Fjórir Íslendingar í sóttkví í Víetnam Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. mars 2020 10:28 Kórónuveiruvarnir í Hanoi. Vísir/getty Fjórir Íslendingar eru nú í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Ráðuneytið hefur ekki fengið fregnir af því að neinn þeirra sé smitaður af veirunni. Greint var frá meintu kórónuveirusmiti Íslendings í Víetnam í erlendum fjölmiðlum í gær en fregnir af slíku eru þó á reiki. Töluverður viðbúnaður er nú í Hanoi, höfuðborg Víetnam, eftir að tilkynnt var um þrettán kórónuveirusmit í borginni. Smitin eru öll rakin til einstaklinga sem komu til Hanoi með flugi Vietnam Airlines frá London 2. mars síðastliðinn, að því er fram kemur í frétt Bloomberg sem birt var í gær. Í fréttinni kemur fram að 26 ára kona sem var farþegi í áðurnefndu flugi hafi greinst með kórónuveiru á föstudag. Hún hafði dvalið í London, París og Mílanó. Tveir menn tengdir konunni smituðust í kjölfarið af veirunni og síðar greindist annar farþegi í flugvélinni, 61 árs karlmaður, einnig með veiruna. Hátt í sextíu manns sem tengdust fólkinu voru þá settir í sóttkví. Bloomberg greinir jafnframt frá því að heilbrigðisráðuneyti Víetnam hafi staðfest níu smit til viðbótar í gær. Um sé að ræða erlenda ferðamenn; sjö Breta, einn Mexíkóa og einn Íslending. Breska dagblaðið Telegraph greinir einnig frá því á vef sínum að Íslendingur hafi greinst með veiruna en viðkomandi er þó sagður Íri í öðrum fjölmiðlum. Telegraph ræðir jafnframt við tvo breska bakpokaferðalanga sem sæta nú sóttkví í Víetnam. Þeir láta afar illa af dvöl sinni í sóttkvínni og líkja henni við fangelsisvist.Verða áfram í sambandi við Íslendingana María Mjöll Jónsdóttir upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins segir í samtali við Vísi að borgaraþjónustan viti af fjórum Íslendingum sem sæti nú sóttkví í Víetnam. Ekki sé hins vegar vitað til þess að nokkur þeirra sé smitaður af kórónuveirunni. Þá hafi fólki verið á ferð saman og hafi nýlega verið sett í sóttkví. Ekki fást frekari upplýsingar um málið að svo stöddu en borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins verður áfram í sambandi við Íslendingana.Nokkrir Íslendingar hafa verið í sóttkví á Tenerife síðan í lok febrúar. María segir að ráðuneytið hafi ekki fengið upplýsingar um fleiri Íslendinga sem sæti sóttkví erlendis. Alls hafa nú verið staðfest þrjátíu kórónuveirusmit í Víetnam.Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Víetnam Tengdar fréttir Svona var áttundi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis bjóða til upplýsingafundar í Björgunarmiðstöðinni að Skógarhlíð 14 klukkan 14 í dag. 8. mars 2020 13:00 Íslensk erfðagreining mun skima fyrir kórónuveirunni í næstu viku Íslensk erfðagreining mun hefja skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund með landlækni fyrr í dag um málið þar sem komist var að þessari niðurstöðu. 8. mars 2020 13:51 Smitum fækkar hratt í Kína Útbreiðsla kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum hefur dregist saman og tilfellum fækkað í Asíu á síðasta sólarhring en ástandið í Evrópu og Bandaríkjunum heldur áfram að versna. 9. mars 2020 07:39 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Fjórir Íslendingar eru nú í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Ráðuneytið hefur ekki fengið fregnir af því að neinn þeirra sé smitaður af veirunni. Greint var frá meintu kórónuveirusmiti Íslendings í Víetnam í erlendum fjölmiðlum í gær en fregnir af slíku eru þó á reiki. Töluverður viðbúnaður er nú í Hanoi, höfuðborg Víetnam, eftir að tilkynnt var um þrettán kórónuveirusmit í borginni. Smitin eru öll rakin til einstaklinga sem komu til Hanoi með flugi Vietnam Airlines frá London 2. mars síðastliðinn, að því er fram kemur í frétt Bloomberg sem birt var í gær. Í fréttinni kemur fram að 26 ára kona sem var farþegi í áðurnefndu flugi hafi greinst með kórónuveiru á föstudag. Hún hafði dvalið í London, París og Mílanó. Tveir menn tengdir konunni smituðust í kjölfarið af veirunni og síðar greindist annar farþegi í flugvélinni, 61 árs karlmaður, einnig með veiruna. Hátt í sextíu manns sem tengdust fólkinu voru þá settir í sóttkví. Bloomberg greinir jafnframt frá því að heilbrigðisráðuneyti Víetnam hafi staðfest níu smit til viðbótar í gær. Um sé að ræða erlenda ferðamenn; sjö Breta, einn Mexíkóa og einn Íslending. Breska dagblaðið Telegraph greinir einnig frá því á vef sínum að Íslendingur hafi greinst með veiruna en viðkomandi er þó sagður Íri í öðrum fjölmiðlum. Telegraph ræðir jafnframt við tvo breska bakpokaferðalanga sem sæta nú sóttkví í Víetnam. Þeir láta afar illa af dvöl sinni í sóttkvínni og líkja henni við fangelsisvist.Verða áfram í sambandi við Íslendingana María Mjöll Jónsdóttir upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins segir í samtali við Vísi að borgaraþjónustan viti af fjórum Íslendingum sem sæti nú sóttkví í Víetnam. Ekki sé hins vegar vitað til þess að nokkur þeirra sé smitaður af kórónuveirunni. Þá hafi fólki verið á ferð saman og hafi nýlega verið sett í sóttkví. Ekki fást frekari upplýsingar um málið að svo stöddu en borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins verður áfram í sambandi við Íslendingana.Nokkrir Íslendingar hafa verið í sóttkví á Tenerife síðan í lok febrúar. María segir að ráðuneytið hafi ekki fengið upplýsingar um fleiri Íslendinga sem sæti sóttkví erlendis. Alls hafa nú verið staðfest þrjátíu kórónuveirusmit í Víetnam.Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Víetnam Tengdar fréttir Svona var áttundi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis bjóða til upplýsingafundar í Björgunarmiðstöðinni að Skógarhlíð 14 klukkan 14 í dag. 8. mars 2020 13:00 Íslensk erfðagreining mun skima fyrir kórónuveirunni í næstu viku Íslensk erfðagreining mun hefja skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund með landlækni fyrr í dag um málið þar sem komist var að þessari niðurstöðu. 8. mars 2020 13:51 Smitum fækkar hratt í Kína Útbreiðsla kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum hefur dregist saman og tilfellum fækkað í Asíu á síðasta sólarhring en ástandið í Evrópu og Bandaríkjunum heldur áfram að versna. 9. mars 2020 07:39 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Svona var áttundi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis bjóða til upplýsingafundar í Björgunarmiðstöðinni að Skógarhlíð 14 klukkan 14 í dag. 8. mars 2020 13:00
Íslensk erfðagreining mun skima fyrir kórónuveirunni í næstu viku Íslensk erfðagreining mun hefja skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund með landlækni fyrr í dag um málið þar sem komist var að þessari niðurstöðu. 8. mars 2020 13:51
Smitum fækkar hratt í Kína Útbreiðsla kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum hefur dregist saman og tilfellum fækkað í Asíu á síðasta sólarhring en ástandið í Evrópu og Bandaríkjunum heldur áfram að versna. 9. mars 2020 07:39