Hlustaði á CrossFit samfélagið og færði The Open á sinn gamla stað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2020 08:30 Eric Roza eignaðist CrossFit í sumar og hefur breytt starfsháttum innan samtakanna. Getty/Brent Lewis Eric Roza svaraði spurningum frá CrossFit samfélaginu í opnum fundi á Youtube í vikunni þar sem hann var með Nicole Carroll sér við hlið. Nicole Carroll er mikill reynslubolti en hætti hjá CrossFit þegar kom í ljós hvernig vinnuumhverfið var hjá CrossFit samtökunum undir stjórn Greg Glassman. Hún hætti síðan við að hætta þegar Eric Roza tók yfir. Það fór ekki vel í alla í fyrra þegar The Open hluti heimsleikanna í CrossFit var allt í einu komið á dagskrá löngu fyrir áramót eftir að hafa farið vanalega fram eftir áramót. Þetta þýðir sem dæmi að 2020 CrossFit tímabilið mun enda meira en ári eftir að það byrjaði. Auðvitað hefur COVID-19 mikið um það að gera en það hjálpaði ekki að upphaf undankeppni heimsleikanna var fært fram um nokkra mánuði. Nú verður aftur breyting á þessu sem margir úr CrossFit heiminum munu örugglega fagna. Eric Roza tilkynnti það í spjalli sínu með Nicole Carroll að tekin hafi verið sú ákvörðun að færa The Open aftur á sinn gamla stað. Hér fyrir neðan má sjá Eric Roza ræða þetta á Youtube fundinum. View this post on Instagram We re going to be running the Open in February and March, and that is going to lead cohesively to a CrossFit Games. @rozaeric, CEO of @CrossFit Question asked by Kaylee and Matt Lovelady of CrossFit I1uvit (@CrossFit_i1uvit) Catch up on more topics from the CrossFit Town Hall on CrossFit.com. Subtitles coming soon. Link in bio. @crossfitfrance @crossfit_italia @crossfitespana @crossfitdeutschland @crossfitbrazil @crossfitmexico @crossfitkorea @crossfituk #CommittedtoCrossFit #CrossFit #CrossFitGames #Fitness #FittestonEarth #Sports A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) on Aug 19, 2020 at 5:40pm PDT „Það var ljóst að langflestir vildu sjá The Open fara aftur á þeim tíma sem það hafði alltaf verið fyrir árið 2019 eða í febrúar. Ég er ánægður með það að geta sagt ykkur að The Open verður í febrúar og mars á næsta ári,“ sagði Eric Roza. The Open, eða opni hluti undankeppni heimsleikanna, gefur öllum tækifæri til að senda inn æfingar og í boði eru sæti á heimsleikunum fyrir þau tuttugu bestu og svo þann besta frá hverju landi í karla- og kvennaflokki. „Það sem ég get staðfest við ykkur, þó að það sé erfitt að staðfesta eitthvað á tímum COVID, er að The Open mun fara fram í febrúar og mars sem. The Open mun líka tengjast heimsleikunum sem ég held að ef ég ætti að giska að fari fram seinna á árinu en við erum vön,“ sagði Eric Roza. „Ástæðan fyrir því er að við viljum tryggja sem mesta möguleikana á því að við getum haft sem stærstan þátttökufjölda á heimsleikunum og að við getum verið með áhorfendur á pöllunum,“ sagði Eric Roza sem hefur það eftir sérfræðingum að það megi búast við því að COVID muni hafa áhrif á viðburði í að minnsta kosti eitt ár í viðbót. „Það lítur út fyrir það að því seinna sem við höldum heimsleikanna á árinu 2021 því meiri líkur eru á því að við getum verið með stærri keppandahóp og einhvers konan lifandi áhorfendur,“ sagði Eric Roza. Eric Roza ræddi líka um möguleikann á því að koma aftur með svæðistengdar undankeppnir en metur það sem svo að þar sé fólk ekki eins sammála. Sumir vilja koma aftur með svæðiskeppnirnar en aðrir vilja halda áfram að gefa sæti í gegnum einstök mót. Það er samt að heyra á honum að svæðiskeppnirnar muni ekki snúa aftur. CrossFit Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
Eric Roza svaraði spurningum frá CrossFit samfélaginu í opnum fundi á Youtube í vikunni þar sem hann var með Nicole Carroll sér við hlið. Nicole Carroll er mikill reynslubolti en hætti hjá CrossFit þegar kom í ljós hvernig vinnuumhverfið var hjá CrossFit samtökunum undir stjórn Greg Glassman. Hún hætti síðan við að hætta þegar Eric Roza tók yfir. Það fór ekki vel í alla í fyrra þegar The Open hluti heimsleikanna í CrossFit var allt í einu komið á dagskrá löngu fyrir áramót eftir að hafa farið vanalega fram eftir áramót. Þetta þýðir sem dæmi að 2020 CrossFit tímabilið mun enda meira en ári eftir að það byrjaði. Auðvitað hefur COVID-19 mikið um það að gera en það hjálpaði ekki að upphaf undankeppni heimsleikanna var fært fram um nokkra mánuði. Nú verður aftur breyting á þessu sem margir úr CrossFit heiminum munu örugglega fagna. Eric Roza tilkynnti það í spjalli sínu með Nicole Carroll að tekin hafi verið sú ákvörðun að færa The Open aftur á sinn gamla stað. Hér fyrir neðan má sjá Eric Roza ræða þetta á Youtube fundinum. View this post on Instagram We re going to be running the Open in February and March, and that is going to lead cohesively to a CrossFit Games. @rozaeric, CEO of @CrossFit Question asked by Kaylee and Matt Lovelady of CrossFit I1uvit (@CrossFit_i1uvit) Catch up on more topics from the CrossFit Town Hall on CrossFit.com. Subtitles coming soon. Link in bio. @crossfitfrance @crossfit_italia @crossfitespana @crossfitdeutschland @crossfitbrazil @crossfitmexico @crossfitkorea @crossfituk #CommittedtoCrossFit #CrossFit #CrossFitGames #Fitness #FittestonEarth #Sports A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) on Aug 19, 2020 at 5:40pm PDT „Það var ljóst að langflestir vildu sjá The Open fara aftur á þeim tíma sem það hafði alltaf verið fyrir árið 2019 eða í febrúar. Ég er ánægður með það að geta sagt ykkur að The Open verður í febrúar og mars á næsta ári,“ sagði Eric Roza. The Open, eða opni hluti undankeppni heimsleikanna, gefur öllum tækifæri til að senda inn æfingar og í boði eru sæti á heimsleikunum fyrir þau tuttugu bestu og svo þann besta frá hverju landi í karla- og kvennaflokki. „Það sem ég get staðfest við ykkur, þó að það sé erfitt að staðfesta eitthvað á tímum COVID, er að The Open mun fara fram í febrúar og mars sem. The Open mun líka tengjast heimsleikunum sem ég held að ef ég ætti að giska að fari fram seinna á árinu en við erum vön,“ sagði Eric Roza. „Ástæðan fyrir því er að við viljum tryggja sem mesta möguleikana á því að við getum haft sem stærstan þátttökufjölda á heimsleikunum og að við getum verið með áhorfendur á pöllunum,“ sagði Eric Roza sem hefur það eftir sérfræðingum að það megi búast við því að COVID muni hafa áhrif á viðburði í að minnsta kosti eitt ár í viðbót. „Það lítur út fyrir það að því seinna sem við höldum heimsleikanna á árinu 2021 því meiri líkur eru á því að við getum verið með stærri keppandahóp og einhvers konan lifandi áhorfendur,“ sagði Eric Roza. Eric Roza ræddi líka um möguleikann á því að koma aftur með svæðistengdar undankeppnir en metur það sem svo að þar sé fólk ekki eins sammála. Sumir vilja koma aftur með svæðiskeppnirnar en aðrir vilja halda áfram að gefa sæti í gegnum einstök mót. Það er samt að heyra á honum að svæðiskeppnirnar muni ekki snúa aftur.
CrossFit Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira