SÞ óttast blóðbað en Rússar segja allt í lagi Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2020 14:30 Nærri því milljón manna, og þar af mest konur og börn, hafa lagt á flótta undan sókninni og kalla Sameinuðu þjóðirnar eftir vopnahléi. Vísir/AP Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNOCHA, óttast blóðbað í Idlib-héraði í Sýrlandi. Stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, sækir þar fram gegn uppreisnar- og vígamönnum með stuðningi Rússa. Nærri því milljón manna, og þar af mest konur og börn, hafa lagt á flótta undan sókninni og kalla Sameinuðu þjóðirnar eftir vopnahléi. Yfirvöld Rússlands segja þó ósatt að þúsundir almennra borgara séu á flótta undan sókninni. Það er ekki rétt hjá Rússum. Fólkið hefur flúið í átt til Tyrklands en þar eru fyrir um 3,7 milljónir flóttamanna frá Tyrklandi. Yfirvöld þar segjast ekki geta tekið við fleiri flóttamönnum og hafa hótað því að gera innrás á svæðið til að stöðva sókn stjórnarhersins. Það felur í sér að fólkið yrði statt á milli tveggja herja. Reuters segir að fram hafi komið á blaðamannafundi í dag að fjölskyldur sofa úti við og þau brenni rusl til að halda á sér hita. Þá er vitað til þess að einhver börn hafi orðið úti. Þá færist átökin sífellt nær fólkinu. Loftárásir eru reglulegar í Idlib og hafa þær valdið miklu mannfalli meðal almennra borgara. Sameinuðu þjóðirnar hafa sent mikið magn hjálparbirgða til Idlib en erfiðlega gengur að koma þeim til flóttafólks vegna átakanna, veðurs og umferðar. Hér má sjá stutt viðtal við Mark Cutts frá UNOCHA um stöðuna í Idlib Þar að neðan má svo sjá samanburðarmynd frá landamærum Sýrlands og Tyrklands sem sýnir hve mikið flóttamannabúðir þar hafa stækkað á einu ári. Efri myndin er tekin 5. febrúar 2019 og sú neðri 16. febrúar 2020. UN deputy humanitarian coordinator Mark Cutts says the situation in Idlib is "desperate", adding that if airstrikes continue, Syria will face a "bloodbath" and a "massacre" on a scale that has never been seen during the entire civil war. Find out more https://t.co/FFNT42vZccpic.twitter.com/6bK2yoyk3V— Sky News (@SkyNews) February 20, 2020 Efri myndin er tekin 5. febrúar 2019 og sú neðri 16. febrúar 2020.AP/Maxar Technologies Rússland Sýrland Tyrkland Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNOCHA, óttast blóðbað í Idlib-héraði í Sýrlandi. Stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, sækir þar fram gegn uppreisnar- og vígamönnum með stuðningi Rússa. Nærri því milljón manna, og þar af mest konur og börn, hafa lagt á flótta undan sókninni og kalla Sameinuðu þjóðirnar eftir vopnahléi. Yfirvöld Rússlands segja þó ósatt að þúsundir almennra borgara séu á flótta undan sókninni. Það er ekki rétt hjá Rússum. Fólkið hefur flúið í átt til Tyrklands en þar eru fyrir um 3,7 milljónir flóttamanna frá Tyrklandi. Yfirvöld þar segjast ekki geta tekið við fleiri flóttamönnum og hafa hótað því að gera innrás á svæðið til að stöðva sókn stjórnarhersins. Það felur í sér að fólkið yrði statt á milli tveggja herja. Reuters segir að fram hafi komið á blaðamannafundi í dag að fjölskyldur sofa úti við og þau brenni rusl til að halda á sér hita. Þá er vitað til þess að einhver börn hafi orðið úti. Þá færist átökin sífellt nær fólkinu. Loftárásir eru reglulegar í Idlib og hafa þær valdið miklu mannfalli meðal almennra borgara. Sameinuðu þjóðirnar hafa sent mikið magn hjálparbirgða til Idlib en erfiðlega gengur að koma þeim til flóttafólks vegna átakanna, veðurs og umferðar. Hér má sjá stutt viðtal við Mark Cutts frá UNOCHA um stöðuna í Idlib Þar að neðan má svo sjá samanburðarmynd frá landamærum Sýrlands og Tyrklands sem sýnir hve mikið flóttamannabúðir þar hafa stækkað á einu ári. Efri myndin er tekin 5. febrúar 2019 og sú neðri 16. febrúar 2020. UN deputy humanitarian coordinator Mark Cutts says the situation in Idlib is "desperate", adding that if airstrikes continue, Syria will face a "bloodbath" and a "massacre" on a scale that has never been seen during the entire civil war. Find out more https://t.co/FFNT42vZccpic.twitter.com/6bK2yoyk3V— Sky News (@SkyNews) February 20, 2020 Efri myndin er tekin 5. febrúar 2019 og sú neðri 16. febrúar 2020.AP/Maxar Technologies
Rússland Sýrland Tyrkland Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira