Komu tveimur skíðagöngumönnum til bjargar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2020 17:36 Að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg óskuðu mennirnir, óljóst þó, eftir aðstoð í gegnum tengilið sinn í Kanada. vísir/vilhelm Björgunarsveitin Dalbjörg í Eyjafirði var kölluð út fyrr í dag vegna tveggja skíðagöngumanna sem ætluðu sér að þvera hálendi Íslands frá norðri til suðurs. Að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg óskuðu mennirnir, óljóst þó, eftir aðstoð í gegnum tengilið sinn í Kanada. Þar sem upplýsingar voru ekki skýrar var ekki vitað nákvæmlega um ástand mannanna en þeir hefðu þó gert rétt í undirbúningi sínum, voru í sambandi við Safetravel og höfðu skilið þar eftir ferðaáætlun sína sem og aðgang að ferli sínum í gegnum neyðarsendi. Þar af leiðandi var hægt að sjá allar upplýsingar um mennina svo og staðsetningu auk þess sem haft var samband við tengilið varðandi nánari upplýsingar. Að því er segir í tilkynningu Landsbjargar fóru tveir vélsleðamenn úr Eyjafirði fyrr í dag og gátu ekið beint til mannanna þar sem þeir voru í tjaldi við Svíná austan Urðavatna ofan við Eyjafjörð. Var annar mannanna orðinn kaldur og blautur og áttu þeir því í erfiðleikum með að snúa til byggða eða halda áfram. Því var beðið eftir björgunarsveitarbifreið úr Eyjafirði sem flutti mennina til Akureyrar. Voru þeir komnir til byggða um fimmleytið samkvæmt upplýsingum frá Davíð Má Bjarnasyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Það amaði í sjálfu sér ekkert að þeim heldur lentu þeir í vandræðum eftir að annar þeirra blotnaði og tókst ekki að þurrka bleytuna almennilega. Að öðru leyti voru þeir hraustir og sprækir.Fréttin var uppfærð klukkan 18:06. Björgunarsveitir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Björgunarsveitin Dalbjörg í Eyjafirði var kölluð út fyrr í dag vegna tveggja skíðagöngumanna sem ætluðu sér að þvera hálendi Íslands frá norðri til suðurs. Að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg óskuðu mennirnir, óljóst þó, eftir aðstoð í gegnum tengilið sinn í Kanada. Þar sem upplýsingar voru ekki skýrar var ekki vitað nákvæmlega um ástand mannanna en þeir hefðu þó gert rétt í undirbúningi sínum, voru í sambandi við Safetravel og höfðu skilið þar eftir ferðaáætlun sína sem og aðgang að ferli sínum í gegnum neyðarsendi. Þar af leiðandi var hægt að sjá allar upplýsingar um mennina svo og staðsetningu auk þess sem haft var samband við tengilið varðandi nánari upplýsingar. Að því er segir í tilkynningu Landsbjargar fóru tveir vélsleðamenn úr Eyjafirði fyrr í dag og gátu ekið beint til mannanna þar sem þeir voru í tjaldi við Svíná austan Urðavatna ofan við Eyjafjörð. Var annar mannanna orðinn kaldur og blautur og áttu þeir því í erfiðleikum með að snúa til byggða eða halda áfram. Því var beðið eftir björgunarsveitarbifreið úr Eyjafirði sem flutti mennina til Akureyrar. Voru þeir komnir til byggða um fimmleytið samkvæmt upplýsingum frá Davíð Má Bjarnasyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Það amaði í sjálfu sér ekkert að þeim heldur lentu þeir í vandræðum eftir að annar þeirra blotnaði og tókst ekki að þurrka bleytuna almennilega. Að öðru leyti voru þeir hraustir og sprækir.Fréttin var uppfærð klukkan 18:06.
Björgunarsveitir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira