Veruleikinn kallar á breyttar leikreglur Katrín Oddsdóttir skrifar 4. mars 2020 14:00 Skemmst er frá því að fréttaþátturinn Kveikur sýndi okkur hversu átakanleg fátækt viðgegnst á Íslandi og hversu alvarlegar afleiðingar hún hefur fyrir þann hóp fólks sem býr við fátækt. Sorglegast er að horfa upp á þessa félagslegu aðstæður erfast á börn sem fæðast inn í þennan veruleika og geta með engu móti varist því að lenda í sömu gildru sjálf. Eftir að hafa horft á þáttinn fór ég að velta fyrir mér heildarsamhengi hlutanna og hvers vegna okkur á fámenna en auðuga Íslandi gangi svo hægt að breyta þessum málum til betri vegar. Hér er ein hugmynd sem ég legg inn í samfélagsumræðuna og vona að verði til gagns. Hugmynd að nýrri lagareglu: Einstaklingur sem hefur orðið uppvís um að flytja peninga sem hann, eða fyrirtæki sem hann stýrir, á í skattaskjól ætti að missa rétt til að gegna opinberu embætti í x mörg ár eftir að slík háttsemi hefur verið sönnuð. Rökstuðningur: Fólk sem velur að flytja fjármuni sína út úr íslenska skattkerfinu, en nýta sér samt sem áður grunnþjónustu hér á landi, hefur ekki náð þeim félagslega þroska sem þarf til þess að geta starfað í þágu samfélagsins alls. Því er hætta á að slíkt fólk geti einfaldlega ekki unnið í þágu þeirra jaðarsettu hópa sem verst hafa það. Með því að taka samt sem áður opinberar stöður, sem annars væru mannaðar af fólki sem vill í alvöru efna kosningaloforð á borð við það "að útrýma fáttækt", er fólkið sem skortir þessa samfélagslegu hugsun að hægja á þróun í átt að félagslegu réttlæti. Við höfum einfaldlega ekki efni á því að láta fátæk börn þjást á meðan efnuðum einstaklingum finnst sjálfsagt að fela ríkidæmi sitt svo að þeir borgi ekki meira til samfélagsins en þeim sjálfum finnst sanngjarnt, og taka svo auk þess að sér opinber störf sem skattgreiðendur kosta til að starfa fyrst og fremst í þágu annarra efnaðra einstaklinga í þessu landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Oddsdóttir Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Sjá meira
Skemmst er frá því að fréttaþátturinn Kveikur sýndi okkur hversu átakanleg fátækt viðgegnst á Íslandi og hversu alvarlegar afleiðingar hún hefur fyrir þann hóp fólks sem býr við fátækt. Sorglegast er að horfa upp á þessa félagslegu aðstæður erfast á börn sem fæðast inn í þennan veruleika og geta með engu móti varist því að lenda í sömu gildru sjálf. Eftir að hafa horft á þáttinn fór ég að velta fyrir mér heildarsamhengi hlutanna og hvers vegna okkur á fámenna en auðuga Íslandi gangi svo hægt að breyta þessum málum til betri vegar. Hér er ein hugmynd sem ég legg inn í samfélagsumræðuna og vona að verði til gagns. Hugmynd að nýrri lagareglu: Einstaklingur sem hefur orðið uppvís um að flytja peninga sem hann, eða fyrirtæki sem hann stýrir, á í skattaskjól ætti að missa rétt til að gegna opinberu embætti í x mörg ár eftir að slík háttsemi hefur verið sönnuð. Rökstuðningur: Fólk sem velur að flytja fjármuni sína út úr íslenska skattkerfinu, en nýta sér samt sem áður grunnþjónustu hér á landi, hefur ekki náð þeim félagslega þroska sem þarf til þess að geta starfað í þágu samfélagsins alls. Því er hætta á að slíkt fólk geti einfaldlega ekki unnið í þágu þeirra jaðarsettu hópa sem verst hafa það. Með því að taka samt sem áður opinberar stöður, sem annars væru mannaðar af fólki sem vill í alvöru efna kosningaloforð á borð við það "að útrýma fáttækt", er fólkið sem skortir þessa samfélagslegu hugsun að hægja á þróun í átt að félagslegu réttlæti. Við höfum einfaldlega ekki efni á því að láta fátæk börn þjást á meðan efnuðum einstaklingum finnst sjálfsagt að fela ríkidæmi sitt svo að þeir borgi ekki meira til samfélagsins en þeim sjálfum finnst sanngjarnt, og taka svo auk þess að sér opinber störf sem skattgreiðendur kosta til að starfa fyrst og fremst í þágu annarra efnaðra einstaklinga í þessu landi.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar