Krepptur hnefi verkfallsbarna Þórdís Valsdóttir skrifar 3. mars 2020 14:22 Nú eru liðnir, að því er virðist, óteljandi dagar síðan verkfallsaðgerðir félagsmanna Eflingar í borginni hófust en lausn deilunnar virðist ekki í sjónmáli. Er ekki nóg komið? Flest börn þrífast á rútínu, lífið gengur einfaldlega betur þegar hversdagsleikinn svokallaði er í hámarki. Venjulegir dagar þar sem börn þurfa ekki að fylgja foreldrum sínum eftir í vinnu, foreldrar taka sér leyfi úr vinnu eða börnin eru á vergangi hjá vinum og vandamönnum. Verkfallið er farið að taka sinn toll af geðheilsu barnanna og í mínum veruleika endurspeglaðist það í krepptum hnefa dóttur minnar, verkfallsbarnsins, sem skall á andlitið á mér eftir einn af þessum verkfallsdögum þar sem öll stórfjölskyldan hafði lagt sitt á vogarskálarnar til þess að láta púslið ganga upp. Þegar þetta er skrifað hafa samningsaðilar ekki fundað í sex daga, það er að mínu mati virðingarleysi við þau 3500 börn sem verkfallið hefur áhrif á. Ég skal taka því á hnefanum að skipuleggja heimilislífið, eiga daglega skipulagsfundi með maka mínum og reyna að útskýra á einfaldan máta fyrir dætrum mínum hvernig dagarnir eru og munu verða. Ég get þó ekki sætt mig við að aðgerðarleysi samningsaðila bitni á geðheilsu barnanna. Að mínu mati eiga börnin það skilið að þið fundið, í það minnsta.Höfundur er lögfræðingur, útvarpskona og móðir tveggja leikskólabarna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú eru liðnir, að því er virðist, óteljandi dagar síðan verkfallsaðgerðir félagsmanna Eflingar í borginni hófust en lausn deilunnar virðist ekki í sjónmáli. Er ekki nóg komið? Flest börn þrífast á rútínu, lífið gengur einfaldlega betur þegar hversdagsleikinn svokallaði er í hámarki. Venjulegir dagar þar sem börn þurfa ekki að fylgja foreldrum sínum eftir í vinnu, foreldrar taka sér leyfi úr vinnu eða börnin eru á vergangi hjá vinum og vandamönnum. Verkfallið er farið að taka sinn toll af geðheilsu barnanna og í mínum veruleika endurspeglaðist það í krepptum hnefa dóttur minnar, verkfallsbarnsins, sem skall á andlitið á mér eftir einn af þessum verkfallsdögum þar sem öll stórfjölskyldan hafði lagt sitt á vogarskálarnar til þess að láta púslið ganga upp. Þegar þetta er skrifað hafa samningsaðilar ekki fundað í sex daga, það er að mínu mati virðingarleysi við þau 3500 börn sem verkfallið hefur áhrif á. Ég skal taka því á hnefanum að skipuleggja heimilislífið, eiga daglega skipulagsfundi með maka mínum og reyna að útskýra á einfaldan máta fyrir dætrum mínum hvernig dagarnir eru og munu verða. Ég get þó ekki sætt mig við að aðgerðarleysi samningsaðila bitni á geðheilsu barnanna. Að mínu mati eiga börnin það skilið að þið fundið, í það minnsta.Höfundur er lögfræðingur, útvarpskona og móðir tveggja leikskólabarna.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar