Verdens Gang spurði Ingibjörgu hvort hún væri of gróf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2020 10:30 Ingibjörg Sigurðardóttir fagnar góðum sigri með félögum sínum í Vålerenga liðinu. Ingibjörg situr fyrir framan og heldur uppi þremur fingrum til marks um stigin þrjú. Mynd/@VIFDamer Ingibjörg Sigurðardóttir hefur slegið í gegn á sínu fyrsta tímabili með Vålerenga í Noregi. Hún var bæði með mörk og stoðsendingu í toppslagnum á móti Lilleström um helgina þrátt fyrir að spila í vörninni. Vålerenga vann leikinn 3-1 og er eitt á toppi deildarinnar. Það vakti athygli að Ingibjörg var tekin í viðtal hjá norska stórblaðinu Verdens Gang fyrir leikinn og það var því vissulega aðeins meiri pressa á henni að standa sig í leiknum. Það var ekki hægt að kvarta mikið yfir hennar leik. Ingibjörg skoraði fyrsta mark leiksins og átti síðan mikinn þátt í að gera endanlega út um hann með því að gefa frábæra stoðsendingu úr vörninni í þriðja markinu. En aftur af viðtalinu þar sem Ingibjörg Sigurðardóttir ræddi feril sinn sem hófst mjög snemma í meistaraflokki á Íslandi. Debuterte i toppfotballen som 13-åring klar for norsk gullkamp https://t.co/uWtrs9OTcJ— VG Sporten (@vgsporten) August 22, 2020 Blaðamaður Verdens Gang segir að Ingibjörg hafi verið barnastjarna á Íslandi og verið góð í bæði fótbolta og körfubolta í Grindavík. „Ég valdi fótboltann. Mér fannst ég eiga meiri möguleika þar að verða atvinnumaður og lifa af fótboltanum,“ sagði Ingibjörg. Ingibjörg spilaði fyrsta meistaraflokksleikinn með Grindavík þrettán ára gömul og þegar hún var fimmtán ára þá fékk hún hálfatvinnumannasamning hjá Breiðabliki. „Allir vissu hver ég var og hvað ég gat. Ég fékk samt ekki að fara með landsliðinu af því að þeir vildu gefa öðrum tækifæri,“ sagði Ingibjörg sem fann leiðir til að bæta sig. Ingibjörg fór að æfa með strákunum og jafnvel með eldri strákum ef hana vantaði meiri æfingu. „Það er svo einfalt að ef þú ert ekki nógu góð þá færðu ekki að vera með. Ef þú spilar illa þá færðu ekki boltann. Þú verður alltaf að sýna þitt besta,“ sagði Ingibjörg. Hún gefur ekkert eftir inn á vellinum og blaðamaður VG spyr hana út í það. Slik begynte denne herlige lørdagen ! https://t.co/qh1ATie5nF— Vålerenga Fotball Damer (@VIFDamer) August 22, 2020 „Það er kannski svolítið íslenskt. Ef þú skoðar íslenska landsliðið þá er það ekki fullt af heimsklassa leikmönnum og við þurfum því að leggja meira á okur. Þar er grunnurinn og svona hef ég alltaf verið,“ sagði Ingibjörg en er hún of föst fyrir. Blaðamaðurinn spurði hana hvort hún væri grófur leikmaður. „Nei ég spila ekki gróft og ég reyni aldrei að meiða einhvern. En ég spara mig ekkert í tæklingunum,“ sagði Ingibjörg, sem hefur oft safnað spjöldunum á sínum ferli. „Nú er ég bara komin með tvö gul spjöld. Það er gott. Ég þarf að verða betri hér en stundum þarf ég þó að fórna mér fyrir liðið,“ sagði Ingibjörg. Hér fyrir neðan má sjá hápunktana úr leiknum um helgina og þar á meðal markið og stoðsendinguna frá Ingibjörgu. Gårsdagens høydepunkter fåru her! pic.twitter.com/pHyLcoTYKa— Vålerenga Fotball Damer (@VIFDamer) August 23, 2020 Norski boltinn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira
Ingibjörg Sigurðardóttir hefur slegið í gegn á sínu fyrsta tímabili með Vålerenga í Noregi. Hún var bæði með mörk og stoðsendingu í toppslagnum á móti Lilleström um helgina þrátt fyrir að spila í vörninni. Vålerenga vann leikinn 3-1 og er eitt á toppi deildarinnar. Það vakti athygli að Ingibjörg var tekin í viðtal hjá norska stórblaðinu Verdens Gang fyrir leikinn og það var því vissulega aðeins meiri pressa á henni að standa sig í leiknum. Það var ekki hægt að kvarta mikið yfir hennar leik. Ingibjörg skoraði fyrsta mark leiksins og átti síðan mikinn þátt í að gera endanlega út um hann með því að gefa frábæra stoðsendingu úr vörninni í þriðja markinu. En aftur af viðtalinu þar sem Ingibjörg Sigurðardóttir ræddi feril sinn sem hófst mjög snemma í meistaraflokki á Íslandi. Debuterte i toppfotballen som 13-åring klar for norsk gullkamp https://t.co/uWtrs9OTcJ— VG Sporten (@vgsporten) August 22, 2020 Blaðamaður Verdens Gang segir að Ingibjörg hafi verið barnastjarna á Íslandi og verið góð í bæði fótbolta og körfubolta í Grindavík. „Ég valdi fótboltann. Mér fannst ég eiga meiri möguleika þar að verða atvinnumaður og lifa af fótboltanum,“ sagði Ingibjörg. Ingibjörg spilaði fyrsta meistaraflokksleikinn með Grindavík þrettán ára gömul og þegar hún var fimmtán ára þá fékk hún hálfatvinnumannasamning hjá Breiðabliki. „Allir vissu hver ég var og hvað ég gat. Ég fékk samt ekki að fara með landsliðinu af því að þeir vildu gefa öðrum tækifæri,“ sagði Ingibjörg sem fann leiðir til að bæta sig. Ingibjörg fór að æfa með strákunum og jafnvel með eldri strákum ef hana vantaði meiri æfingu. „Það er svo einfalt að ef þú ert ekki nógu góð þá færðu ekki að vera með. Ef þú spilar illa þá færðu ekki boltann. Þú verður alltaf að sýna þitt besta,“ sagði Ingibjörg. Hún gefur ekkert eftir inn á vellinum og blaðamaður VG spyr hana út í það. Slik begynte denne herlige lørdagen ! https://t.co/qh1ATie5nF— Vålerenga Fotball Damer (@VIFDamer) August 22, 2020 „Það er kannski svolítið íslenskt. Ef þú skoðar íslenska landsliðið þá er það ekki fullt af heimsklassa leikmönnum og við þurfum því að leggja meira á okur. Þar er grunnurinn og svona hef ég alltaf verið,“ sagði Ingibjörg en er hún of föst fyrir. Blaðamaðurinn spurði hana hvort hún væri grófur leikmaður. „Nei ég spila ekki gróft og ég reyni aldrei að meiða einhvern. En ég spara mig ekkert í tæklingunum,“ sagði Ingibjörg, sem hefur oft safnað spjöldunum á sínum ferli. „Nú er ég bara komin með tvö gul spjöld. Það er gott. Ég þarf að verða betri hér en stundum þarf ég þó að fórna mér fyrir liðið,“ sagði Ingibjörg. Hér fyrir neðan má sjá hápunktana úr leiknum um helgina og þar á meðal markið og stoðsendinguna frá Ingibjörgu. Gårsdagens høydepunkter fåru her! pic.twitter.com/pHyLcoTYKa— Vålerenga Fotball Damer (@VIFDamer) August 23, 2020
Norski boltinn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira