Ólafur Helgi segir síðasta daginn hafa verið uppnámslausan Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. ágúst 2020 16:53 Ólafur Helgi Kjartansson rúllar hér munum út af skrifstofunni sinni á lögreglustöðinni á Suðurnesjum. vísir/sigurjón Ólafur Helgi Kjartansson kvaddi í dag starfsstöð sína hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Hann mun hefja störf í dómsmálaráðuneytinu næstu mánaðamót sem sérfræðingur í málefnum landamæra. Með því lýkur áratugalöngum löggæsluferli Ólafs. Þó svo að enn sé rúm vika í að hann taki við nýja starfinu var Ólafur Helgi að ganga frá skrifstofu sinni þegar ljósmyndara bar að garði á Suðurnesjum nú síðdegis. Í samtali við fréttastofu segir Ólafur að hann hafi átt inni nokkra sumarleyfisdaga sem hann hyggst nýta áður en hann fer í dómsmálaráðuneytið. Ólafur fundaði með ráðuneytisstjóra í dag á Suðurnesjum en að sögn DV var það vegna „uppnáms“ í lögreglustöðinni í Reykjanesbæ. Hann hafi t.a.m. reynt að opna læstan skjalaskáp með aðstoð lásasmiðs þar sem hann á hafa ásælst mannauðsgögn embættisins. Ólafur segir það hins vegar alrangt í samtali við fréttastofu, uppnámið hafi ekki verið neitt. Fundur hans og ráðuneytisstjórans hafi einungis snúið að yfirvofandi starfsskiptum og orlofi næstu daga. Hann hafnar því jafnframt að hafa ætlað að opna skjalaskáp með aðstoð lásasmiðs. Nokkur styr hefur staðið um embætti lögreglunnar á Suðurnesjum að undanförnu. Þannig óskaði Ólafur Helgi eftir því við dómsmálaráðuneytið að veikindaleyfi tveggja starfsmanna embættisins yrði skoðað. Starfsmennirnir fóru í veikindaleyfi þremur dögum eftir að aðrir tveir starfsmenn kvörtuðu til fagráðs ríkislögreglustjóra undan einelti af þeirra hálfu. Lögreglustjóra hafði ekki verið tilkynnt um veikindin og komst hann að veikindaleyfi þeirra í gegn um sjálfvirkt svar í tölvupósti. Þá hafa ráðningamál verið í brennidepli eftir að ljósi var varpað á hæfnismat á umsækjendum um stöðu yfirlögregluþjóns á Keflavíkurflugvelli vorið 2019. Þar var 30 ára starfsreynsla, grunn- og meistaranám í lögfræði, fjórar annir í mannauðsstjórnun og meistaranám í rannsóknum við norskan háskóla lagt að jöfnu við menntun í markþjálfun, eitt ár í Bifröst og eina önn í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Sá sem var með síðarnefndu menntunina var talinn hæfari, sem kom þó ekki að sök því Ólafur Helgi réð hvorugan. Hann vildi ekki tjá sig um innri málefni embættisins í samtali við fréttastofu. Ólafur Helgi segir þó að honum sé annt um embættið og segir að þar vinni gott og heiðarlegt fólk. Lögreglan Tengdar fréttir Ólafur Helgi vill að veikindaleyfi yfirmanna verði skoðuð nánar af ráðuneytinu Ólafur Helgi Kjartansson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, vill að veikindaleyfi Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, yfirlögfræðings embættisins, og Helga Þ. Kristjánssonar, mannauðsstjóra embættisins, verði skoðuð nánar af dómsmáráðuneytinu. 20. ágúst 2020 13:11 Ólafur Helgi yfir í dómsmálaráðuneytið Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu um næstu mánaðamót. 19. ágúst 2020 11:14 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Ólafur Helgi Kjartansson kvaddi í dag starfsstöð sína hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Hann mun hefja störf í dómsmálaráðuneytinu næstu mánaðamót sem sérfræðingur í málefnum landamæra. Með því lýkur áratugalöngum löggæsluferli Ólafs. Þó svo að enn sé rúm vika í að hann taki við nýja starfinu var Ólafur Helgi að ganga frá skrifstofu sinni þegar ljósmyndara bar að garði á Suðurnesjum nú síðdegis. Í samtali við fréttastofu segir Ólafur að hann hafi átt inni nokkra sumarleyfisdaga sem hann hyggst nýta áður en hann fer í dómsmálaráðuneytið. Ólafur fundaði með ráðuneytisstjóra í dag á Suðurnesjum en að sögn DV var það vegna „uppnáms“ í lögreglustöðinni í Reykjanesbæ. Hann hafi t.a.m. reynt að opna læstan skjalaskáp með aðstoð lásasmiðs þar sem hann á hafa ásælst mannauðsgögn embættisins. Ólafur segir það hins vegar alrangt í samtali við fréttastofu, uppnámið hafi ekki verið neitt. Fundur hans og ráðuneytisstjórans hafi einungis snúið að yfirvofandi starfsskiptum og orlofi næstu daga. Hann hafnar því jafnframt að hafa ætlað að opna skjalaskáp með aðstoð lásasmiðs. Nokkur styr hefur staðið um embætti lögreglunnar á Suðurnesjum að undanförnu. Þannig óskaði Ólafur Helgi eftir því við dómsmálaráðuneytið að veikindaleyfi tveggja starfsmanna embættisins yrði skoðað. Starfsmennirnir fóru í veikindaleyfi þremur dögum eftir að aðrir tveir starfsmenn kvörtuðu til fagráðs ríkislögreglustjóra undan einelti af þeirra hálfu. Lögreglustjóra hafði ekki verið tilkynnt um veikindin og komst hann að veikindaleyfi þeirra í gegn um sjálfvirkt svar í tölvupósti. Þá hafa ráðningamál verið í brennidepli eftir að ljósi var varpað á hæfnismat á umsækjendum um stöðu yfirlögregluþjóns á Keflavíkurflugvelli vorið 2019. Þar var 30 ára starfsreynsla, grunn- og meistaranám í lögfræði, fjórar annir í mannauðsstjórnun og meistaranám í rannsóknum við norskan háskóla lagt að jöfnu við menntun í markþjálfun, eitt ár í Bifröst og eina önn í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Sá sem var með síðarnefndu menntunina var talinn hæfari, sem kom þó ekki að sök því Ólafur Helgi réð hvorugan. Hann vildi ekki tjá sig um innri málefni embættisins í samtali við fréttastofu. Ólafur Helgi segir þó að honum sé annt um embættið og segir að þar vinni gott og heiðarlegt fólk.
Lögreglan Tengdar fréttir Ólafur Helgi vill að veikindaleyfi yfirmanna verði skoðuð nánar af ráðuneytinu Ólafur Helgi Kjartansson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, vill að veikindaleyfi Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, yfirlögfræðings embættisins, og Helga Þ. Kristjánssonar, mannauðsstjóra embættisins, verði skoðuð nánar af dómsmáráðuneytinu. 20. ágúst 2020 13:11 Ólafur Helgi yfir í dómsmálaráðuneytið Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu um næstu mánaðamót. 19. ágúst 2020 11:14 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Ólafur Helgi vill að veikindaleyfi yfirmanna verði skoðuð nánar af ráðuneytinu Ólafur Helgi Kjartansson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, vill að veikindaleyfi Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, yfirlögfræðings embættisins, og Helga Þ. Kristjánssonar, mannauðsstjóra embættisins, verði skoðuð nánar af dómsmáráðuneytinu. 20. ágúst 2020 13:11
Ólafur Helgi yfir í dómsmálaráðuneytið Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu um næstu mánaðamót. 19. ágúst 2020 11:14