Klettur og Getz gæta þjóðhöfðingja og leita að glæponum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. ágúst 2020 18:49 Sérsveitarmaður og þjálfari með sprengu-og sporleitarhundanna Klett og Getz sem er nýjasti liðsfélagi sveitarinnar. Vísir/Jóhann K Sprengjuleitar-og sporhundurinn Klettur sem hefur á níu ára ferli sinnt viðamiklum verkefnum eins og öryggisleit vegna heimsóknar varaforseta Bandaríkjanna hefur nú fengið nýjan samstarfsfélaga. Nýi félaginn kemur frá Noregi og lofar góðu en er ennþá starfsmaður á plani að sögn yfirmanns sérsveitar ríkislögreglustjóra. Klettur er labrador hundur sem hefur sinnt í verkefnum hjá sérsveitinni í níu ár. Hann starfar með sprengjusérfræðingum sveitarinnar þegar leita þarf að sprengiefnum eða skotvopnum. Klettur þekkir lyktir af 25-30 mismunandi sprengiefnum og efnum til sprengigerðar. Jón Már Jónsson yfirmaður sérsveitar ríkislögreglustjóra.Vísir/Baldur „Hann vinnur mikið við öryggisleit ef það koma þjóðhöfðingjar til landsins, ef það finnast tortryggilegir pakkar þá er hann fenginn til að skoða hvort þeir séu hættulegir, þá er hann líka þjálfaður til að leita að skotvopnum. Loks nýtist hann í sporleit,“ segir Jón Már Jónsson yfirmaður sérsveitar ríkislögreglustjóra. Á síðasta ári var Klettur kallaður út tuttugu og tvisvar sinnum en verkefnum hans hefur fjölgað jafnt og þétt á síðustu árum. Sum verkefnin eru mjög viðamikil og má þar nefna öryggisleit í tengslum við heimsókn Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna hingað til lands á síðasta ári og þegar fundur forsætisráðherra Norðurlandanna hefur farið fram hér á landi. „Við fáum hann einnig í sporleit þegar við leitum af hættulegum brotamönnum. Þá vinnum við bæði með hundinn og hitadróna til að leita. Ef hundurinn rekur slóðina í ákveðna átt þá reynum við að fara með drónann á undan þannig að þetta er samspil,“ segir Jón Már. Hann segir að sérsveitin sé í samstarfi við samskonar sveitir á Norðurlöndum sem séu með hunda í slíkum verkefnum. Oftast séu hundar af labradorkyndi notaðir því þeir séu afar gæfir og þægilegir í umgengni. Klettur og Getz við sprengjuleit.Vísir/Jóhann K Klettur sem er ellefu ára hefur nú fengið eins og hálfs árs gamlan samstarfsfélaga frá Noregi sem nefnist Getz. Þeir félagar voru í þjálfun í dag og leituðu að ammóníum nítrati sem þjálfari hundanna og sérsveitarmaður hafði falið í bíl. Getz gætti þess að þefa uppi hvern krók og kima og það tók hann innan við mínútu að finna efnið. Klettur sýndi líka gamla takta og var eldsnöggur að hafa uppi á efninu. Þeir félagar voru að lokum verðlaunaðir fyrir verkefnið. Dýr Lögreglan Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira
Sprengjuleitar-og sporhundurinn Klettur sem hefur á níu ára ferli sinnt viðamiklum verkefnum eins og öryggisleit vegna heimsóknar varaforseta Bandaríkjanna hefur nú fengið nýjan samstarfsfélaga. Nýi félaginn kemur frá Noregi og lofar góðu en er ennþá starfsmaður á plani að sögn yfirmanns sérsveitar ríkislögreglustjóra. Klettur er labrador hundur sem hefur sinnt í verkefnum hjá sérsveitinni í níu ár. Hann starfar með sprengjusérfræðingum sveitarinnar þegar leita þarf að sprengiefnum eða skotvopnum. Klettur þekkir lyktir af 25-30 mismunandi sprengiefnum og efnum til sprengigerðar. Jón Már Jónsson yfirmaður sérsveitar ríkislögreglustjóra.Vísir/Baldur „Hann vinnur mikið við öryggisleit ef það koma þjóðhöfðingjar til landsins, ef það finnast tortryggilegir pakkar þá er hann fenginn til að skoða hvort þeir séu hættulegir, þá er hann líka þjálfaður til að leita að skotvopnum. Loks nýtist hann í sporleit,“ segir Jón Már Jónsson yfirmaður sérsveitar ríkislögreglustjóra. Á síðasta ári var Klettur kallaður út tuttugu og tvisvar sinnum en verkefnum hans hefur fjölgað jafnt og þétt á síðustu árum. Sum verkefnin eru mjög viðamikil og má þar nefna öryggisleit í tengslum við heimsókn Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna hingað til lands á síðasta ári og þegar fundur forsætisráðherra Norðurlandanna hefur farið fram hér á landi. „Við fáum hann einnig í sporleit þegar við leitum af hættulegum brotamönnum. Þá vinnum við bæði með hundinn og hitadróna til að leita. Ef hundurinn rekur slóðina í ákveðna átt þá reynum við að fara með drónann á undan þannig að þetta er samspil,“ segir Jón Már. Hann segir að sérsveitin sé í samstarfi við samskonar sveitir á Norðurlöndum sem séu með hunda í slíkum verkefnum. Oftast séu hundar af labradorkyndi notaðir því þeir séu afar gæfir og þægilegir í umgengni. Klettur og Getz við sprengjuleit.Vísir/Jóhann K Klettur sem er ellefu ára hefur nú fengið eins og hálfs árs gamlan samstarfsfélaga frá Noregi sem nefnist Getz. Þeir félagar voru í þjálfun í dag og leituðu að ammóníum nítrati sem þjálfari hundanna og sérsveitarmaður hafði falið í bíl. Getz gætti þess að þefa uppi hvern krók og kima og það tók hann innan við mínútu að finna efnið. Klettur sýndi líka gamla takta og var eldsnöggur að hafa uppi á efninu. Þeir félagar voru að lokum verðlaunaðir fyrir verkefnið.
Dýr Lögreglan Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira