Neyðarástand í Kaliforníu Samúel Karl Ólason skrifar 19. ágúst 2020 09:04 Slökkviliðsmenn leita skjóls í bílum sínum vegna gróðurelds í gær. AP/Kent Porter Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur lýst yfir neyðarástandi í ríkinu vegna mikilla gróðurelda. Mikil hitabylgja gengur nú yfir vesturhluta Bandaríkjanna og hefur sú bylgja og gróðureldarnir leitt til mikils rafmagnsleysis í Kaliforníu. Einhverjir eldanna hafa kviknað vegna eldinga og stöðugur vindur hefur gert slökkvistarf erfitt. Yfirlýsing Newsom felur meðal annars í sér að hann hefur aðgang að meiri peningum og þjóðvarðliði Kaliforníu til að sporn gegn ástandinu í ríkinu. Ríkisstjórinn sagði í yfirlýsingu í gærkvöldi að öllum leiðum yrði beitt til að verja íbúa Kaliforníu í þessum öfgafullu aðstæðum. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín á undanfarinni viku. Hitinn hefur reynst slökkviliðsmönnum verulega erfiður ogf er ekkert útlit fyrir að kólna muni á næstu dögum, samkvæmt frétt LA Times. Vegna hitabylgjunnar hefur rafmagnsnotkun aukist til muna og hefur þurft að slökkva á rafmagni víða í ríkinu. Í gær var útlit fyrir að allt að tvær milljónir heimila og fyrirtækja yrðu án rafmagns í minnst klukkustund. Eftir neyðarkall frá yfirvöldum drógu íbúar þó verulega úr rafmagnsnotkun og reyndist ekki nauðsynlegt að grípa til þeirra aðgerða. That's a wrap. You did it, California consumers. No rotating power outages expected tonight. #ItWorked Thank you for keeping the #electricity flowing. https://t.co/AkPvZaE6Ah Another #FlexAlert in place tomorrow 3-10. #KeepConservingCA— California ISO (@California_ISO) August 19, 2020 Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Einn mesti hiti heimsins mældist í Bandaríkjunum í gær Dauðadalurinn í Kaliforníu ber nafn með rentu þessa dagana. 17. ágúst 2020 11:15 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira
Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur lýst yfir neyðarástandi í ríkinu vegna mikilla gróðurelda. Mikil hitabylgja gengur nú yfir vesturhluta Bandaríkjanna og hefur sú bylgja og gróðureldarnir leitt til mikils rafmagnsleysis í Kaliforníu. Einhverjir eldanna hafa kviknað vegna eldinga og stöðugur vindur hefur gert slökkvistarf erfitt. Yfirlýsing Newsom felur meðal annars í sér að hann hefur aðgang að meiri peningum og þjóðvarðliði Kaliforníu til að sporn gegn ástandinu í ríkinu. Ríkisstjórinn sagði í yfirlýsingu í gærkvöldi að öllum leiðum yrði beitt til að verja íbúa Kaliforníu í þessum öfgafullu aðstæðum. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín á undanfarinni viku. Hitinn hefur reynst slökkviliðsmönnum verulega erfiður ogf er ekkert útlit fyrir að kólna muni á næstu dögum, samkvæmt frétt LA Times. Vegna hitabylgjunnar hefur rafmagnsnotkun aukist til muna og hefur þurft að slökkva á rafmagni víða í ríkinu. Í gær var útlit fyrir að allt að tvær milljónir heimila og fyrirtækja yrðu án rafmagns í minnst klukkustund. Eftir neyðarkall frá yfirvöldum drógu íbúar þó verulega úr rafmagnsnotkun og reyndist ekki nauðsynlegt að grípa til þeirra aðgerða. That's a wrap. You did it, California consumers. No rotating power outages expected tonight. #ItWorked Thank you for keeping the #electricity flowing. https://t.co/AkPvZaE6Ah Another #FlexAlert in place tomorrow 3-10. #KeepConservingCA— California ISO (@California_ISO) August 19, 2020
Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Einn mesti hiti heimsins mældist í Bandaríkjunum í gær Dauðadalurinn í Kaliforníu ber nafn með rentu þessa dagana. 17. ágúst 2020 11:15 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira
Einn mesti hiti heimsins mældist í Bandaríkjunum í gær Dauðadalurinn í Kaliforníu ber nafn með rentu þessa dagana. 17. ágúst 2020 11:15