Samningaviðræður Eflingar og borgarinnar í öngstræti Heimir Már Pétursson skrifar 4. mars 2020 18:30 Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar eru komnar í algert öngstræti. vísir/vilhelm Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar eru komnar í algert öngstræti. Deiluaðilar hafa ekki ræðst við frá því hurðum var skellt í Karphúsinu fyrir viku og Efling setur borgarstjóra skilyrði fyrir að formaður félagsins eigi með honum fund. Ekkert hefur verið fundað í deilu Eflingar og Reykjavíkurborgar frá því á miðvikudag í síðustu viku. Skilaboð gengu á milli herbergja en sameiginlegur fundur var stuttur og lauk með hurðaskellum. Deilan snýst orðið að stórum hluta um hvað borgarstjóri sagði eða sagði ekki í viðtali í Ríkissjónvarpinu fyrir hálfum mánuði um tilboð borgarinnar og hafa orðsendingar gengið á víxl á milli formanns Eflingar og borgarstjóra síðustu daga. Nú síðast í morgun svaraði formaður Eflingar boði borgarstjóra um fund með færslu á Facebook síðu hans. Þar setur formaðurinn tvö skilyrði fyrir fundinum. Að tilboð samninganefndar borgarinnar á fundi hjá ríkissáttasemjara hinn 19. febrúar verði birt opinberlega til að bera það saman við yfirlýsingar borgarstjóra og að borgarstjóri og formaðurinn eða annar fulltrúi Eflingar mætist í útvarpi eða sjónvarpi fyrir lok vikunnar. Borgarstjóri þáði ekki boð fréttastofunnar um að mæta formanninum í Íslandi í dag í kvöld og sagði það í verkahring samninganefnda að semja. Juan Carlos þurfti að taka þriggja ára dóttur sína með í vinnuna í dag vegna verkfalls Eflingar.stöð 2 Á meðan deiluaðilar ræðast ekki við en stangast á í fjölmiðlum eru foreldrar leikskólabarna margir farnir að ókyrrast. Foreldrafélagið í leikskólanum Hlíðar skorar á deiluaðila að setjast af alvöru við samningaborðið og hætta sandkassaleik. Fjöldi foreldra, eins og Juan Carlos Chocolatl sem vinnur hjá ræstingarfyrirtæki, hefur líka þurft að finna lausnir á pössun fyrir börn sín undanfarnar rúmar tvær vikur. Þriggja ára dóttir hans var með honum í vinnunni í dag. „Stundum er hún með mömmu sinni og stundum með mér. Við höfum verið að skiptast á með hana.“Ertu sáttur við þetta ástand? „Nei. En svona verður þetta að vera. Þau verðskulda að fá launahækkun þannig að þótt ég sé ekki ánægður með þetta þá styð ég þau ennþá,“ segir Juan Carlos. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Telur kröfur Eflingar „út úr kú“ og samningsvilja Sólveigar engan Þórarinn Ævarsson, sem gegndi starfi framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi í 13 ár, segir kröfur stéttarfélagsins Eflingar í yfirstandandi kjaraviðræðum við Reykjavíkurborg óásættanlegar. 29. febrúar 2020 14:45 Verkfall Eflingar heldur áfram þrátt fyrir tilboð um verkfallshlé Verkföll Eflingarfólks munu halda áfram þrátt fyrir boð samningarnefndar félagsins um tveggja daga verkfallshlé. 3. mars 2020 17:27 Bjóða verkfallshlé í tvo daga gegn skriflegri staðfestingu á „Kastljósstilboðinu“ Þessu greinir Efling frá í tilkynningu og kveðst hafa sent erindi þess efnis til borgarstjóra, með afriti á ríkissáttasemjara. 3. mars 2020 11:17 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira
Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar eru komnar í algert öngstræti. Deiluaðilar hafa ekki ræðst við frá því hurðum var skellt í Karphúsinu fyrir viku og Efling setur borgarstjóra skilyrði fyrir að formaður félagsins eigi með honum fund. Ekkert hefur verið fundað í deilu Eflingar og Reykjavíkurborgar frá því á miðvikudag í síðustu viku. Skilaboð gengu á milli herbergja en sameiginlegur fundur var stuttur og lauk með hurðaskellum. Deilan snýst orðið að stórum hluta um hvað borgarstjóri sagði eða sagði ekki í viðtali í Ríkissjónvarpinu fyrir hálfum mánuði um tilboð borgarinnar og hafa orðsendingar gengið á víxl á milli formanns Eflingar og borgarstjóra síðustu daga. Nú síðast í morgun svaraði formaður Eflingar boði borgarstjóra um fund með færslu á Facebook síðu hans. Þar setur formaðurinn tvö skilyrði fyrir fundinum. Að tilboð samninganefndar borgarinnar á fundi hjá ríkissáttasemjara hinn 19. febrúar verði birt opinberlega til að bera það saman við yfirlýsingar borgarstjóra og að borgarstjóri og formaðurinn eða annar fulltrúi Eflingar mætist í útvarpi eða sjónvarpi fyrir lok vikunnar. Borgarstjóri þáði ekki boð fréttastofunnar um að mæta formanninum í Íslandi í dag í kvöld og sagði það í verkahring samninganefnda að semja. Juan Carlos þurfti að taka þriggja ára dóttur sína með í vinnuna í dag vegna verkfalls Eflingar.stöð 2 Á meðan deiluaðilar ræðast ekki við en stangast á í fjölmiðlum eru foreldrar leikskólabarna margir farnir að ókyrrast. Foreldrafélagið í leikskólanum Hlíðar skorar á deiluaðila að setjast af alvöru við samningaborðið og hætta sandkassaleik. Fjöldi foreldra, eins og Juan Carlos Chocolatl sem vinnur hjá ræstingarfyrirtæki, hefur líka þurft að finna lausnir á pössun fyrir börn sín undanfarnar rúmar tvær vikur. Þriggja ára dóttir hans var með honum í vinnunni í dag. „Stundum er hún með mömmu sinni og stundum með mér. Við höfum verið að skiptast á með hana.“Ertu sáttur við þetta ástand? „Nei. En svona verður þetta að vera. Þau verðskulda að fá launahækkun þannig að þótt ég sé ekki ánægður með þetta þá styð ég þau ennþá,“ segir Juan Carlos.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Telur kröfur Eflingar „út úr kú“ og samningsvilja Sólveigar engan Þórarinn Ævarsson, sem gegndi starfi framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi í 13 ár, segir kröfur stéttarfélagsins Eflingar í yfirstandandi kjaraviðræðum við Reykjavíkurborg óásættanlegar. 29. febrúar 2020 14:45 Verkfall Eflingar heldur áfram þrátt fyrir tilboð um verkfallshlé Verkföll Eflingarfólks munu halda áfram þrátt fyrir boð samningarnefndar félagsins um tveggja daga verkfallshlé. 3. mars 2020 17:27 Bjóða verkfallshlé í tvo daga gegn skriflegri staðfestingu á „Kastljósstilboðinu“ Þessu greinir Efling frá í tilkynningu og kveðst hafa sent erindi þess efnis til borgarstjóra, með afriti á ríkissáttasemjara. 3. mars 2020 11:17 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira
Telur kröfur Eflingar „út úr kú“ og samningsvilja Sólveigar engan Þórarinn Ævarsson, sem gegndi starfi framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi í 13 ár, segir kröfur stéttarfélagsins Eflingar í yfirstandandi kjaraviðræðum við Reykjavíkurborg óásættanlegar. 29. febrúar 2020 14:45
Verkfall Eflingar heldur áfram þrátt fyrir tilboð um verkfallshlé Verkföll Eflingarfólks munu halda áfram þrátt fyrir boð samningarnefndar félagsins um tveggja daga verkfallshlé. 3. mars 2020 17:27
Bjóða verkfallshlé í tvo daga gegn skriflegri staðfestingu á „Kastljósstilboðinu“ Þessu greinir Efling frá í tilkynningu og kveðst hafa sent erindi þess efnis til borgarstjóra, með afriti á ríkissáttasemjara. 3. mars 2020 11:17