Það besta af DC FanDome: Wonder Woman, Batman og Snyder Samúel Karl Ólason skrifar 23. ágúst 2020 12:28 Batman, Wonder Woman, Peacemaker og Uxas/Darkseid. WarnerMedia og DC Entertainment sýndu fjölda nýrra stikla og annað efni á DC FanDome. Þar er um að ræða nokkurs konar net-ráðstefnu/hátíð þar sem fyrirtækin sýndu það sem er í vændum frá söguheimi DC. Fyrri hluti FanDome, sem nefnist Hall of Heroes, var sýndur í gær. Þar voru meðal annars sýndar stiklur úr nýjum kvikmyndum um Wonder Woman og Batman og ýmislegt annað. Ýmis verkefni fengu engar stiklur, eins og ný Flash mynd með Esra Miller og Ben Affleck og ýmislegt fleira. Hægt er að fylgjast með kynningunum á Twittersíðu hátíðarinnar. The out-of-this-Multiverse experience continues at https://t.co/SyKFjcIr1y! Don't miss encore panels featuring #TheFlash film, @SuicideSquadWB and more 🙌 #DCFanDome pic.twitter.com/eNgopSilWQ— DC (@DCComics) August 23, 2020 Hér að neðan verður þó stiklað á stóru yfir helstu stiklurnar sem búið er að sýna. Wonder Woman 1984 Wonder Woman snýr aftur í nýrri kvikmynd og að þessu sinni gerist hún árið 1984. The Batman Leðurblökumaðurinn snýr aftur en að þessu sinni í nýrri mynd sem tengist ekki þeim kvikmyndasöguheimi sem hefur verið skapaður. Robert Pattinson er hér í hlutverki Batman og verður þessi mynd í dekkri kanntinum, miðað við stikluna. Snyder-útgáfan Allt frá því að Justice League kom út, við dræmar móttökur, hafa aðdáendur ofurhetjanna kallað eftir því að leikstjórinn Zack Snyder, sem hóf framleiðslu myndarinnar en þurfti frá að hverfa, fengi tækifæri til að klára verk sitt og gefa út eigin útgáfu. Það mun gerast. HBO Max mun sýna myndina sem verður skipt niður í fjóra klukkustundarlanga hluta. The Suicide Squad Leikstjórinn James Gunn er að gera nýja Suicide Squad kvikmynd með leikurum eins og Idris Elba og John Cena. Um er að ræða nokkurs konar reboot og gerist þess mynd nokkrum áratugum fyrir okkar tíma. Black Adam Dwayne Johnson hefur tekið að sér hlutverk Black Adam í samnefndri kvikmynd. Sú mynd fékk ekki almennilega stiklu heldur stutta teiknimynd sem sýnir grunninn að sögu galdramannsins. Tveir tölvuleikir Tveir tölvuleikir voru þar að auki kynntir í gær. Suicide Squad: Kill the Justice League og Gotham Knights. Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
WarnerMedia og DC Entertainment sýndu fjölda nýrra stikla og annað efni á DC FanDome. Þar er um að ræða nokkurs konar net-ráðstefnu/hátíð þar sem fyrirtækin sýndu það sem er í vændum frá söguheimi DC. Fyrri hluti FanDome, sem nefnist Hall of Heroes, var sýndur í gær. Þar voru meðal annars sýndar stiklur úr nýjum kvikmyndum um Wonder Woman og Batman og ýmislegt annað. Ýmis verkefni fengu engar stiklur, eins og ný Flash mynd með Esra Miller og Ben Affleck og ýmislegt fleira. Hægt er að fylgjast með kynningunum á Twittersíðu hátíðarinnar. The out-of-this-Multiverse experience continues at https://t.co/SyKFjcIr1y! Don't miss encore panels featuring #TheFlash film, @SuicideSquadWB and more 🙌 #DCFanDome pic.twitter.com/eNgopSilWQ— DC (@DCComics) August 23, 2020 Hér að neðan verður þó stiklað á stóru yfir helstu stiklurnar sem búið er að sýna. Wonder Woman 1984 Wonder Woman snýr aftur í nýrri kvikmynd og að þessu sinni gerist hún árið 1984. The Batman Leðurblökumaðurinn snýr aftur en að þessu sinni í nýrri mynd sem tengist ekki þeim kvikmyndasöguheimi sem hefur verið skapaður. Robert Pattinson er hér í hlutverki Batman og verður þessi mynd í dekkri kanntinum, miðað við stikluna. Snyder-útgáfan Allt frá því að Justice League kom út, við dræmar móttökur, hafa aðdáendur ofurhetjanna kallað eftir því að leikstjórinn Zack Snyder, sem hóf framleiðslu myndarinnar en þurfti frá að hverfa, fengi tækifæri til að klára verk sitt og gefa út eigin útgáfu. Það mun gerast. HBO Max mun sýna myndina sem verður skipt niður í fjóra klukkustundarlanga hluta. The Suicide Squad Leikstjórinn James Gunn er að gera nýja Suicide Squad kvikmynd með leikurum eins og Idris Elba og John Cena. Um er að ræða nokkurs konar reboot og gerist þess mynd nokkrum áratugum fyrir okkar tíma. Black Adam Dwayne Johnson hefur tekið að sér hlutverk Black Adam í samnefndri kvikmynd. Sú mynd fékk ekki almennilega stiklu heldur stutta teiknimynd sem sýnir grunninn að sögu galdramannsins. Tveir tölvuleikir Tveir tölvuleikir voru þar að auki kynntir í gær. Suicide Squad: Kill the Justice League og Gotham Knights.
Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira