Snæfríður fær þrjár milljónir í bætur vegna ráðningar sem var afturkölluð Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. febrúar 2020 15:29 Snæfríður hefur skrifað bækur, starfað við fjölmiðla og deilt reynslu sinni af búsetu á Tenerife undanfarin ár. Samþykkt var á fundi bæjarráðs Akureyrar í dag að greiða Snæfríði Ingadóttur, sem ráðin var verkefnastjóri hjá Akureyrarstofu í fyrra, þrjár milljónir króna í miskabætur. Skömmu eftir að Snæfríður var ráðin var henni tilkynnt að ráðningin hefði verið afturkölluð. Greint er frá bótagreiðslunni í fundargerð bæjarráðs sem birt var á vef Akureyrarbæjar í dag en fyrst var greint frá á vef Ríkisútvarpsins. Snæfríður kærði málið til umboðsmanns Alþingis sem komst að þeirri niðurstöðu að Akureyrarbæ hefði ekki verið heimilt að afturkalla ráðningu hennar. Í áliti umboðsmanns kemur fram að bærinn hefði tilkynnt Snæfríði að ekki gæti orðið af ráðningunni vegna þess að háskólapróf konunnar væri annars eðlis en gengið hefði verið út frá þegar umsóknir um starfið voru metnar. Snæfríður kærði málið til umboðsmanns Alþingis sem komst að þeirri niðurstöðu að Akureyrarbæ hefði ekki verið heimilt að afturkalla ráðningu hennar.Vísir/vilhelm Annar umsækjandi, Jón Þór Kristjánsson frétta- og dagskrárgerðarmaður á RÚV, var ráðinn í hennar stað. Þegar starfið var auglýst í febrúar 2019 var eitt skilyrðið að umsækjendur hefðu háskólapróf sem nýttist í starfi. Snæfríður hafði meðal annars lokið einu ári í grunnnámi við Háskóla Íslands og síðar lokaprófi í tveggja ára blaðamennskunámi við norskan háskóla. Rök bæjarins fyrir því að afturkalla ráðninguna voru þau að Snæfríður hefði ekki lokið BA-, BS-prófi eða sambærilegu prófi en litið hefði verið svo á að skilyrðið um „háskólapróf“ í auglýsingunni hefði falið það í sér. Akureyrarbær var þó bundinn af orðalaginu í auglýsingunni, að mati umboðsmanns, og gat ekki breytt hæfniskröfunum fyrir starfið eftir á. Ekki hefði verið minnst á bakkalárpróf í auglýsingunni og hugtakið „háskólapróf“ væri almennt ekki skilið svo að þar væri eingöngu um að ræða bakkalárpróf. Akureyri Tengdar fréttir Sjónskert stúlka kemst ekki ferða sinna: „Einangrar sig frekar en að fara í rútunni“ Snæfríður Ingadóttir er lögblind en fær ekki leigubílaþjónustu. Foreldrarnir stefna Kópavogsbæ vegna málsins. Móðir hennar segir einnig skort á skilningi í grunnskólanum en Snæfríður er til dæmis skilin eftir þegar bekkurinn fer í ferðir. 4. maí 2015 08:00 Akureyrarbær mátti ekki afturkalla ráðningu í starf verkefnastjóra upplýsingamiðlunar Akureyrarbæ var ekki heimilt að afturkalla ráðningu konu í starf verkefnastjóra upplýsingamiðlunar hjá bænum eftir að henni hafði verið tilkynnt um ráðninguna. 3. febrúar 2020 22:51 Skrifa um eigin upplifun Út er komin ný ferðahandbók, Tenerife krakkabókin. Það sem er sérstakt við hana er að hún er að mestu skrifuð af ellefu ára stúlku, Ragnheiði Ingu Matthíasdóttur. 21. maí 2019 10:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Samþykkt var á fundi bæjarráðs Akureyrar í dag að greiða Snæfríði Ingadóttur, sem ráðin var verkefnastjóri hjá Akureyrarstofu í fyrra, þrjár milljónir króna í miskabætur. Skömmu eftir að Snæfríður var ráðin var henni tilkynnt að ráðningin hefði verið afturkölluð. Greint er frá bótagreiðslunni í fundargerð bæjarráðs sem birt var á vef Akureyrarbæjar í dag en fyrst var greint frá á vef Ríkisútvarpsins. Snæfríður kærði málið til umboðsmanns Alþingis sem komst að þeirri niðurstöðu að Akureyrarbæ hefði ekki verið heimilt að afturkalla ráðningu hennar. Í áliti umboðsmanns kemur fram að bærinn hefði tilkynnt Snæfríði að ekki gæti orðið af ráðningunni vegna þess að háskólapróf konunnar væri annars eðlis en gengið hefði verið út frá þegar umsóknir um starfið voru metnar. Snæfríður kærði málið til umboðsmanns Alþingis sem komst að þeirri niðurstöðu að Akureyrarbæ hefði ekki verið heimilt að afturkalla ráðningu hennar.Vísir/vilhelm Annar umsækjandi, Jón Þór Kristjánsson frétta- og dagskrárgerðarmaður á RÚV, var ráðinn í hennar stað. Þegar starfið var auglýst í febrúar 2019 var eitt skilyrðið að umsækjendur hefðu háskólapróf sem nýttist í starfi. Snæfríður hafði meðal annars lokið einu ári í grunnnámi við Háskóla Íslands og síðar lokaprófi í tveggja ára blaðamennskunámi við norskan háskóla. Rök bæjarins fyrir því að afturkalla ráðninguna voru þau að Snæfríður hefði ekki lokið BA-, BS-prófi eða sambærilegu prófi en litið hefði verið svo á að skilyrðið um „háskólapróf“ í auglýsingunni hefði falið það í sér. Akureyrarbær var þó bundinn af orðalaginu í auglýsingunni, að mati umboðsmanns, og gat ekki breytt hæfniskröfunum fyrir starfið eftir á. Ekki hefði verið minnst á bakkalárpróf í auglýsingunni og hugtakið „háskólapróf“ væri almennt ekki skilið svo að þar væri eingöngu um að ræða bakkalárpróf.
Akureyri Tengdar fréttir Sjónskert stúlka kemst ekki ferða sinna: „Einangrar sig frekar en að fara í rútunni“ Snæfríður Ingadóttir er lögblind en fær ekki leigubílaþjónustu. Foreldrarnir stefna Kópavogsbæ vegna málsins. Móðir hennar segir einnig skort á skilningi í grunnskólanum en Snæfríður er til dæmis skilin eftir þegar bekkurinn fer í ferðir. 4. maí 2015 08:00 Akureyrarbær mátti ekki afturkalla ráðningu í starf verkefnastjóra upplýsingamiðlunar Akureyrarbæ var ekki heimilt að afturkalla ráðningu konu í starf verkefnastjóra upplýsingamiðlunar hjá bænum eftir að henni hafði verið tilkynnt um ráðninguna. 3. febrúar 2020 22:51 Skrifa um eigin upplifun Út er komin ný ferðahandbók, Tenerife krakkabókin. Það sem er sérstakt við hana er að hún er að mestu skrifuð af ellefu ára stúlku, Ragnheiði Ingu Matthíasdóttur. 21. maí 2019 10:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Sjónskert stúlka kemst ekki ferða sinna: „Einangrar sig frekar en að fara í rútunni“ Snæfríður Ingadóttir er lögblind en fær ekki leigubílaþjónustu. Foreldrarnir stefna Kópavogsbæ vegna málsins. Móðir hennar segir einnig skort á skilningi í grunnskólanum en Snæfríður er til dæmis skilin eftir þegar bekkurinn fer í ferðir. 4. maí 2015 08:00
Akureyrarbær mátti ekki afturkalla ráðningu í starf verkefnastjóra upplýsingamiðlunar Akureyrarbæ var ekki heimilt að afturkalla ráðningu konu í starf verkefnastjóra upplýsingamiðlunar hjá bænum eftir að henni hafði verið tilkynnt um ráðninguna. 3. febrúar 2020 22:51
Skrifa um eigin upplifun Út er komin ný ferðahandbók, Tenerife krakkabókin. Það sem er sérstakt við hana er að hún er að mestu skrifuð af ellefu ára stúlku, Ragnheiði Ingu Matthíasdóttur. 21. maí 2019 10:00