Kaldastríðsögranir á fullu í næsta nágrenni Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 21. mars 2020 08:45 TU-160 sprengjuþota, sem flaug framhjá Íslandi, tekur á loft frá herflugvelli í sunnanverðu Rússlandi í síðustu viku. Til vinstri sést TU-142 bíða eftir að aka í flugtaksstöðu. Mynd/Varnarmálaráðuneyti Rússlands. Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndband frá langflugi tveggja TU-160 sprengjuflugvéla, ásamt fylgivélum, framhjá Íslandi, Noregi og Bretlandi í síðustu viku. Norskar F-16 orustuþotur flugu til móts við þær frá Noregi og breskar Eurofighter Typhoon orustuþotur frá Bretlandi. TU-160, eða hvíti svanurinn, eins og Rússar nefna þær, eru öflugustu kjarnorkuárásarþotur rússneska flughersins. Þær eru jafnframt hraðfleygustu sprengjuþotur heims, og þær stærstu sem ná hljóðhraða. Þær geta flogið á tvöföldum hljóðhraða, eða 2.200 kílómetra hraða á klukkustund, og borið allt að 40 tonna sprengjufarm, þar á meðal stýriflaugar búnar kjarnaoddum.Flugsveit NATO-herja í oddaflugi yfir Íslandi í byrjun vikunnar. Bandarísk B-2 sprengjuþota fremst en norskar F-35 og bandarískar F-15 orustuþotur fylgja.Mynd/US Air Force.Fjórir dagar liðu frá þessari ögrun Rússa þar til NATO og Bandaríkjaher birtust með sínar skæðustu sprengjuþotur, B-2, yfir Íslandi. Tvær slíkar flugu í oddaflugi í fylgd hersingar norskra og bandarískra orustuþotna með þeim skilaboðum bandaríska hershöfðingjans Jeff Harrigian „..til allra andstæðinga okkar, að hver sem áskorunin er, þá erum við tilbúin“. Sjá nánar hér: B-2 sprengjuþotur í oddaflugi yfir Íslandi með norskum herþotum Flug TU-160 sprengjuþotnanna varði í alls fimmtán klukkustundir og fengu þær eldsneytisáfyllingu á leiðinni út af ströndum Norður-Noregs frá Ilyushin Il-78-eldsneytisvél, að því er fram kemur í frétt rússnesku TASS-fréttastofunnar. Þær lögðu upp frá sunnanverðu Rússlandi, flugu síðan norður yfir Kólaskaga, yfir Barentshaf, síðan suður yfir Noregshaf, í gegnum GIUK-hliðið milli Íslands og Bretlands, suður fyrir Írland og alla leið inn á Biskajaflóa áður en þær sneru aftur heim á leið.Flugleið rússnesku TU-160 sprengjuþotnanna í síðustu viku, eins og hún er sýnd á rússneskri vefsíðu.„Samkvæmt varnarmálaráðuneytinu sinna rússneskar langdrægar flugvélar reglulega flugi yfir hlutlausu hafsvæði norðurslóða, Norður-Atlantshafinu, Svartahafi og Eystrasaltshafi og Kyrrahafinu. Allt flug er í ströngu samræmi við alþjóðlegar reglur, án þess að brotið sé gegn lofthelgi annarra ríkja,“ segir í frétt TASS-fréttastofunnar. Þetta var í fimmta sinn á skömmum tíma sem orustuþotur NATO flugu til móts við rússneskar hervélar. Það gerðist einnig 7. mars og 11. mars, og tvívegis í lok febrúar, en þá voru gamlir góðkunningjar kalda stríðsins á ferðinni, rússnesku birnirnir TU-142, endurbætt útgáfa TU-95. Ein þeirra fór einnig alla leið suður á Biskajaflóa þar sem franski flugherinn mætti henni.Bresk Typhoon-orustuþota við hlið rússneskrar TU-142 hervélar undan ströndum Bretlands fyrr í mánuðinum.Mynd/Royal Air Force.Yfirmaður breska flughersins, flugmarskálkurinn Mike Wigston, hefur aðra sýn á þetta flug en Rússarnir. Í yfirlýsingu segir hann að rússnesku vélarnar fylgi ekki alþjóðlegum flugumferðarreglum, þær skapi hættu fyrir farþegaflug „og þær eru ekki velkomnar í okkar loftrými“. Vefsíðan Barents Observer rekur þetta aukna flug Rússa undanfarnar vikur meðal annars til æfingar tveggja bandarískra kjarnorkukafbáta undir ísnum á Norðurheimskautinu. Bandaríski herinn setti samtímis upp bráðabirgðaherbúðir á ísnum, auk þess sem kafbátarnir hafa æft sig í að brjóta sér leið upp í gegnum ísinn. Flug Rússanna megi einnig tengja NATO-æfingu sem áformuð var í Norður-Noregi, en blásin af í síðustu viku vegna kórónu-veirunnar.Rússnesk TU-160 sprengjuþota að tengjast eldsneytisáfyllingarvél.Mynd/Varnarmálaráðuneyti RússlandsÞá hafi það gerst í október í haust að átta rússneskir kjarnorkukafbátar sigldu skyndilega frá bækistöðvum sínum á Kólaskaga. Nokkrir þeirra hafi farið í gegnum GIUK-hliðið, milli Grænlands, Íslands og Bretlands, og haldið sig í Norður-Atlantshafinu vikum saman áður en þeir sigldu aftur heim fyrir jól. Hér má sjá myndband Varnarmálaráðuneytis Rússlands frá flugi TU-160 í síðustu viku: Bretland Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur NATO Norðurslóðir Noregur Tengdar fréttir Skilgreina Keflavík sem útstöð skæðustu sprengjuþotu heims Bandaríkjaher lítur á Keflavík sem útstöð fyrir torséðu B-2 sprengjuþotuna, sem hönnuð er til kjarnorkuárása. Þetta má sjá í fréttatilkynningu flughersins vegna komu þotunnar fyrir helgi. 2. september 2019 21:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndband frá langflugi tveggja TU-160 sprengjuflugvéla, ásamt fylgivélum, framhjá Íslandi, Noregi og Bretlandi í síðustu viku. Norskar F-16 orustuþotur flugu til móts við þær frá Noregi og breskar Eurofighter Typhoon orustuþotur frá Bretlandi. TU-160, eða hvíti svanurinn, eins og Rússar nefna þær, eru öflugustu kjarnorkuárásarþotur rússneska flughersins. Þær eru jafnframt hraðfleygustu sprengjuþotur heims, og þær stærstu sem ná hljóðhraða. Þær geta flogið á tvöföldum hljóðhraða, eða 2.200 kílómetra hraða á klukkustund, og borið allt að 40 tonna sprengjufarm, þar á meðal stýriflaugar búnar kjarnaoddum.Flugsveit NATO-herja í oddaflugi yfir Íslandi í byrjun vikunnar. Bandarísk B-2 sprengjuþota fremst en norskar F-35 og bandarískar F-15 orustuþotur fylgja.Mynd/US Air Force.Fjórir dagar liðu frá þessari ögrun Rússa þar til NATO og Bandaríkjaher birtust með sínar skæðustu sprengjuþotur, B-2, yfir Íslandi. Tvær slíkar flugu í oddaflugi í fylgd hersingar norskra og bandarískra orustuþotna með þeim skilaboðum bandaríska hershöfðingjans Jeff Harrigian „..til allra andstæðinga okkar, að hver sem áskorunin er, þá erum við tilbúin“. Sjá nánar hér: B-2 sprengjuþotur í oddaflugi yfir Íslandi með norskum herþotum Flug TU-160 sprengjuþotnanna varði í alls fimmtán klukkustundir og fengu þær eldsneytisáfyllingu á leiðinni út af ströndum Norður-Noregs frá Ilyushin Il-78-eldsneytisvél, að því er fram kemur í frétt rússnesku TASS-fréttastofunnar. Þær lögðu upp frá sunnanverðu Rússlandi, flugu síðan norður yfir Kólaskaga, yfir Barentshaf, síðan suður yfir Noregshaf, í gegnum GIUK-hliðið milli Íslands og Bretlands, suður fyrir Írland og alla leið inn á Biskajaflóa áður en þær sneru aftur heim á leið.Flugleið rússnesku TU-160 sprengjuþotnanna í síðustu viku, eins og hún er sýnd á rússneskri vefsíðu.„Samkvæmt varnarmálaráðuneytinu sinna rússneskar langdrægar flugvélar reglulega flugi yfir hlutlausu hafsvæði norðurslóða, Norður-Atlantshafinu, Svartahafi og Eystrasaltshafi og Kyrrahafinu. Allt flug er í ströngu samræmi við alþjóðlegar reglur, án þess að brotið sé gegn lofthelgi annarra ríkja,“ segir í frétt TASS-fréttastofunnar. Þetta var í fimmta sinn á skömmum tíma sem orustuþotur NATO flugu til móts við rússneskar hervélar. Það gerðist einnig 7. mars og 11. mars, og tvívegis í lok febrúar, en þá voru gamlir góðkunningjar kalda stríðsins á ferðinni, rússnesku birnirnir TU-142, endurbætt útgáfa TU-95. Ein þeirra fór einnig alla leið suður á Biskajaflóa þar sem franski flugherinn mætti henni.Bresk Typhoon-orustuþota við hlið rússneskrar TU-142 hervélar undan ströndum Bretlands fyrr í mánuðinum.Mynd/Royal Air Force.Yfirmaður breska flughersins, flugmarskálkurinn Mike Wigston, hefur aðra sýn á þetta flug en Rússarnir. Í yfirlýsingu segir hann að rússnesku vélarnar fylgi ekki alþjóðlegum flugumferðarreglum, þær skapi hættu fyrir farþegaflug „og þær eru ekki velkomnar í okkar loftrými“. Vefsíðan Barents Observer rekur þetta aukna flug Rússa undanfarnar vikur meðal annars til æfingar tveggja bandarískra kjarnorkukafbáta undir ísnum á Norðurheimskautinu. Bandaríski herinn setti samtímis upp bráðabirgðaherbúðir á ísnum, auk þess sem kafbátarnir hafa æft sig í að brjóta sér leið upp í gegnum ísinn. Flug Rússanna megi einnig tengja NATO-æfingu sem áformuð var í Norður-Noregi, en blásin af í síðustu viku vegna kórónu-veirunnar.Rússnesk TU-160 sprengjuþota að tengjast eldsneytisáfyllingarvél.Mynd/Varnarmálaráðuneyti RússlandsÞá hafi það gerst í október í haust að átta rússneskir kjarnorkukafbátar sigldu skyndilega frá bækistöðvum sínum á Kólaskaga. Nokkrir þeirra hafi farið í gegnum GIUK-hliðið, milli Grænlands, Íslands og Bretlands, og haldið sig í Norður-Atlantshafinu vikum saman áður en þeir sigldu aftur heim fyrir jól. Hér má sjá myndband Varnarmálaráðuneytis Rússlands frá flugi TU-160 í síðustu viku:
Bretland Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur NATO Norðurslóðir Noregur Tengdar fréttir Skilgreina Keflavík sem útstöð skæðustu sprengjuþotu heims Bandaríkjaher lítur á Keflavík sem útstöð fyrir torséðu B-2 sprengjuþotuna, sem hönnuð er til kjarnorkuárása. Þetta má sjá í fréttatilkynningu flughersins vegna komu þotunnar fyrir helgi. 2. september 2019 21:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Skilgreina Keflavík sem útstöð skæðustu sprengjuþotu heims Bandaríkjaher lítur á Keflavík sem útstöð fyrir torséðu B-2 sprengjuþotuna, sem hönnuð er til kjarnorkuárása. Þetta má sjá í fréttatilkynningu flughersins vegna komu þotunnar fyrir helgi. 2. september 2019 21:00