„Kom eins og þruma úr heiðskíru lofti“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 22. ágúst 2020 18:44 Allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar nema félagsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra fóru í sýnatöku í gær eftir að hafa snætt kvöldverð á hótel Rangá á þriðjudag þar sem upp kom hópsýking í vikunni. Öll sýnin reyndust neikvæð og fara ráðherrar í síðari skimun á mánudaginn. Alls hefur einn starfsmaður og 10 gestir hótelsins reynst smitaðir af Covid-19 en þrír bættust í hópinn síðasta sólahring. „Ég ákvað að loka þarna tímabundið þegar einn starfsmaður reyndist smitaður sem virðist hafa smitast af gesti eða gestum síðustu helgi,“ segir Friðrik Pálsson eigandi Hótels Rangár. Þá hafi allir starfsmenn hótelsins farið í skimun í gær og enginn reynst jákvæður. Nú sé 21 starfsmaður í sóttkví. Friðrik segir að sérhæft fyrirtæki hafi verið fengið til að sótthreina hótelið í dag en það verður lokað næstu vikur. Þetta sé mikið áfall. „Auðvitað kom þetta óskaplega illa við mig. En þetta er bara það sem við allir Íslendingar þurfum að búa við. Í þessu einstaka tilfelli ég get ekki ímyndað mér hvað við hefðum átt að gera öðruvísi til að koma í veg fyrir þetta smit, það kom eins og þruma úr heiðskýru lofti,“ segir Friðrik. Guðni Th. Jóhannesson forseti ÍslandsVísir/Bjarni Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að hugur hans sé hjá öllum þeim sem þurfa að glíma við veiruna. „Ég óska ráðherrum og öðrum sem eru í smitgát og sóttkví alls hins besta og ég sé ekki betur en að á þessu hafi verið tekið eins og best var á kosið og svo höldum við bara áfram veginn,“ segir Guðni. Allir starfsmenn Barnaskólans í Reykjavík hafa verið sendir í sóttkví eftir að kennari greindist smitaður. Skólasetning fór fram í gær en þar sem viðkomandi aðili var ekki þar hafa engir nemendur eða foreldrar þurft í sóttkví. Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, Einn reyndist vera með mótefni gegn veirunni við landamæraskimun en tveir bíða niðurstöðu mótefnamælingar. Átta voru í sóttkví við greiningu. 112 manns eru nú í einangrun. Einn liggur á sjúkrahúsi vegna veirunnar en er ekki á gjörgæslu. Í sóttkví eru 655 og fjölgar þeim um rúmlega hundrað milli daga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekkert smit í fyrri skimun ráðherra Niðurstöður hafa fengist úr fyrri skimun ráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og reyndist sýni tekin neikvæð í öllum tilfellum. 22. ágúst 2020 17:55 Nokkrir sem greindust tengjast Hótel Rangá Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en þar voru átta í sóttkví. Nokkrir þeirra tengdust Hótel Rangá. Niðurstöður sýnatöku hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar, sem voru á hótelinu, liggja ekki fyrir. 22. ágúst 2020 11:58 Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17 Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar nema félagsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra fóru í sýnatöku í gær eftir að hafa snætt kvöldverð á hótel Rangá á þriðjudag þar sem upp kom hópsýking í vikunni. Öll sýnin reyndust neikvæð og fara ráðherrar í síðari skimun á mánudaginn. Alls hefur einn starfsmaður og 10 gestir hótelsins reynst smitaðir af Covid-19 en þrír bættust í hópinn síðasta sólahring. „Ég ákvað að loka þarna tímabundið þegar einn starfsmaður reyndist smitaður sem virðist hafa smitast af gesti eða gestum síðustu helgi,“ segir Friðrik Pálsson eigandi Hótels Rangár. Þá hafi allir starfsmenn hótelsins farið í skimun í gær og enginn reynst jákvæður. Nú sé 21 starfsmaður í sóttkví. Friðrik segir að sérhæft fyrirtæki hafi verið fengið til að sótthreina hótelið í dag en það verður lokað næstu vikur. Þetta sé mikið áfall. „Auðvitað kom þetta óskaplega illa við mig. En þetta er bara það sem við allir Íslendingar þurfum að búa við. Í þessu einstaka tilfelli ég get ekki ímyndað mér hvað við hefðum átt að gera öðruvísi til að koma í veg fyrir þetta smit, það kom eins og þruma úr heiðskýru lofti,“ segir Friðrik. Guðni Th. Jóhannesson forseti ÍslandsVísir/Bjarni Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að hugur hans sé hjá öllum þeim sem þurfa að glíma við veiruna. „Ég óska ráðherrum og öðrum sem eru í smitgát og sóttkví alls hins besta og ég sé ekki betur en að á þessu hafi verið tekið eins og best var á kosið og svo höldum við bara áfram veginn,“ segir Guðni. Allir starfsmenn Barnaskólans í Reykjavík hafa verið sendir í sóttkví eftir að kennari greindist smitaður. Skólasetning fór fram í gær en þar sem viðkomandi aðili var ekki þar hafa engir nemendur eða foreldrar þurft í sóttkví. Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, Einn reyndist vera með mótefni gegn veirunni við landamæraskimun en tveir bíða niðurstöðu mótefnamælingar. Átta voru í sóttkví við greiningu. 112 manns eru nú í einangrun. Einn liggur á sjúkrahúsi vegna veirunnar en er ekki á gjörgæslu. Í sóttkví eru 655 og fjölgar þeim um rúmlega hundrað milli daga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekkert smit í fyrri skimun ráðherra Niðurstöður hafa fengist úr fyrri skimun ráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og reyndist sýni tekin neikvæð í öllum tilfellum. 22. ágúst 2020 17:55 Nokkrir sem greindust tengjast Hótel Rangá Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en þar voru átta í sóttkví. Nokkrir þeirra tengdust Hótel Rangá. Niðurstöður sýnatöku hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar, sem voru á hótelinu, liggja ekki fyrir. 22. ágúst 2020 11:58 Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17 Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Ekkert smit í fyrri skimun ráðherra Niðurstöður hafa fengist úr fyrri skimun ráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og reyndist sýni tekin neikvæð í öllum tilfellum. 22. ágúst 2020 17:55
Nokkrir sem greindust tengjast Hótel Rangá Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en þar voru átta í sóttkví. Nokkrir þeirra tengdust Hótel Rangá. Niðurstöður sýnatöku hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar, sem voru á hótelinu, liggja ekki fyrir. 22. ágúst 2020 11:58
Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17