Smitum fækkar hratt í Kína Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. mars 2020 07:39 Fjörutíu ný smit hafa verið staðfest í Kína síðasta sólarhringinn. Vísir/getty Útbreiðsla kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum hefur dregist saman og tilfellum fækkað í Asíu á síðasta sólarhring en ástandið í Evrópu og Bandaríkjunum heldur áfram að versna. Þetta eru stóru línurnar í þróun útbreiðslunnar á síðasta sólarhring. Alls hafa yfir 110 þúsund tilfelli nú verið staðfest á heimsvísu. Tilfellum í Bandaríkjunum hefur fjölgað talsvert á síðasta sólarhring en staðfest smit eru nú 565. Veiran hefur dregið minnst tuttugu og einn til dauða þar vestra. New York og Kalifornía hafa farið verst út úr faraldrinum en að minnsta kosti átta ríki hafa lýst yfir neyðastigi. Tveir þingmenn repúblikanaflokksins, Ted Cruz og Paul Gosar, eru í sóttkví eftir að hafa báðir umgengist einstakling sem reyndist sýktur. Betri fréttir fást aftur á móti frá Kína þar sem tilfellum hefur loks tekið að fækka. Fjörutíu ný smit hafa verið staðfest í landinu síðasta sólarhringinn sem er lægsta tala sem kínversk heilbrigðisyfirvöld hafa gefið frá sér á innan við sólarhring síðan yfirvöld hófu að birta tölur yfir smit í janúar. Ítalía hefur sem kunnugt er farið verst út úr faraldrinum en 7.300 hafa greinst með veiruna og 366 látið lífið. Forsætisráðherra Ítalíu tilkynnti ítölsku þjóðinni árla sunnudags að um það bil fjórðungur þjóðarinnar yrði settur í sóttkví en strangt ferðabann hefur verið tekið í gildi í Langbarðalandi auk fjórtán annarra sýsla í mið- og norðurhluta landsins. Frönsk stjórnvöld hafa nú bannað samkomur þar sem fleiri en þúsund manns eða fleiri koma saman. Þetta tilkynnti Olivier Véran heilbrigðisráðherra landsins í dag. Stjórnvöld höfðu áður bannað samkomur þar sem fimm þúsund eða fleiri komu saman innandyra. Tólf hundruð og níu tilfelli hafa verið staðfest í Frakklandi og nítján dauðsföll. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Útbreiðsla kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum hefur dregist saman og tilfellum fækkað í Asíu á síðasta sólarhring en ástandið í Evrópu og Bandaríkjunum heldur áfram að versna. Þetta eru stóru línurnar í þróun útbreiðslunnar á síðasta sólarhring. Alls hafa yfir 110 þúsund tilfelli nú verið staðfest á heimsvísu. Tilfellum í Bandaríkjunum hefur fjölgað talsvert á síðasta sólarhring en staðfest smit eru nú 565. Veiran hefur dregið minnst tuttugu og einn til dauða þar vestra. New York og Kalifornía hafa farið verst út úr faraldrinum en að minnsta kosti átta ríki hafa lýst yfir neyðastigi. Tveir þingmenn repúblikanaflokksins, Ted Cruz og Paul Gosar, eru í sóttkví eftir að hafa báðir umgengist einstakling sem reyndist sýktur. Betri fréttir fást aftur á móti frá Kína þar sem tilfellum hefur loks tekið að fækka. Fjörutíu ný smit hafa verið staðfest í landinu síðasta sólarhringinn sem er lægsta tala sem kínversk heilbrigðisyfirvöld hafa gefið frá sér á innan við sólarhring síðan yfirvöld hófu að birta tölur yfir smit í janúar. Ítalía hefur sem kunnugt er farið verst út úr faraldrinum en 7.300 hafa greinst með veiruna og 366 látið lífið. Forsætisráðherra Ítalíu tilkynnti ítölsku þjóðinni árla sunnudags að um það bil fjórðungur þjóðarinnar yrði settur í sóttkví en strangt ferðabann hefur verið tekið í gildi í Langbarðalandi auk fjórtán annarra sýsla í mið- og norðurhluta landsins. Frönsk stjórnvöld hafa nú bannað samkomur þar sem fleiri en þúsund manns eða fleiri koma saman. Þetta tilkynnti Olivier Véran heilbrigðisráðherra landsins í dag. Stjórnvöld höfðu áður bannað samkomur þar sem fimm þúsund eða fleiri komu saman innandyra. Tólf hundruð og níu tilfelli hafa verið staðfest í Frakklandi og nítján dauðsföll.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira