Lítil flugvél með einn innanborðs lenti í hremmingum á Ísafjarðarflugvelli á fimmta tímanum í dag.
Mbl.is hefur eftir Arnóri Magnússyni, umdæmisstjóra Isavia á Ísafjarðarflugvelli, að flugmaður vélarinnar hafi ekki slasast þegar vélin magalenti á flugbrautinni skömmu eftir flugtak. Ekki er vitað nákvæmlega hvað olli atvikinu en rannsóknarnefnd flugslysa mun fara yfir málið.
Eitthvað rask varð á flugi til og frá Ísafirði vegna atviksins en ferð Air Iceland Connect laust fyrir klukkan 17 var aflýst vegna atviksins.