Nú eru liðnir, að því er virðist, óteljandi dagar síðan verkfallsaðgerðir félagsmanna Eflingar í borginni hófust en lausn deilunnar virðist ekki í sjónmáli. Er ekki nóg komið?
Flest börn þrífast á rútínu, lífið gengur einfaldlega betur þegar hversdagsleikinn svokallaði er í hámarki. Venjulegir dagar þar sem börn þurfa ekki að fylgja foreldrum sínum eftir í vinnu, foreldrar taka sér leyfi úr vinnu eða börnin eru á vergangi hjá vinum og vandamönnum.
Verkfallið er farið að taka sinn toll af geðheilsu barnanna og í mínum veruleika endurspeglaðist það í krepptum hnefa dóttur minnar, verkfallsbarnsins, sem skall á andlitið á mér eftir einn af þessum verkfallsdögum þar sem öll stórfjölskyldan hafði lagt sitt á vogarskálarnar til þess að láta púslið ganga upp.
Þegar þetta er skrifað hafa samningsaðilar ekki fundað í sex daga, það er að mínu mati virðingarleysi við þau 3500 börn sem verkfallið hefur áhrif á.
Ég skal taka því á hnefanum að skipuleggja heimilislífið, eiga daglega skipulagsfundi með maka mínum og reyna að útskýra á einfaldan máta fyrir dætrum mínum hvernig dagarnir eru og munu verða. Ég get þó ekki sætt mig við að aðgerðarleysi samningsaðila bitni á geðheilsu barnanna.
Að mínu mati eiga börnin það skilið að þið fundið, í það minnsta.
Höfundur er lögfræðingur, útvarpskona og móðir tveggja leikskólabarna.

Krepptur hnefi verkfallsbarna
Skoðun

Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun
Erna Bjarnadóttir skrifar

Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque
Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar

Traustur vinur getur gert voðaverk!
Arnrún María Magnúsdóttir skrifar

Hrós getur skipt sköpum
Ingrid Kuhlman skrifar

Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda
Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar

Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands
Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar

Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum
Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar

Jón og félagar eru farnir
Árni Guðmundsson skrifar

Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi
Einar Karl Friðriksson skrifar

Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru
Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar

Við lifum í skjóli hvers annars
Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar

Halldór 01.03.2025
skrifar

COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Meira um íslenskan her
skrifar

Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu
Hópur Sjálfstæðismanna skrifar

Háskóladagurinn og föðurlausir drengir
Margrét Valdimarsdóttir skrifar

Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands
Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar

En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla
Pétur Henry Petersen skrifar

Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur
Micah Garen skrifar

Tölum um það sem skiptir máli
Flosi Eiríksson skrifar

Hvernig borg verður til
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar?
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum
Helga Rósa Másdóttir skrifar

Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund?
Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar

Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025
Alice Viktoría Kent skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar
Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar

Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl
Jóna Lárusdóttir skrifar

Látum verkin tala
Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar