Konum með þroskahömlun ekki trúað Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. mars 2020 21:00 Konum með þroskahömlun er oft ekki trúað þegar þær segja frá kynferðisofbeldi Konum með þroskahömlun er oft ekki trúað þegar þær segja frá kynferðisofbeldi sem þær eru beittar að sögn verkefnastýru hjá Öryrkjabandalaginu. Horft sé á þær sem kynlausar verur. Í nýjasta þætti Kompás er fjallað um fatlaðar vændiskonur, meðal annars konur með þroskahömlun. Hér má sjá þáttinn. Þar lýsir kona á fertugsaldri, sem er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál, frá reynslu sinni af vændi. Hún segist oft hafa verið beitt ofbeldi. Þorbera Fjölnisdóttir er í kvennahreyfingu Öryrkjabandalagsins og tók þátt í rannsókn um ofbeldi gegn fötluðum konum. Hún segir það sem leiði fatlar konur út í vændi sé það sama og ófatlaðar konur: fátækt og fíkn. „Í fyrsta lagi eru örorkubætur svo lágar að það er ekki hægt að lifa mannsæmandi lífi á þeim, sérstaklega fatlaðar einstæðar mæður eru verst settar fjárhagslega," segir Þorbera. Þá segir hún að konunum sé oft ekki trúað þegar þær segja frá kynferðisofbeldi. „Þá er oft litið á fatlaðar konur sem kynlausar verur. Konur með þroskahömlun upplifa það oft að það sé litið á þær sem eilíf börn sem þær eru auðvitað alls ekki. Þeim hefur oft ekki verið trúað og þær hafa ekki fengið stuðning þegar þær hafa sagt frá og ekki fengið hjálp til að vinna úr málunum,“ segir Þorbera. Þorbera Fjölnisdóttir, verkefnastýra hjá Öryrkjabandalaginu Þá telur hún að konurnar verði fyrir kynferðisofbeldi vegna jaðarsetningar sem þær hafa orðið fyrir í þjóðfélaginu. „Samfélagið gerir ekki ráð fyrir okkur, fatlað fólk hefur til dæmis verið lokað inn á stofnunum, það ver fatlað fólk alls ekki fyrir ofbeldi að loka það inni. Þvert á móti, ég tala á grunni fjölmargra rannsókna, þessi aðgreining akkúrat skapar aðstæður það sem fatlað fólk verður fyrir mesta ofbeldinu,“ segir Þorbera.Fólk sem aðstoði konurnar í daglegu lífi sé í sumum tilfellum gerendurnir.„Þá ert þú í ofsalega erfiðri stöðu með að gera eitthvað í því af því þú ert háð þessum einstaklingi um aðstoð í þínu daglega lífi,“ segir Þorbera og bætir við að málin séu því flókin.Mikilvægt sé að konurnar fái fræðslu um hvað sé heilbrigt samband og hvað sé ofbeldissamband. „Þannig að fólk læri að þekkja mörkin,“ segir Þorbera. Kompás Tengdar fréttir Íslenskir karlmenn kaupa vændi af fötluðum konum Hópur íslenskra karlmanna kaupir vændi af konum með þroskahömlun. Þrjú vændismál af þessum toga voru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrra og ein kvennanna telur að kúnnarnir séu um sjötíu talsins. Þeir séu oft giftir, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. Hún hefur þurft að leita á Neyðarmóttöku vegna grófs ofbeldis. 2. mars 2020 21:00 „Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30 Tíu konur með þroskahömlun leita til Neyðarmóttökunnar á hverju ári Í mörgum tilfellum kynnast konurnar meintum ofbeldismönnum á netinu á fölskum forsendum. 5. mars 2020 07:00 Tugir ofbeldismála gegn fötluðu fólki á borði réttindagæslumanna Á fjórða tug ofbeldismála hafa síðasta árið komið á borð réttindagæslumanna fatlaðs fólks. Aðeins tvö og hálft stöðugildi réttindagæslumanns er á höfuðborgarsvæðinu og því stundum bið eftir þjónustunni 8. mars 2020 08:00 Hafa rannsakað tugi nauðgunarmála gegn konum með þroskahömlun Þrjátíu og sjö meintar nauðganir, þar sem brotaþoli er með þroskahömlun, hafa verið til rannsóknar hjá lögregluembættum landsins á síðustu fjórum árum. Í langflestum málanna hafa ófatlaðir menn haft kynmök við fatlaðar konur sem gátu hugsanlega ekki veitt upplýst samþykki vegna fötlunar sinnar. 1. mars 2020 20:00 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Konum með þroskahömlun er oft ekki trúað þegar þær segja frá kynferðisofbeldi sem þær eru beittar að sögn verkefnastýru hjá Öryrkjabandalaginu. Horft sé á þær sem kynlausar verur. Í nýjasta þætti Kompás er fjallað um fatlaðar vændiskonur, meðal annars konur með þroskahömlun. Hér má sjá þáttinn. Þar lýsir kona á fertugsaldri, sem er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál, frá reynslu sinni af vændi. Hún segist oft hafa verið beitt ofbeldi. Þorbera Fjölnisdóttir er í kvennahreyfingu Öryrkjabandalagsins og tók þátt í rannsókn um ofbeldi gegn fötluðum konum. Hún segir það sem leiði fatlar konur út í vændi sé það sama og ófatlaðar konur: fátækt og fíkn. „Í fyrsta lagi eru örorkubætur svo lágar að það er ekki hægt að lifa mannsæmandi lífi á þeim, sérstaklega fatlaðar einstæðar mæður eru verst settar fjárhagslega," segir Þorbera. Þá segir hún að konunum sé oft ekki trúað þegar þær segja frá kynferðisofbeldi. „Þá er oft litið á fatlaðar konur sem kynlausar verur. Konur með þroskahömlun upplifa það oft að það sé litið á þær sem eilíf börn sem þær eru auðvitað alls ekki. Þeim hefur oft ekki verið trúað og þær hafa ekki fengið stuðning þegar þær hafa sagt frá og ekki fengið hjálp til að vinna úr málunum,“ segir Þorbera. Þorbera Fjölnisdóttir, verkefnastýra hjá Öryrkjabandalaginu Þá telur hún að konurnar verði fyrir kynferðisofbeldi vegna jaðarsetningar sem þær hafa orðið fyrir í þjóðfélaginu. „Samfélagið gerir ekki ráð fyrir okkur, fatlað fólk hefur til dæmis verið lokað inn á stofnunum, það ver fatlað fólk alls ekki fyrir ofbeldi að loka það inni. Þvert á móti, ég tala á grunni fjölmargra rannsókna, þessi aðgreining akkúrat skapar aðstæður það sem fatlað fólk verður fyrir mesta ofbeldinu,“ segir Þorbera.Fólk sem aðstoði konurnar í daglegu lífi sé í sumum tilfellum gerendurnir.„Þá ert þú í ofsalega erfiðri stöðu með að gera eitthvað í því af því þú ert háð þessum einstaklingi um aðstoð í þínu daglega lífi,“ segir Þorbera og bætir við að málin séu því flókin.Mikilvægt sé að konurnar fái fræðslu um hvað sé heilbrigt samband og hvað sé ofbeldissamband. „Þannig að fólk læri að þekkja mörkin,“ segir Þorbera.
Kompás Tengdar fréttir Íslenskir karlmenn kaupa vændi af fötluðum konum Hópur íslenskra karlmanna kaupir vændi af konum með þroskahömlun. Þrjú vændismál af þessum toga voru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrra og ein kvennanna telur að kúnnarnir séu um sjötíu talsins. Þeir séu oft giftir, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. Hún hefur þurft að leita á Neyðarmóttöku vegna grófs ofbeldis. 2. mars 2020 21:00 „Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30 Tíu konur með þroskahömlun leita til Neyðarmóttökunnar á hverju ári Í mörgum tilfellum kynnast konurnar meintum ofbeldismönnum á netinu á fölskum forsendum. 5. mars 2020 07:00 Tugir ofbeldismála gegn fötluðu fólki á borði réttindagæslumanna Á fjórða tug ofbeldismála hafa síðasta árið komið á borð réttindagæslumanna fatlaðs fólks. Aðeins tvö og hálft stöðugildi réttindagæslumanns er á höfuðborgarsvæðinu og því stundum bið eftir þjónustunni 8. mars 2020 08:00 Hafa rannsakað tugi nauðgunarmála gegn konum með þroskahömlun Þrjátíu og sjö meintar nauðganir, þar sem brotaþoli er með þroskahömlun, hafa verið til rannsóknar hjá lögregluembættum landsins á síðustu fjórum árum. Í langflestum málanna hafa ófatlaðir menn haft kynmök við fatlaðar konur sem gátu hugsanlega ekki veitt upplýst samþykki vegna fötlunar sinnar. 1. mars 2020 20:00 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Íslenskir karlmenn kaupa vændi af fötluðum konum Hópur íslenskra karlmanna kaupir vændi af konum með þroskahömlun. Þrjú vændismál af þessum toga voru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrra og ein kvennanna telur að kúnnarnir séu um sjötíu talsins. Þeir séu oft giftir, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. Hún hefur þurft að leita á Neyðarmóttöku vegna grófs ofbeldis. 2. mars 2020 21:00
„Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30
Tíu konur með þroskahömlun leita til Neyðarmóttökunnar á hverju ári Í mörgum tilfellum kynnast konurnar meintum ofbeldismönnum á netinu á fölskum forsendum. 5. mars 2020 07:00
Tugir ofbeldismála gegn fötluðu fólki á borði réttindagæslumanna Á fjórða tug ofbeldismála hafa síðasta árið komið á borð réttindagæslumanna fatlaðs fólks. Aðeins tvö og hálft stöðugildi réttindagæslumanns er á höfuðborgarsvæðinu og því stundum bið eftir þjónustunni 8. mars 2020 08:00
Hafa rannsakað tugi nauðgunarmála gegn konum með þroskahömlun Þrjátíu og sjö meintar nauðganir, þar sem brotaþoli er með þroskahömlun, hafa verið til rannsóknar hjá lögregluembættum landsins á síðustu fjórum árum. Í langflestum málanna hafa ófatlaðir menn haft kynmök við fatlaðar konur sem gátu hugsanlega ekki veitt upplýst samþykki vegna fötlunar sinnar. 1. mars 2020 20:00