Undirbúningur verkfallsaðgerða hafinn hjá starfsfólki álversins í Straumsvík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. mars 2020 21:53 Starfsfólk í álverinu í Straumsvík mun ganga til atkvæðagreiðslu um hvort boða skuli til verkfallsaðgerða dagana 10.-13. mars næstkomandi. vísir/vilhelm Forsvarsmenn verkalýðsélaga starfsfólks sem vinnur í álverinu í Straumsvík sendi frá sér tilkynningu um að tilboði um eingreiðslu og framlengingu friðarskyldu sé hafnað. Þá kemur fram að ekki hafi fengist samþykki frá hluthafa Rio Tinto á Íslandi hf. til að ljúka undirritun nýs kjarasamnings. Stéttarfélögin hafa því ákveðið að hafna tilboði Rio Tinto á Íslandi og Samtaka atvinnulífsins um eingreiðslu og framlengingu friðarskyldu án nýs kjarasamnings. „Stéttarfélög starfsmanna Rio Tinto á Íslandi hf., sem rekur álverið í Straumsvík, vilja sem fyrr ljúka undirritun nýs kjarasamnings sem aðilar deilunnar hafa komið sér saman um, en ekki hefur fengist samþykki fyrir frá hluthafa Rio Tinto á Íslandi hf.,“ segir í tilkynningunni. Undirbúningur atkvæðagreiðslu félagsmanna um boðun verkfallsaðgerða er þegar hafinn. Þetta var niðurstaða formanna og samningsnefnda félaganna og var niðurstaða stéttarfélaganna kynnt viðsemjendum á fundi hjá Ríkissáttasemjara í morgun. Fyrirhugað er að atkvæðagreiðslur um verkfallsaðgerðir fari fram 10. til 13. Mars næstkomandi. Þá segir í tilkynningunni að verði niðurstaða atkvæðagreiðslu félagsmanna að boðað skuli til verkfallsaðgerða verði verkföll boðuð eins fljótt og hægt er þegar niðurstaða liggur fyrir. „Það er sem fyrr von stéttarfélaganna að aðilar undirriti hinn nýja kjarasamning áður en til verkfallsaðgerða kemur.“ Hafnarfjörður Kjaradeila í Straumsvík Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Boðar samninganefndir SA og starfsmanna ISAL á fund Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir starfsmanna ISAL – álversins í Straumsvík og Samtaka atvinnulífsins á fund næstkomandi föstudags í ljósi tíðinda morgunsins af mögulegri lokun álversins. 12. febrúar 2020 11:58 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Forsvarsmenn verkalýðsélaga starfsfólks sem vinnur í álverinu í Straumsvík sendi frá sér tilkynningu um að tilboði um eingreiðslu og framlengingu friðarskyldu sé hafnað. Þá kemur fram að ekki hafi fengist samþykki frá hluthafa Rio Tinto á Íslandi hf. til að ljúka undirritun nýs kjarasamnings. Stéttarfélögin hafa því ákveðið að hafna tilboði Rio Tinto á Íslandi og Samtaka atvinnulífsins um eingreiðslu og framlengingu friðarskyldu án nýs kjarasamnings. „Stéttarfélög starfsmanna Rio Tinto á Íslandi hf., sem rekur álverið í Straumsvík, vilja sem fyrr ljúka undirritun nýs kjarasamnings sem aðilar deilunnar hafa komið sér saman um, en ekki hefur fengist samþykki fyrir frá hluthafa Rio Tinto á Íslandi hf.,“ segir í tilkynningunni. Undirbúningur atkvæðagreiðslu félagsmanna um boðun verkfallsaðgerða er þegar hafinn. Þetta var niðurstaða formanna og samningsnefnda félaganna og var niðurstaða stéttarfélaganna kynnt viðsemjendum á fundi hjá Ríkissáttasemjara í morgun. Fyrirhugað er að atkvæðagreiðslur um verkfallsaðgerðir fari fram 10. til 13. Mars næstkomandi. Þá segir í tilkynningunni að verði niðurstaða atkvæðagreiðslu félagsmanna að boðað skuli til verkfallsaðgerða verði verkföll boðuð eins fljótt og hægt er þegar niðurstaða liggur fyrir. „Það er sem fyrr von stéttarfélaganna að aðilar undirriti hinn nýja kjarasamning áður en til verkfallsaðgerða kemur.“
Hafnarfjörður Kjaradeila í Straumsvík Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Boðar samninganefndir SA og starfsmanna ISAL á fund Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir starfsmanna ISAL – álversins í Straumsvík og Samtaka atvinnulífsins á fund næstkomandi föstudags í ljósi tíðinda morgunsins af mögulegri lokun álversins. 12. febrúar 2020 11:58 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Boðar samninganefndir SA og starfsmanna ISAL á fund Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir starfsmanna ISAL – álversins í Straumsvík og Samtaka atvinnulífsins á fund næstkomandi föstudags í ljósi tíðinda morgunsins af mögulegri lokun álversins. 12. febrúar 2020 11:58