Til varnar myrtum vini Sigurður Þórðarson skrifar 18. ágúst 2020 16:21 Það var fyrir meira en 20 árum og mér hefur ekki enn tekist að fyrirgefa Gerði Kristný fyrir þetta furðulega viðtal sem hún tók við Þórhall Ölversson, morðingja sem var gripinn var með blóðugar hendur eftir morðið á æskuvini mínum Agnari Agnarssyni. Sem ritstjóri Mannlífs gaf hún morðingjanum færi á að réttlæta verknaðinn meðal annars með því að bera á fórnarlamb sitt upplognar sakir um refsiverða háttsemi. Með þessu háttarlagi reyndi þáverandi ritstjóri Mannlífs að ræna ærunni af hinum látna, þótt fátt ef nokkuð styddi frásögn morðingjans, sem ritstjórinn þóttist trúa, vitandi að hinn látni gat ekki borið af sé sakir sem ritstjórinn tíundaði í blaði sínu. Þetta var áfall og viðbótar refsing fyrir okkur sem syrgðu látinn vin. Sem nánasti aðstandandi hafði ég fengið að skoða heimili Agnars, sem var morðvettvangurinn. Blóði drifin íbúðin bar það með sér að um ránmorð var að ræða, morðinginn hafði augljóslega leitað í bókahillum og gefið sér góðan tíma til að fletta bókum, blóðugum höndum. Fjöldi misdjúpra stungusára þöktu líkama fórnarlambsins og báru glöggt merki um hetjulega baráttu sem sennilega hefur tekið nokkrar klukkustundir. Þar sem ég var náinn vinur fórnarlambsins vill svo til að ég veit nákvæmlega um ástæðu ránmorðsins: Ástæðan var sú að Agnari hafði þá nýverið tæmst arfur og ég var einn örfárra sem vissi að hann geymdi allt féð í gjaldeyri á heimili sínu. Þessi vitneskja hafði illu heilli borist til morðingjans, Þórhalls Ölvissonar, fáum klukkustundum fyrir verknaðinn. Aldrei hefur verið upplýst hvað varð um alla peningana, sem voru í reiðufé eins og áður segir. Um þetta hef ég gefið skýrslur bæði hjá lögreglu og fyrir dómi. Þessi skelfilega saga rifjaðist upp þegar ég las fréttir af því í fjölmiðlum að rithöfundurinn Gerður Kristný var að hæla sér af þessu framtaki sínu í hlaðvarpsþætti Ríkisútvarpsins. Þar yfirsést Gerði sorgin yfir voveiflegu morði en rithöfundurinn kemst á flug yfir spennandi ferð sinni á Litla-Hraun, þar sem rithöfundurinn þykist hafa náð fram óvæntri játningu. Mannorðsmorð er refsilaust sé sá er fyrir því verður þegar myrtur. Löglegt en fullkomlega siðlaust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglumál Fjölmiðlar Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það var fyrir meira en 20 árum og mér hefur ekki enn tekist að fyrirgefa Gerði Kristný fyrir þetta furðulega viðtal sem hún tók við Þórhall Ölversson, morðingja sem var gripinn var með blóðugar hendur eftir morðið á æskuvini mínum Agnari Agnarssyni. Sem ritstjóri Mannlífs gaf hún morðingjanum færi á að réttlæta verknaðinn meðal annars með því að bera á fórnarlamb sitt upplognar sakir um refsiverða háttsemi. Með þessu háttarlagi reyndi þáverandi ritstjóri Mannlífs að ræna ærunni af hinum látna, þótt fátt ef nokkuð styddi frásögn morðingjans, sem ritstjórinn þóttist trúa, vitandi að hinn látni gat ekki borið af sé sakir sem ritstjórinn tíundaði í blaði sínu. Þetta var áfall og viðbótar refsing fyrir okkur sem syrgðu látinn vin. Sem nánasti aðstandandi hafði ég fengið að skoða heimili Agnars, sem var morðvettvangurinn. Blóði drifin íbúðin bar það með sér að um ránmorð var að ræða, morðinginn hafði augljóslega leitað í bókahillum og gefið sér góðan tíma til að fletta bókum, blóðugum höndum. Fjöldi misdjúpra stungusára þöktu líkama fórnarlambsins og báru glöggt merki um hetjulega baráttu sem sennilega hefur tekið nokkrar klukkustundir. Þar sem ég var náinn vinur fórnarlambsins vill svo til að ég veit nákvæmlega um ástæðu ránmorðsins: Ástæðan var sú að Agnari hafði þá nýverið tæmst arfur og ég var einn örfárra sem vissi að hann geymdi allt féð í gjaldeyri á heimili sínu. Þessi vitneskja hafði illu heilli borist til morðingjans, Þórhalls Ölvissonar, fáum klukkustundum fyrir verknaðinn. Aldrei hefur verið upplýst hvað varð um alla peningana, sem voru í reiðufé eins og áður segir. Um þetta hef ég gefið skýrslur bæði hjá lögreglu og fyrir dómi. Þessi skelfilega saga rifjaðist upp þegar ég las fréttir af því í fjölmiðlum að rithöfundurinn Gerður Kristný var að hæla sér af þessu framtaki sínu í hlaðvarpsþætti Ríkisútvarpsins. Þar yfirsést Gerði sorgin yfir voveiflegu morði en rithöfundurinn kemst á flug yfir spennandi ferð sinni á Litla-Hraun, þar sem rithöfundurinn þykist hafa náð fram óvæntri játningu. Mannorðsmorð er refsilaust sé sá er fyrir því verður þegar myrtur. Löglegt en fullkomlega siðlaust.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun