Rooney spilar fimmhundruðasta leikinn sinn í Englandi í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2020 15:00 Wayne Rooney snéri aftur í enska boltann í síðasta mánuði. Getty/Harry Trump Wayne Rooney verður í sviðsljósinu í kvöld og það í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Ástæðan er tímamótaleikur hjá þessum fyrrum stórstjörnu og fyrirliða Manchester United. Næsti deildarleikur Wayne Rooney verður hans fimmhundruðasti í Englandi og í kvöld fær Derby County lið Fulham í heimsókn á Pride Park leikvanginn í Derby. Rooney kom til Derby um áramótin en hafði spilað undanfarin tvö ár með D.C. United í bandarísku MLS-deildinni. Wayne Rooney er alls kominn með 499 deildarleiki á Englandi og í þeim hefur hann skorað 210 mörk og gefið 105 stoðsendingar. 500@WayneRooney The former England captain is set to make his 500th English league appearance tonight for Derby v Fulham. Relive his best moments https://t.co/FNtPzydvXG— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 21, 2020 Í tilefni af þessum stóru tímamótum á merkum ferli Wayne Rooney þá hefur Sky Sports tekið saman skemmtilegt yfirlit yfir eftirminnilegustu deildarleiki hans í Englandi. Þar má sjá finna upprifjun á bæði hæðum og lægðum hans allt frá fyrsta leiknum, fyrsta markinu og fyrsta rauða spjaldinu í stærstu stundirnar á glæsilegum tíma hans hjá Manchester United. Wayne Rooney er uppalinn hjá Everton og hóf meistaraflokksferil sinn þar á 2002-03 tímabilinu. Ronney náði að spila í tvö tímabil með Everton áður en Manchester United keypti hann haustið 2004. Wayne Rooney náði síðan að spila þrettán tímabil með Manchester United og vinna enska meistaratitilinn fimm sinnum. Hann spilaði síðan eitt tímabil með Everton (2017-18) áður en hann fór til Bandaríkjanna. Í samantekt Sky Sports má líka sjá fróðlega tölfræði frá ferli Rooney en hann hefur spilað deildarleiki á móti 43 félögum og skorað gegn 37 þeirra. Bretland Enski boltinn Tímamót Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Sjá meira
Wayne Rooney verður í sviðsljósinu í kvöld og það í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Ástæðan er tímamótaleikur hjá þessum fyrrum stórstjörnu og fyrirliða Manchester United. Næsti deildarleikur Wayne Rooney verður hans fimmhundruðasti í Englandi og í kvöld fær Derby County lið Fulham í heimsókn á Pride Park leikvanginn í Derby. Rooney kom til Derby um áramótin en hafði spilað undanfarin tvö ár með D.C. United í bandarísku MLS-deildinni. Wayne Rooney er alls kominn með 499 deildarleiki á Englandi og í þeim hefur hann skorað 210 mörk og gefið 105 stoðsendingar. 500@WayneRooney The former England captain is set to make his 500th English league appearance tonight for Derby v Fulham. Relive his best moments https://t.co/FNtPzydvXG— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 21, 2020 Í tilefni af þessum stóru tímamótum á merkum ferli Wayne Rooney þá hefur Sky Sports tekið saman skemmtilegt yfirlit yfir eftirminnilegustu deildarleiki hans í Englandi. Þar má sjá finna upprifjun á bæði hæðum og lægðum hans allt frá fyrsta leiknum, fyrsta markinu og fyrsta rauða spjaldinu í stærstu stundirnar á glæsilegum tíma hans hjá Manchester United. Wayne Rooney er uppalinn hjá Everton og hóf meistaraflokksferil sinn þar á 2002-03 tímabilinu. Ronney náði að spila í tvö tímabil með Everton áður en Manchester United keypti hann haustið 2004. Wayne Rooney náði síðan að spila þrettán tímabil með Manchester United og vinna enska meistaratitilinn fimm sinnum. Hann spilaði síðan eitt tímabil með Everton (2017-18) áður en hann fór til Bandaríkjanna. Í samantekt Sky Sports má líka sjá fróðlega tölfræði frá ferli Rooney en hann hefur spilað deildarleiki á móti 43 félögum og skorað gegn 37 þeirra.
Bretland Enski boltinn Tímamót Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Sjá meira