Sportpakkinn: Rory McIlroy líður vel í efsta sæti heimslistans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2020 16:30 Rory McIlroy er að spila vel þessa dagana. Getty/Barry Chin Bestu kylfingar heims hefja leik á heimsmóti í golfi í Chapultepec vellinum í Mexikóborg síðar í dag. Þetta er fyrsta mót ársins af fjórum í heimsmótaröðinni og það er til mikils að vinna. Arnar Björnsson skoðaði mótið nánar. Dustin Johnson sigraði í fyrra og fékk 1,745 milljónir bandaríkjadali í verðlaun og að auki 550 FEDEX stig. Johnson varð 5 höggum á undan Rory McIlroy sem varð að láta sér nægja 1,095 milljónir dollara. 72 kylfingar keppa á mótinu og þeir skipta með sér rúmlega tíu milljónum dollara eða tæplega 1,3 milljarði íslenskra króna. Fimmtíu stigahæstu kylfingarnir frá síðasta heimslista fá keppnisrétt en nokkrir þeirra ákváðu að taka ekki þátt í mótinu, þeirra á meðal Tiger Woods sem náði sér ekki á strik á Genesis mótinu um síðustu helgi. Ástralinn Adam Scott vann þá sinn fjórtánda sigur í PGA mótaröðinni og þann fyrsta í fjögur ár. Með sigrinum fór Scott upp um sjö sæti á heimslistanum og er núna í sjöunda sæti. Norður Írinn Rory McIlroy heldur fyrsta sætinu á heimslistanum. „Það er gott að vera kominn aftur til Mexikó. Ég er búinn að spila vel í síðustu tvö skiptin. DJ (Dustin Johnson) var aðeins of góður í fyrra, ég spilaði lokahringinn með honum. Mér hefur alltaf liðið vel í þunna loftinu. Ég hef spilað vel hérna líkt og í Sviss og víðar í Evrópu. Mér líður vel og um það snýst þetta. Ég átti gott á í fyrra og held áfram að bæta suma þættina hjá mér og byggja ofan á fína spilamennsku. Í fyrsta sinn í hálft fimmta ár er ég í fyrsta sæti á heimslistanum þannig að mér líður vel“, sagði Rory McIlroy. Það má sjá frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Rory McIllroy líður vel í efsta sæti heimslistans Golf Sportpakkinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Bestu kylfingar heims hefja leik á heimsmóti í golfi í Chapultepec vellinum í Mexikóborg síðar í dag. Þetta er fyrsta mót ársins af fjórum í heimsmótaröðinni og það er til mikils að vinna. Arnar Björnsson skoðaði mótið nánar. Dustin Johnson sigraði í fyrra og fékk 1,745 milljónir bandaríkjadali í verðlaun og að auki 550 FEDEX stig. Johnson varð 5 höggum á undan Rory McIlroy sem varð að láta sér nægja 1,095 milljónir dollara. 72 kylfingar keppa á mótinu og þeir skipta með sér rúmlega tíu milljónum dollara eða tæplega 1,3 milljarði íslenskra króna. Fimmtíu stigahæstu kylfingarnir frá síðasta heimslista fá keppnisrétt en nokkrir þeirra ákváðu að taka ekki þátt í mótinu, þeirra á meðal Tiger Woods sem náði sér ekki á strik á Genesis mótinu um síðustu helgi. Ástralinn Adam Scott vann þá sinn fjórtánda sigur í PGA mótaröðinni og þann fyrsta í fjögur ár. Með sigrinum fór Scott upp um sjö sæti á heimslistanum og er núna í sjöunda sæti. Norður Írinn Rory McIlroy heldur fyrsta sætinu á heimslistanum. „Það er gott að vera kominn aftur til Mexikó. Ég er búinn að spila vel í síðustu tvö skiptin. DJ (Dustin Johnson) var aðeins of góður í fyrra, ég spilaði lokahringinn með honum. Mér hefur alltaf liðið vel í þunna loftinu. Ég hef spilað vel hérna líkt og í Sviss og víðar í Evrópu. Mér líður vel og um það snýst þetta. Ég átti gott á í fyrra og held áfram að bæta suma þættina hjá mér og byggja ofan á fína spilamennsku. Í fyrsta sinn í hálft fimmta ár er ég í fyrsta sæti á heimslistanum þannig að mér líður vel“, sagði Rory McIlroy. Það má sjá frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Rory McIllroy líður vel í efsta sæti heimslistans
Golf Sportpakkinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira