„Eins og að fara í bardaga með byssu en engum kúlum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 20. febrúar 2020 08:30 Mourinho klappar leikmönnum sínum á bakið eftir leikinn í gær. vísir/getty Jose Mourinho, stjóri Tottenham, lét allt flakka eftir að lærisveinar hans töpuðu 1-0 fyrir Leipzig á heimavelli í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. Leipzig var mun sterkari aðilinn, þá sér í lagi í fyrri hálfleik, en Tottenham var heppið að vera bara 1-0 undir í hálfleik. Fyrsta spurning fréttamanns BT Sport eftir leikinn snérist um hvort að áhorfendur hafi fengið að sjá hið alvöru „Spurs“ eftir skiptingar Mourinho í síðari hálfleik. „Hvað ertu að meina með alvöru „Spurs“? Láttu ekki svona, verum hreinskilnir við strákanna og segjum þeim að þeir gerðu allt sem þeir gátu,“ sagði Mourinho eftir leikinn. „Veistu hvað Lamela náði mörgum æfingum fyrir leikinn? Engri. Kom úr meiðslum í meðhöndlun með sjúkraþjálfaranum og í 20 mínútur í Meistaradeildinni.“ Portúgalinn segir að liðið sakni greinilega og eðlilega, þeirra Harry Keane og Son Heung-min. „Þú verður að sjá hvernig við erum á þessu augnabliki. Þetta er eins og að fara í bardaga með byssu með engum kúlum. Þú getur sagt að við vorum heppnir en markvörðurinn varði tvisvar frábærlega.“ "It's like to go to a fight with a gun without bullets. We did all we could do." Jose Mourinho on Tottenham's display this evening and injuries amongst the squad...@DesKellyBTSpic.twitter.com/o5rkdMFFDt— Football on BT Sport (@btsportfootball) February 19, 2020 „Ég er ekki áhyggjufullur eftir 1-0. Við getum farið þangað og unnið. Það sem veldur mér áhyggjum er að þetta eru leikmennirnir mínir í næstu mörgum leikjum.“ „Moura var algjörlega dauður, Bergwijn var algjörlega dauður, Lo Celso var algjörlega dauður. Við erum í vandræðum. Ef það væri bara þessi leikur myndi ég segja að það væru engin vandamál en við erum í enska bikarnum og deildinni líka.“ Erik Lamela og Tanguy Ndombele komu með mikinn kraft inn í Tottenham-liðið í síðari hálfleik. Mourinho segir að það hafi þó ekki verið möguleiki fyrir þá að byrja leikinn. „Ekki segja mér að Lamela og Ndombele hafi getað byrjað leikinn því þeir hefðu ekki getað það.“ Að lokum skaut Portúgalinn föstum skotum að fréttamanninum sem tók viðtalið. Hann kom frá BT Sport en leik Chelsea og Tottenham á laugardaginn var flýtt til klukkan 12.30 að beiðni BT Sport. Klippa: Tottenham - Leipzig 0-1 Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Hetja Leipzig talaði vel um Liverpool eftir leikinn Timo Werner, sóknarmaður Leipzig, hrósaði Liverpool í hástert eftir að Leipzig hafði unnið 1-0 sigur á Tottenham í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. 20. febrúar 2020 08:00 Mótmæltu háu miðverði með því að kasta klósettpappír inn á völlinn | Myndband Leipzig vann góðan 1-0 sigur á Tottenham í Lundúnum í kvöld er þau mættust í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 20. febrúar 2020 07:30 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sport Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Sjá meira
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, lét allt flakka eftir að lærisveinar hans töpuðu 1-0 fyrir Leipzig á heimavelli í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. Leipzig var mun sterkari aðilinn, þá sér í lagi í fyrri hálfleik, en Tottenham var heppið að vera bara 1-0 undir í hálfleik. Fyrsta spurning fréttamanns BT Sport eftir leikinn snérist um hvort að áhorfendur hafi fengið að sjá hið alvöru „Spurs“ eftir skiptingar Mourinho í síðari hálfleik. „Hvað ertu að meina með alvöru „Spurs“? Láttu ekki svona, verum hreinskilnir við strákanna og segjum þeim að þeir gerðu allt sem þeir gátu,“ sagði Mourinho eftir leikinn. „Veistu hvað Lamela náði mörgum æfingum fyrir leikinn? Engri. Kom úr meiðslum í meðhöndlun með sjúkraþjálfaranum og í 20 mínútur í Meistaradeildinni.“ Portúgalinn segir að liðið sakni greinilega og eðlilega, þeirra Harry Keane og Son Heung-min. „Þú verður að sjá hvernig við erum á þessu augnabliki. Þetta er eins og að fara í bardaga með byssu með engum kúlum. Þú getur sagt að við vorum heppnir en markvörðurinn varði tvisvar frábærlega.“ "It's like to go to a fight with a gun without bullets. We did all we could do." Jose Mourinho on Tottenham's display this evening and injuries amongst the squad...@DesKellyBTSpic.twitter.com/o5rkdMFFDt— Football on BT Sport (@btsportfootball) February 19, 2020 „Ég er ekki áhyggjufullur eftir 1-0. Við getum farið þangað og unnið. Það sem veldur mér áhyggjum er að þetta eru leikmennirnir mínir í næstu mörgum leikjum.“ „Moura var algjörlega dauður, Bergwijn var algjörlega dauður, Lo Celso var algjörlega dauður. Við erum í vandræðum. Ef það væri bara þessi leikur myndi ég segja að það væru engin vandamál en við erum í enska bikarnum og deildinni líka.“ Erik Lamela og Tanguy Ndombele komu með mikinn kraft inn í Tottenham-liðið í síðari hálfleik. Mourinho segir að það hafi þó ekki verið möguleiki fyrir þá að byrja leikinn. „Ekki segja mér að Lamela og Ndombele hafi getað byrjað leikinn því þeir hefðu ekki getað það.“ Að lokum skaut Portúgalinn föstum skotum að fréttamanninum sem tók viðtalið. Hann kom frá BT Sport en leik Chelsea og Tottenham á laugardaginn var flýtt til klukkan 12.30 að beiðni BT Sport. Klippa: Tottenham - Leipzig 0-1
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Hetja Leipzig talaði vel um Liverpool eftir leikinn Timo Werner, sóknarmaður Leipzig, hrósaði Liverpool í hástert eftir að Leipzig hafði unnið 1-0 sigur á Tottenham í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. 20. febrúar 2020 08:00 Mótmæltu háu miðverði með því að kasta klósettpappír inn á völlinn | Myndband Leipzig vann góðan 1-0 sigur á Tottenham í Lundúnum í kvöld er þau mættust í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 20. febrúar 2020 07:30 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sport Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Sjá meira
Hetja Leipzig talaði vel um Liverpool eftir leikinn Timo Werner, sóknarmaður Leipzig, hrósaði Liverpool í hástert eftir að Leipzig hafði unnið 1-0 sigur á Tottenham í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. 20. febrúar 2020 08:00
Mótmæltu háu miðverði með því að kasta klósettpappír inn á völlinn | Myndband Leipzig vann góðan 1-0 sigur á Tottenham í Lundúnum í kvöld er þau mættust í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 20. febrúar 2020 07:30