelona en hinir eru Allan Simonsen (1979-1983), Michael Laudrup (1989-1994), Ronnie Ekelund (1992-1994) og Thomas Christiansen (1992-1994). Ronnie Ekelund náði bara að spila einn leik fyrir Barcelona sem lánaði hann í fjórgang og Thomas Christiansen spilaði aldrei fyrir spænska félagið þrátt fyrir að vera leikmaður þess í tvö ár. Þeir voru hjá Barcelona á sama tíma og Michael Laudrup. Michael Laudrup átti flott ár hjá Barcelona, skoraði 40 mörk í 167 leikjum fyrir félagið og vann níu titla þar á meðal spænsku deildina fjórum sinnum og Evrópukeppni meistaraliða 1992. Laudrup fór frá Barcelona til Real Madrid. Allan Simonsen skoraði 31 mark í 98 leikjum með Barcelona en náði ekki að verða spænskur meistari með félaginu.
Danmörk Spænski boltinn Tengdar fréttir Nýi Daninn í Barcelona réð lítið við boltann á kynningu sinni á Nývangi Martin Braithwaite var ekki nógu góður fyrir Middlesbrough en hann er orðinn leikmaður spænska stórliðsins Barcelona í dag. Það kemur mörgum á óvart. 21. febrúar 2020 16:00 Neyddist til að segja konunni þegar tíðindin rötuðu í fjölmiðla "Ég heyrði af þessu fyrir viku og hef svo bara beðið. Ég sagði engum frá þessu en ég neyddist til að segja konunni minni þetta þegar fjölmiðlar fóru að fjalla um þetta,“ segir Martin Braithwaite sem þakkar Guði fyrir það að hann skuli öllum að óvörum vera orðinn leikmaður hins eina sanna Barcelona. 20. febrúar 2020 23:30 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Crystal Palace - Manchester City | Heimsækja bikarmeistarana Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Sjá meira
Nýi Daninn í Barcelona réð lítið við boltann á kynningu sinni á Nývangi Martin Braithwaite var ekki nógu góður fyrir Middlesbrough en hann er orðinn leikmaður spænska stórliðsins Barcelona í dag. Það kemur mörgum á óvart. 21. febrúar 2020 16:00
Neyddist til að segja konunni þegar tíðindin rötuðu í fjölmiðla "Ég heyrði af þessu fyrir viku og hef svo bara beðið. Ég sagði engum frá þessu en ég neyddist til að segja konunni minni þetta þegar fjölmiðlar fóru að fjalla um þetta,“ segir Martin Braithwaite sem þakkar Guði fyrir það að hann skuli öllum að óvörum vera orðinn leikmaður hins eina sanna Barcelona. 20. febrúar 2020 23:30