Anníe Mist byrjuð aftur: Ferðalagið til baka verður erfitt en þess virði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2020 09:00 Anníe Mist Þórisdóttir leyfði fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast vel með sér á meðgöngunni og hún ætlar líka að sýna frá því hvernig henni gengur að koma til baka eftir barnsburðinn. Mynd/Instagram Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir gladdi sitt fólk á Instagram með að sýna þeim að hún sé byrjuð á löngu en um leið erfiðu ferðalagi sínu til baka inn í sportið sitt. Anníe Mist Þórisdóttir varð móðir fyrir einni og hálfri viku og eins og hefur komið fram var fæðingin mjög erfið. Anníe Mist missti mikið blóð og þurfti hjálp við einföldustu hluti fyrstu dagana á eftir. Þeir sem þekkja Anníe Mist vita hins vegar að þar fer mikil baráttukona sem kallar ekki allt ömmu sína. Anníe Mist hefur glatt fylgjendur sína á Instagram með því að sýna þeim að hún er byrjuð að hreyfa sig aftur. Dóttir hennar, sem er strax orðin fræg í CrossFit heiminum sem Frederiksdottir, kom í heiminn mánudaginn 10. ágúst eða fyrir tíu dögum síðan. „Dagurinn í dag var fyrsti dagurinn minn sem ég hreyfi mig eitthvað. Ferðalagið til baka verður erfitt en þess virði,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir á Instagram og þar mátti sjá myndir af henni gera léttar æfingar á dýnunni eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram Today was my first day back! The journey will be hard but it will be worth it ?? #enjoythenourney #excited #onestepatatime A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Aug 18, 2020 at 3:34pm PDT Eins og Anníe Mist sagði frá í færslu á Instagram síðu sinni þá var fæðingin henni mjög erfið, það erfiðasta sem þessi mikla afrekskona hefur gengið í gegnum á sinni ævi og þá er nú mikið sagt. Hún kláraði sig í fæðingunni og átti mjög erfitt með allar hreyfingar þrátt fyrir að vera í frábæru formi eftir stífar æfingar á meðgöngunni. Sumir fylgjendur hennar hafa smá áhyggjur að Anníe sé að byrja of snemma en það má lesa það úr því sem hún sýnir af sér á samfélagsmiðlum að hún ætlar að fara hægt og rólega af stað. Anníe Mist æfði mikið nánast fram á síðasta dag meðgöngunnar þó auðvitað átti bumban eftir að hafa mikil áhrif á það sem hún gat gert. Anníe Mist sýndi myndband af sér í CrossFit Reykjavík í gær en tók það fram að hún væri að fara rólega af stað.Skjámynd/Instagram Anníe Mist er með bæði með myllumerkin „að njóta ferðalagsins“ og „eitt skref í einu“ sem eru góðar fréttir. Það verður athyglisvert að sjá hvernig gengur hjá henni að koma til baka en hún hefur alltaf talað um það að ætla að keppa aftur í CrossFit eftir barnsburðarleyfið. Hún var mætt aftur í CrossFit Reykjavík í gær og þar hefur örugglega rignt yfir hana hamingjuóskum frá æfingafélögum og öðrum sem þekkja þessa glaðlyndu og drífandi afrekskonu. CrossFit Tengdar fréttir Anníe missti meira en tvo lítra af blóði í fæðingunni: Erfiðasta sem ég hef gert Anníe Mist Þórisdóttir segir að hún verði lengi að ná sér eftir fæðingu dóttur sinnar fyrir viku síðan. Hún lýsti fæðingunni í pistil á Instagram. 17. ágúst 2020 08:30 Frederik sáttur með Anníe Mist: Stelpan mín er sterkari en allir Frederik Ægidius er á því að afrekskonan Anníe Mist Þórisdóttir hafi unnið sitt mesta afrek á ævinni um síðustu helgi. 14. ágúst 2020 08:30 CrossFit heimurinn bregst við: „Spenntur fyrir hönd heimsins að við eigum núna eina Frederiksdóttir“ Fjallið og sú hraustasta í heimi voru meðal þeirra fjölmörgu sem óskuðu Anníe Mist Þórisdóttur og Frederik Ægidius til hamingju með fæðingu dóttur þeirra en margar CrossFit stjörnur eru í þeim hópi. 12. ágúst 2020 08:30 Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif á leikinn“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira
Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir gladdi sitt fólk á Instagram með að sýna þeim að hún sé byrjuð á löngu en um leið erfiðu ferðalagi sínu til baka inn í sportið sitt. Anníe Mist Þórisdóttir varð móðir fyrir einni og hálfri viku og eins og hefur komið fram var fæðingin mjög erfið. Anníe Mist missti mikið blóð og þurfti hjálp við einföldustu hluti fyrstu dagana á eftir. Þeir sem þekkja Anníe Mist vita hins vegar að þar fer mikil baráttukona sem kallar ekki allt ömmu sína. Anníe Mist hefur glatt fylgjendur sína á Instagram með því að sýna þeim að hún er byrjuð að hreyfa sig aftur. Dóttir hennar, sem er strax orðin fræg í CrossFit heiminum sem Frederiksdottir, kom í heiminn mánudaginn 10. ágúst eða fyrir tíu dögum síðan. „Dagurinn í dag var fyrsti dagurinn minn sem ég hreyfi mig eitthvað. Ferðalagið til baka verður erfitt en þess virði,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir á Instagram og þar mátti sjá myndir af henni gera léttar æfingar á dýnunni eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram Today was my first day back! The journey will be hard but it will be worth it ?? #enjoythenourney #excited #onestepatatime A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Aug 18, 2020 at 3:34pm PDT Eins og Anníe Mist sagði frá í færslu á Instagram síðu sinni þá var fæðingin henni mjög erfið, það erfiðasta sem þessi mikla afrekskona hefur gengið í gegnum á sinni ævi og þá er nú mikið sagt. Hún kláraði sig í fæðingunni og átti mjög erfitt með allar hreyfingar þrátt fyrir að vera í frábæru formi eftir stífar æfingar á meðgöngunni. Sumir fylgjendur hennar hafa smá áhyggjur að Anníe sé að byrja of snemma en það má lesa það úr því sem hún sýnir af sér á samfélagsmiðlum að hún ætlar að fara hægt og rólega af stað. Anníe Mist æfði mikið nánast fram á síðasta dag meðgöngunnar þó auðvitað átti bumban eftir að hafa mikil áhrif á það sem hún gat gert. Anníe Mist sýndi myndband af sér í CrossFit Reykjavík í gær en tók það fram að hún væri að fara rólega af stað.Skjámynd/Instagram Anníe Mist er með bæði með myllumerkin „að njóta ferðalagsins“ og „eitt skref í einu“ sem eru góðar fréttir. Það verður athyglisvert að sjá hvernig gengur hjá henni að koma til baka en hún hefur alltaf talað um það að ætla að keppa aftur í CrossFit eftir barnsburðarleyfið. Hún var mætt aftur í CrossFit Reykjavík í gær og þar hefur örugglega rignt yfir hana hamingjuóskum frá æfingafélögum og öðrum sem þekkja þessa glaðlyndu og drífandi afrekskonu.
CrossFit Tengdar fréttir Anníe missti meira en tvo lítra af blóði í fæðingunni: Erfiðasta sem ég hef gert Anníe Mist Þórisdóttir segir að hún verði lengi að ná sér eftir fæðingu dóttur sinnar fyrir viku síðan. Hún lýsti fæðingunni í pistil á Instagram. 17. ágúst 2020 08:30 Frederik sáttur með Anníe Mist: Stelpan mín er sterkari en allir Frederik Ægidius er á því að afrekskonan Anníe Mist Þórisdóttir hafi unnið sitt mesta afrek á ævinni um síðustu helgi. 14. ágúst 2020 08:30 CrossFit heimurinn bregst við: „Spenntur fyrir hönd heimsins að við eigum núna eina Frederiksdóttir“ Fjallið og sú hraustasta í heimi voru meðal þeirra fjölmörgu sem óskuðu Anníe Mist Þórisdóttur og Frederik Ægidius til hamingju með fæðingu dóttur þeirra en margar CrossFit stjörnur eru í þeim hópi. 12. ágúst 2020 08:30 Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif á leikinn“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira
Anníe missti meira en tvo lítra af blóði í fæðingunni: Erfiðasta sem ég hef gert Anníe Mist Þórisdóttir segir að hún verði lengi að ná sér eftir fæðingu dóttur sinnar fyrir viku síðan. Hún lýsti fæðingunni í pistil á Instagram. 17. ágúst 2020 08:30
Frederik sáttur með Anníe Mist: Stelpan mín er sterkari en allir Frederik Ægidius er á því að afrekskonan Anníe Mist Þórisdóttir hafi unnið sitt mesta afrek á ævinni um síðustu helgi. 14. ágúst 2020 08:30
CrossFit heimurinn bregst við: „Spenntur fyrir hönd heimsins að við eigum núna eina Frederiksdóttir“ Fjallið og sú hraustasta í heimi voru meðal þeirra fjölmörgu sem óskuðu Anníe Mist Þórisdóttur og Frederik Ægidius til hamingju með fæðingu dóttur þeirra en margar CrossFit stjörnur eru í þeim hópi. 12. ágúst 2020 08:30