Lífið

Þetta er konan sem verður í aðalhlutverki í The Bachelorette

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Sjónvarpsstöðin ABC tilkynnti í morgunþættinum Good Morning America hvaða kona verður í aðalhlutverki í næstu þáttaröð af The Bachelorette sem er númer 16 í röðinni.
Sjónvarpsstöðin ABC tilkynnti í morgunþættinum Good Morning America hvaða kona verður í aðalhlutverki í næstu þáttaröð af The Bachelorette sem er númer 16 í röðinni. Skjáskot af GMM

Sjónvarpsstöðin ABC tilkynnti í morgunþættinum Good Morning America hvaða kona verður í aðalhlutverki í næstu þáttaröð af The Bachelorette sem er númer 16 í röðinni.

Þættirnir The Bachelorette njóta sífellt meiri vinsælda um heim allan og sérstaklega í Bandaríkjunum.

Í þáttunum keppast þrjátíu karlmenn um hylli konunnar sem er í aðalhlutverki.

Þau sem ekki vilja vita hver næsta piparjónkan í þáttum ABC er ættu að hætta að lesa núna.

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

Það er búið að vara þig við.

Konan sem verður í aðalhlutverki í 16. þáttaröðinni af The Bachelorette er Clare Crawley. Sjálf frétti hún af þessum vendingum í gær og er því ekki fyllilega búin að venjast tilhugsuninni.

Þetta sagði hún í fyrsta viðtalinu sem hún veitti í hinu nýja hlutverki.

Crawley er aðdáendum Bachelor-þáttanna að góðu kunn en árið 2014 tók hún þátt í The Bachelor þar sem hún keppti um hylli hins umdeilda piparsveins Juan Pablo Galavi. Þá tók hún tvisvar sinnum þátt í hliðarafurð þáttanna Bachelor in Paradise og að lokum Bachelor Winter Games þar sem hún trúlofaðist Benoît Beauséjour-Savard en sambandið reyndist skammlíft.

Crawley er 38 ára en aðstandendur þáttanna hafa verið gagnrýndir undanfarið fyrir að hafa valið allt of unga þátttakendur.

Í viðtalinu hjá Good Morning America sagðist Crawley vonist til þess að karlmennirnir sem verða í þáttaröðinni hennar muni þora að vera einlægir og berskjaldaðir.


Tengdar fréttir

Ástin skorar hærra hjá þjóðinni en enski boltinn

Raunveruleikaþættirnir Love Island og Bachelor hafa notið gífurlegra vinsælda hér á landi og bera áhorfstölur þess sterk merki. Síminn, sem er einnig rétthafi ensku úrvalsdeildarinnar hér á landi, upplýsti um það í dag að mun meira áhorf sé á þættina en á enska boltann.

Kunnuglegt andlit vann Dancing with the Stars

Eins og margir vita hefjast skemmtiþættirnir Allir geta dansað á Stöð 2 á föstudagskvöldið. Þetta mun vera önnur þáttaröðin en Jóhanna Guðrún og Max unnu fyrstu þáttaröðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×