Erlent

Sitja sem fastast vegna gruns um kórónu­veiru­smit

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá Haugesund.
Frá Haugesund. Vísir/Getty

Þýska skemmtiferðaskipið Aida Aura hefur frestað brottför sinni frá Haugasundi í Noregi vegna gruns um kórónuveirusmit um borð.

Um 1200 farþegar eru í skipinu en fyrirhugað var að sigla því úr höfn í Haugasundi um miðjan dag í gær, mánudag. Förinni var þó frestað þegar í ljós kom að tveir farþegar sýndu einkenni kórónuveirusmits. Þeir eru þó sagðir nær fullfrískir nú. Prófað hefur verið fyrir veirunni hjá umræddum farþegum og er niðurstaðanna nú beðið.

Í frétt NRK segir að farþegarnir tveir hafi fyrir um viku síðan átt í samskiptum við manneskju sem síðar var greind með kórónuveiru. Sú síðastnefnda er ekki um borð í skipinu. Öll þrjú eru frá Þýskalandi. Farþegarnir eru í sóttkví í káetu sinni um borð í skipinu á meðan niðurstöðu er beðið. Talið er að hún verði ljós í dag.


Tengdar fréttir

Þrjú ný kórónuveirusmit staðfest

Þrjú kórónusmit til viðbótar hafa verið staðfest hér á landi. Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.

Kínverjar komnir í gegnum það versta

Heilbrigðisráðuneyti Kína tilkynnti í nótt að einungis 125 ný smit nýju kórónuveirunnar hafi verið staðfest þar í landi á einum sólarhring. Sú tala hefur ekki verið svo lág síðan þann 20. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×